Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið þeir sletta skyrinu sem eiga það er notað í háði um ásakanir annarra, til dæmis um þá sem tala eða láta sem þeir hafi ráð á einhverju eða geti leyft sér eitthvað. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 18. öld. Uppruninn er óviss en líklegast er að einhver saga liggi að baki. Í Grettis sögu er til dæmis skemmtileg saga sem gæti tengst orðasambandinu. Hún segir frá því er Grettir kom snemma dags á Auðunarstaði.
Grettir spurði hvort Auðunn væri heima. Menn sögðu að hann væri farinn til sels eftir mat. [...] Grettir gekk til skála og settist niður á setstokkinn og síðan sofnaði hann.

Litlu síðar kom Auðunn heim. Hann bar mat á tveimur hestum og bar skyr á hesti og var það í húðum og var bundið fyrir ofan. Það kölluðu menn skyrkylla. Auðunn tók af hestinum og ber inn skyr í fangi sér. Honum var myrkt fyrir augum. Grettir rétti fótinn fram af stokkinum og féll Auðunn áfram og var undir honum skyrkyllirinn og gekk af yfirbandið. Auðunn spratt upp og spurði hvað skelmi þar væri. Grettir nefndi sig.

Auðunn mælti: „Þanninn var óspaklega farið eða hvert er erindi þitt?“

„Eg vil berjast við þig,“ segir Grettir.

„Sjá mun eg fyrst ráð fyrir mat mínum,“ segir Auðunn.

„Vel má það,“ segir Grettir, „ef þú mátt eigi öðrum mönnum að því hlíta.“

Auðunn laut þá niður og þreif upp skyrkyllinn og sletti framan í fang Gretti og bað hann fyrst taka við því er honum var sent. Grettir varð allur skyrugur. Þótti honum það meiri smán en þó Auðunn hefði veitt honum mikinn áverka.

Uppruni orðasambandsins þeir sletta skyrinu sem eiga það er óviss en líklegast er að einhver saga liggi að baki.

Önnur saga er prentuð í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (III:536). Hún segir frá séra Hálfdani í Felli. Hann hafði lofað að gefa fjandanum söfnuð sinn á hvítasunnu.
Nú var á hvítasunnu gott veður og kom margt fólk til kirkju. Nú vildu fjendur fá söfnuðinn. Prestur vísaði þeim í búr, þar væri söfnuðurinn. Þegar konan kom í búr var þar fullt af hröfnum og voru þeir að sletta skyrinu í allar áttir. Þá varð konunni það að orðum sem síðan er orðið að málshætti: „Þeir mega sletta skyrinu sem það eiga.“

Mynd:
  • Wikimedia Commons. Ljósmyndari er Jóhann Heiðar Árnason. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. Sótt 11. 6. 2012.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.6.2012

Spyrjandi

Björg Kristjánsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62584.

Guðrún Kvaran. (2012, 12. júní). Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62584

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62584>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því?
Orðasambandið þeir sletta skyrinu sem eiga það er notað í háði um ásakanir annarra, til dæmis um þá sem tala eða láta sem þeir hafi ráð á einhverju eða geti leyft sér eitthvað. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 18. öld. Uppruninn er óviss en líklegast er að einhver saga liggi að baki. Í Grettis sögu er til dæmis skemmtileg saga sem gæti tengst orðasambandinu. Hún segir frá því er Grettir kom snemma dags á Auðunarstaði.

Grettir spurði hvort Auðunn væri heima. Menn sögðu að hann væri farinn til sels eftir mat. [...] Grettir gekk til skála og settist niður á setstokkinn og síðan sofnaði hann.

Litlu síðar kom Auðunn heim. Hann bar mat á tveimur hestum og bar skyr á hesti og var það í húðum og var bundið fyrir ofan. Það kölluðu menn skyrkylla. Auðunn tók af hestinum og ber inn skyr í fangi sér. Honum var myrkt fyrir augum. Grettir rétti fótinn fram af stokkinum og féll Auðunn áfram og var undir honum skyrkyllirinn og gekk af yfirbandið. Auðunn spratt upp og spurði hvað skelmi þar væri. Grettir nefndi sig.

Auðunn mælti: „Þanninn var óspaklega farið eða hvert er erindi þitt?“

„Eg vil berjast við þig,“ segir Grettir.

„Sjá mun eg fyrst ráð fyrir mat mínum,“ segir Auðunn.

„Vel má það,“ segir Grettir, „ef þú mátt eigi öðrum mönnum að því hlíta.“

Auðunn laut þá niður og þreif upp skyrkyllinn og sletti framan í fang Gretti og bað hann fyrst taka við því er honum var sent. Grettir varð allur skyrugur. Þótti honum það meiri smán en þó Auðunn hefði veitt honum mikinn áverka.

Uppruni orðasambandsins þeir sletta skyrinu sem eiga það er óviss en líklegast er að einhver saga liggi að baki.

Önnur saga er prentuð í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (III:536). Hún segir frá séra Hálfdani í Felli. Hann hafði lofað að gefa fjandanum söfnuð sinn á hvítasunnu.
Nú var á hvítasunnu gott veður og kom margt fólk til kirkju. Nú vildu fjendur fá söfnuðinn. Prestur vísaði þeim í búr, þar væri söfnuðurinn. Þegar konan kom í búr var þar fullt af hröfnum og voru þeir að sletta skyrinu í allar áttir. Þá varð konunni það að orðum sem síðan er orðið að málshætti: „Þeir mega sletta skyrinu sem það eiga.“

Mynd:
  • Wikimedia Commons. Ljósmyndari er Jóhann Heiðar Árnason. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. Sótt 11. 6. 2012.

...