Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi?

HMS

Alls hafa fundist um 80 píramídar í Egyptalandi. Þeir eru þó ekki allir heilir og margir eru rústir einar.

Egyptar voru líklega fyrstir allra þjóða til að reisa píramída. Elsti píramídinn var að öllum líkindum reistur kringum 2650-2575 f.Kr. og er nefndur þrepapíramídinn í Sakkara. Lesa má meira í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hvar var fyrsti píramídinn?


Þrepapíramídinn í Sakkara.

Stærstur allra píramída í Egyptalandi er Keops-píramídinn í Giza. Hann er eitt af upphaflegum sjö undrum veraldar og það eina sem enn stendur. Kefrens-píramídinn og Mýkerínos-píramídinn í Giza eru svo nokkru minni. Um þá alla má lesa í öðru svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli?

Heimild og mynd


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

9.10.2006

Spyrjandi

Þórunn Anna, f. 1996

Tilvísun

HMS. „Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi? “ Vísindavefurinn, 9. október 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6274.

HMS. (2006, 9. október). Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6274

HMS. „Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi? “ Vísindavefurinn. 9. okt. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6274>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi?
Alls hafa fundist um 80 píramídar í Egyptalandi. Þeir eru þó ekki allir heilir og margir eru rústir einar.

Egyptar voru líklega fyrstir allra þjóða til að reisa píramída. Elsti píramídinn var að öllum líkindum reistur kringum 2650-2575 f.Kr. og er nefndur þrepapíramídinn í Sakkara. Lesa má meira í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hvar var fyrsti píramídinn?


Þrepapíramídinn í Sakkara.

Stærstur allra píramída í Egyptalandi er Keops-píramídinn í Giza. Hann er eitt af upphaflegum sjö undrum veraldar og það eina sem enn stendur. Kefrens-píramídinn og Mýkerínos-píramídinn í Giza eru svo nokkru minni. Um þá alla má lesa í öðru svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli?

Heimild og mynd


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....