Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?

Maren Albertsdóttir

Lögreglu ber almennt að fylgja reglum umferðarlaga í störfum sínum. Í umferðarlögum hefur hins vegar lengi verið sérstök heimild til svokallaðs „neyðaraksturs“. Jafnframt eru í gildi reglur um neyðarakstur sem settar hafa verið á grundvelli umferðarlaga. Neyðarakstur er akstur sem talinn er nauðsynlegur vegna verkefna lögreglu, við björgun fólks, vegna sjúkraflutninga, við eldsvoða, vegna umhverfistjóns eða umferðaróhapps, eða til að koma í veg fyrir verulegt tjón.

Ökutæki sem hafa heimild til neyðaraksturs skulu almennt búin sérstökum ljós- og hljóðmerkjum. Nota skal ljósmerki við neyðarakstur sem og þegar ökutækið er kyrrstætt við stað þar sem óhapp eða slys hefur orðið eða við svipaðar aðstæður. Að sama skapi skal nota hljóðmerki við neyðarakstur nema notkun ljósmerkja teljist, miðað við aðstæður, nægileg til að vara vegfarendur við. Lögreglan má þó sleppa notkun ljós- og hljóðmerkja enda teljist það nauðsynlegt vegna tilefnis neyðarakstursins og aðstæður að öðru leyti mæla ekki gegn því.

Lögreglan má sleppa notkun ljós- og hljóðmerkja enda teljist það nauðsynlegt vegna tilefnis neyðarakstursins og aðstæður að öðru leyti mæla ekki gegn því.

Við neyðarakstur getur ökumaður látið hjá líða að fylgja ákveðnum reglum umferðarlaga en á honum hvílir þó sú skylda að hann gæti samtímis sérstakrar varúðar. Þetta á við um:

  1. 1. mgr. 5. gr. umferðarlaga um að fylgja leiðbeiningum fyrir umferð sem gefnar eru með umferðarmerkjum, umferðarljósum og þess háttar,
  2. IV. kafla umferðarlaga um umferðarreglur fyrir ökumenn, og
  3. V. kafla um ökuhraða.

Af öllu framangreindu leiðir að lögreglu er falið að meta hverju sinni hvort nauðsynlegt sé að nota ljós- eða hljóðmerki við neyðarakstur og þá jafnframt hvort nauðsynlegt sé að víkja frá reglum umferðarlaga við aksturinn. Sem dæmi má nefna að ekki er útilokað að lögregla geti metið það svo að nauðsynlegt sé að sleppa ljós- og hljóðmerkjum við neyðarakstur þegar hún fylgist með ferðum einhvers sem er grunaður um brot.

Að baki þeim reglum sem hér hafa verið raktar búa meðal annars sjónarmið um svokallaðan neyðarrétt en í honum felst í stuttu máli að það er viðurkennt að í ákveðnum tilvikum geti verið nauðsynlegt að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Hugtakið „neyðarréttur“ er nánar skilgreint í 13. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en þar kemur fram að með hugtakinu sé átt við lögmætt réttarvörsluverk einstaklings sem nauðsynlegt er til að vernda lögmæta hagsmuni hans sjálfs eða annarra fyrir yfirvofandi hættu, þótt með því séu skertir aðrir lögmætir hagsmunir, sem telja verður að miklum mun minni.

Að lokum má nefna að frumvarp til umferðarlaga var lagt fyrir á yfirstandandi löggjafarþingi 2012-13, þar sem ákvæði gildandi laga um neyðarakstur eru gerð mun ítarlegri og fellur slíkur akstur nú undir hugtakið „forgangsakstur“.

Heimildir:
  • Umferðarlög nr. 50/1987. (Skoðað 13.4.2013).
  • Reglur nr. 643/2004 um neyðarakstur. (Skoðað 13.4.2013).
  • Reglur nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja. (Skoðað 13.4.2013).
  • Reglugerð nr. 516/2011 um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála. (Skoðað 13.4.2013).
  • Frumvarp til umferðarlaga, 141. löggjafarþing 2012-13, þingskjal 180. (Skoðað 13.4.2013).
  • Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III, Reykjavík 2004, bls. 140-163.

Mynd:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

17.4.2013

Spyrjandi

Snæþór Guðjónsson

Tilvísun

Maren Albertsdóttir. „Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2013. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62552.

Maren Albertsdóttir. (2013, 17. apríl). Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62552

Maren Albertsdóttir. „Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2013. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62552>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?
Lögreglu ber almennt að fylgja reglum umferðarlaga í störfum sínum. Í umferðarlögum hefur hins vegar lengi verið sérstök heimild til svokallaðs „neyðaraksturs“. Jafnframt eru í gildi reglur um neyðarakstur sem settar hafa verið á grundvelli umferðarlaga. Neyðarakstur er akstur sem talinn er nauðsynlegur vegna verkefna lögreglu, við björgun fólks, vegna sjúkraflutninga, við eldsvoða, vegna umhverfistjóns eða umferðaróhapps, eða til að koma í veg fyrir verulegt tjón.

Ökutæki sem hafa heimild til neyðaraksturs skulu almennt búin sérstökum ljós- og hljóðmerkjum. Nota skal ljósmerki við neyðarakstur sem og þegar ökutækið er kyrrstætt við stað þar sem óhapp eða slys hefur orðið eða við svipaðar aðstæður. Að sama skapi skal nota hljóðmerki við neyðarakstur nema notkun ljósmerkja teljist, miðað við aðstæður, nægileg til að vara vegfarendur við. Lögreglan má þó sleppa notkun ljós- og hljóðmerkja enda teljist það nauðsynlegt vegna tilefnis neyðarakstursins og aðstæður að öðru leyti mæla ekki gegn því.

Lögreglan má sleppa notkun ljós- og hljóðmerkja enda teljist það nauðsynlegt vegna tilefnis neyðarakstursins og aðstæður að öðru leyti mæla ekki gegn því.

Við neyðarakstur getur ökumaður látið hjá líða að fylgja ákveðnum reglum umferðarlaga en á honum hvílir þó sú skylda að hann gæti samtímis sérstakrar varúðar. Þetta á við um:

  1. 1. mgr. 5. gr. umferðarlaga um að fylgja leiðbeiningum fyrir umferð sem gefnar eru með umferðarmerkjum, umferðarljósum og þess háttar,
  2. IV. kafla umferðarlaga um umferðarreglur fyrir ökumenn, og
  3. V. kafla um ökuhraða.

Af öllu framangreindu leiðir að lögreglu er falið að meta hverju sinni hvort nauðsynlegt sé að nota ljós- eða hljóðmerki við neyðarakstur og þá jafnframt hvort nauðsynlegt sé að víkja frá reglum umferðarlaga við aksturinn. Sem dæmi má nefna að ekki er útilokað að lögregla geti metið það svo að nauðsynlegt sé að sleppa ljós- og hljóðmerkjum við neyðarakstur þegar hún fylgist með ferðum einhvers sem er grunaður um brot.

Að baki þeim reglum sem hér hafa verið raktar búa meðal annars sjónarmið um svokallaðan neyðarrétt en í honum felst í stuttu máli að það er viðurkennt að í ákveðnum tilvikum geti verið nauðsynlegt að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Hugtakið „neyðarréttur“ er nánar skilgreint í 13. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en þar kemur fram að með hugtakinu sé átt við lögmætt réttarvörsluverk einstaklings sem nauðsynlegt er til að vernda lögmæta hagsmuni hans sjálfs eða annarra fyrir yfirvofandi hættu, þótt með því séu skertir aðrir lögmætir hagsmunir, sem telja verður að miklum mun minni.

Að lokum má nefna að frumvarp til umferðarlaga var lagt fyrir á yfirstandandi löggjafarþingi 2012-13, þar sem ákvæði gildandi laga um neyðarakstur eru gerð mun ítarlegri og fellur slíkur akstur nú undir hugtakið „forgangsakstur“.

Heimildir:
  • Umferðarlög nr. 50/1987. (Skoðað 13.4.2013).
  • Reglur nr. 643/2004 um neyðarakstur. (Skoðað 13.4.2013).
  • Reglur nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja. (Skoðað 13.4.2013).
  • Reglugerð nr. 516/2011 um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rannsókn sakamála. (Skoðað 13.4.2013).
  • Frumvarp til umferðarlaga, 141. löggjafarþing 2012-13, þingskjal 180. (Skoðað 13.4.2013).
  • Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð III, Reykjavík 2004, bls. 140-163.

Mynd:...