Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvernig virka farsímar?

Hrefna Marín Gunnarsdóttir

Farsímar eru í raun bara flókin útvarpstæki, nema hvað að þeir taka ekki bara á móti rafsegulbylgjum, eins og útvörp, heldur geta líka sent þær frá sér. Í dag eru allir farsímar stafrænir, það er þeir taka við og senda frá sér stafrænar upplýsingar, það er 0 eða 1 í löngum bunum, hvort sem það er stafrænt kóðað raddmerki eða vefsíður.

Hvað varðar virkni farsíma, þá eru þeir háðir símkerfinu sem þeir tengjast, sem virkar sem hálfgert 'flugumsjónarkerfi'. Farsímakerfið fylgist með hvar hver farsími innan kerfisins er staddur í heiminum, og úthlutar hverjum virkum notanda plássi í kerfinu þegar á þarf að halda.

Farsímakerfi samanstanda af mörgum pörtum. Notandinn sjálfur sér helst farsímann sjálfan, svo og einstaka farsímaloftnet sem hvert og eitt sér um ákveðið landsvæði. Við hvert loftnet er stjórnstöð sem stjórnar því loftneti, en sú stjórnstöð talar við yfirstjórnstöð sem sér um loftnetastjórnstöðvarnar og samhæfir þær þegar notendur flakka um. Þessi yfirstjórnstöð er síðan tengd við ýmiss konar gagnagrunna, sem til dæmis geyma upplýsingar um hvar símar eru staddir og alla notkun. Hún sér einnig um tengingar við almenna símkerfið.

Farsímakerfið fylgist með hvar hver farsími innan kerfisins er staddur í heiminum, og úthlutar hverjum virkum notanda plássi í kerfinu þegar á þarf að halda.

Það eru til nokkrar tegundir af farsímakerfum í heiminum í dag. Einn helsti munurinn á milli þeirra er hvernig þau skilja á milli notenda. Í dag eru helstu leiðirnar til að skilja á milli notenda að aðskilja þá 1) í tíma, 2) í tíðni, 3) í rými og 4) með sérstökum leynikóðum. Leynikóðar þessir hafa þann eiginleika að ef sendandi og móttakari þekkja kóðann, þá er hægt að einangra sendingu úr 'súpu' af öðrum sendingum á mjög auðveldan hátt.

Þannig er notendum í GSM-kerfum (2G) til dæmis úthlutað 'tímarauf' (e. time-slot) og ákveðnu tíðnibandi sem samskipti milli farsíma og farsímakerfis fara fram á. Í 3G-kerfum senda hins vegar allir virkir símar samtímis, oftast á sömu tíðni fyrir hvert farsímakerfisloftnet, en hver notandi fær úthlutuðum sérstökum leynikóða sem þýðir að hægt er að aðskilja notendur. Það skal tekið fram að farsímar og farsímakerfið eru sífellt að 'tala saman' þó svo að það sé ekki beint verið að nota símann. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju símar verða rafmagnslausir þó þeir séu ekki í notkun.

Gagnahraði farsímakerfa er háður því hversu stórt tíðniband kerfið hefur úr að moða. Þannig eru GSM-símar tiltölulega bandmjóir, það er geta sent lítið af gögnum í einu, á meðan 3G-kerfi taka upp talsvert meira pláss í tíðni, og geta því sent gögn hraðar. Næstu skref í þróun farsímakerfa verða til dæmis að tvö- eða margfalda kerfin í símtækinu svo og í símkerfinu. Þannig mun hver farsími í raun vera tveir (eða fleiri) símar og þannig er hægt að fá meira gagnamagn á hverju augnabliki (gögnin leggjast saman) með núverandi tækni.

Því má hins vegar ekki gleyma að GSM-kerfið var á sínum tíma hannað fyrir raddsamskipti og sinnir því hlutverki svo vel að símafyrirtæki sjá fram á að halda úti GSM-kerfum samhliða stærri gagnakerfum (3G, 4G, ...) í þónokkuð mörg ár í viðbót.

Fyrir frekari upplýsingar má benda á:

Mynd:

Höfundur

lektor í rafmagns- og töluverkfræði

Útgáfudagur

30.8.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Hrefna Marín Gunnarsdóttir. „Hvernig virka farsímar?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2012. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62865.

Hrefna Marín Gunnarsdóttir. (2012, 30. ágúst). Hvernig virka farsímar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62865

Hrefna Marín Gunnarsdóttir. „Hvernig virka farsímar?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2012. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62865>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig virka farsímar?
Farsímar eru í raun bara flókin útvarpstæki, nema hvað að þeir taka ekki bara á móti rafsegulbylgjum, eins og útvörp, heldur geta líka sent þær frá sér. Í dag eru allir farsímar stafrænir, það er þeir taka við og senda frá sér stafrænar upplýsingar, það er 0 eða 1 í löngum bunum, hvort sem það er stafrænt kóðað raddmerki eða vefsíður.

Hvað varðar virkni farsíma, þá eru þeir háðir símkerfinu sem þeir tengjast, sem virkar sem hálfgert 'flugumsjónarkerfi'. Farsímakerfið fylgist með hvar hver farsími innan kerfisins er staddur í heiminum, og úthlutar hverjum virkum notanda plássi í kerfinu þegar á þarf að halda.

Farsímakerfi samanstanda af mörgum pörtum. Notandinn sjálfur sér helst farsímann sjálfan, svo og einstaka farsímaloftnet sem hvert og eitt sér um ákveðið landsvæði. Við hvert loftnet er stjórnstöð sem stjórnar því loftneti, en sú stjórnstöð talar við yfirstjórnstöð sem sér um loftnetastjórnstöðvarnar og samhæfir þær þegar notendur flakka um. Þessi yfirstjórnstöð er síðan tengd við ýmiss konar gagnagrunna, sem til dæmis geyma upplýsingar um hvar símar eru staddir og alla notkun. Hún sér einnig um tengingar við almenna símkerfið.

Farsímakerfið fylgist með hvar hver farsími innan kerfisins er staddur í heiminum, og úthlutar hverjum virkum notanda plássi í kerfinu þegar á þarf að halda.

Það eru til nokkrar tegundir af farsímakerfum í heiminum í dag. Einn helsti munurinn á milli þeirra er hvernig þau skilja á milli notenda. Í dag eru helstu leiðirnar til að skilja á milli notenda að aðskilja þá 1) í tíma, 2) í tíðni, 3) í rými og 4) með sérstökum leynikóðum. Leynikóðar þessir hafa þann eiginleika að ef sendandi og móttakari þekkja kóðann, þá er hægt að einangra sendingu úr 'súpu' af öðrum sendingum á mjög auðveldan hátt.

Þannig er notendum í GSM-kerfum (2G) til dæmis úthlutað 'tímarauf' (e. time-slot) og ákveðnu tíðnibandi sem samskipti milli farsíma og farsímakerfis fara fram á. Í 3G-kerfum senda hins vegar allir virkir símar samtímis, oftast á sömu tíðni fyrir hvert farsímakerfisloftnet, en hver notandi fær úthlutuðum sérstökum leynikóða sem þýðir að hægt er að aðskilja notendur. Það skal tekið fram að farsímar og farsímakerfið eru sífellt að 'tala saman' þó svo að það sé ekki beint verið að nota símann. Það útskýrir að einhverju leyti af hverju símar verða rafmagnslausir þó þeir séu ekki í notkun.

Gagnahraði farsímakerfa er háður því hversu stórt tíðniband kerfið hefur úr að moða. Þannig eru GSM-símar tiltölulega bandmjóir, það er geta sent lítið af gögnum í einu, á meðan 3G-kerfi taka upp talsvert meira pláss í tíðni, og geta því sent gögn hraðar. Næstu skref í þróun farsímakerfa verða til dæmis að tvö- eða margfalda kerfin í símtækinu svo og í símkerfinu. Þannig mun hver farsími í raun vera tveir (eða fleiri) símar og þannig er hægt að fá meira gagnamagn á hverju augnabliki (gögnin leggjast saman) með núverandi tækni.

Því má hins vegar ekki gleyma að GSM-kerfið var á sínum tíma hannað fyrir raddsamskipti og sinnir því hlutverki svo vel að símafyrirtæki sjá fram á að halda úti GSM-kerfum samhliða stærri gagnakerfum (3G, 4G, ...) í þónokkuð mörg ár í viðbót.

Fyrir frekari upplýsingar má benda á:

Mynd: