Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?

Albína Hulda Pálsdóttir

Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkynna fundinn til Fornleifaverndar ríkisins því þá telst beinið til fornleifa.

En hvernig veistu hvort beinið sem þú fannst er af manni eða dýri? Það er ekki hægt að greina á milli beina manna og dýra á neinn einn einfaldan hátt enda eigum við öll sameiginlega forfeður og bein flestra spendýra eru lík í laginu eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Það er auðvelt að ruglast á mannabeinum og dýrabeinum, steinum, plasti og ýmsum öðrum efnum. Ef bein hafa brunnið eða eru illa varðveitt er oft ómögulegt að þekkja mannabein frá dýrabeinum nema skoða þau í smásjá.

Á vinstri myndinni má sjá lærlegg úr dýrum. Talið frá vinstri: æðarfugl, viku gamalt lamb, hundur, folald, ungur grís, hestur og naut. Á hægri myndinni má sjá lærlegg manns.

Þegar maður finnur bein er réttast að byrja að velta því fyrir sér hvað það er stórt og út frá því hvaða dýr eru til á Íslandi í þeirri stærð. Ef það er mjög lítið er líklegast að það sé úr fugli, ketti, hundi eða ungu dýri, svo sem lambi eða kálfi. Meðalstór bein eru hugsanlega úr stórum hundum, kindum, svínum, selum eða mönnum. Mjög stór bein geta verið úr hestum, nautgripum, hvölum eða mönnum.

Næsta skref er að skoða endana á beininu. Lítur beinið út fyrir að vera fullvaxið ‒ eru endarnir á því sléttir eða hrjúfir? Ef endarnir eru hrjúfir og líta út fyrir að vera ekki fullmótaðir er sennilega um að ræða ungt dýr. Þegar dýr og menn eru enn að stækka eru beinin ekki gróin saman og köstin, það er endarnir á beininu, eru bara tengd beinskaftinu með brjóski en smám saman breytist brjóskið í bein og beinið lengist. Þegar beinið hefur náð fullri stærð gróa köstin við beinskaftið og bein sem áður var kannski í þremur hlutum verður að einu heilu beini. Þegar bein liggja á víðavangi eyðist brjóskið hraðar en beinið sjálft og þá losna köstin frá beinskaftinu.

Á vinstri myndinni má sjá upphandleggsbein úr fuglum, lengst til vinstri úr æðarfugli, svo grágæs og loks svani, en annar endinn á því hefur verið nagaður af hundi. Á hægri myndinni má svo sjá upphandleggsbein úr manni. Skalinn, sem er 10 cm, á einungis við um vinstri myndina.

Algengt er að ruglast á beinum mjög ungra barna og dýrabeinum enda eru þau afar lítil. Þá er höfuðkúpan ekki gróin saman og beinin ekki fullmótuð. Sum bein úr beinagrind þriggja ára barns geta verið á stærð við bein úr meðalstórum hundi. Ef þú ert komin með hugmynd um úr hvaða dýri beinið gæti verið út frá stærð og hvort það er fullvaxið er hægt að leita af myndum af beinum á Internetinu og bera beinið saman við þær.

Í flestum tilfellum er auðvelt að þekkja höfuðkúpur manna frá höfuðkúpum dýra en höfuðkúpur úr mönnum eru næstum kringlóttar að aftan og flatar að framan. Kjálkar úr mönnum eru U-laga en kjálkar flestra dýra eru V-laga og detta auðveldlega í sundur í miðjunni í tvo jafnstóra hluta. Veggir langbeina eins og lærleggs eru líka almennt þynnri í mönnum en dýrum.

Til vinstri má sá jaxl úr svíni, skalinn þar er 3 cm. Til hægri má sjá tennur úr manni.

Oftast er frekar einfalt að greina hvort tennur eru úr mönnum eða ekki. Jaxlar svína eru þó afar líkir jöxlum manna eins og sést á myndinni hér að ofan enda eru bæði menn og svín alætur. Ef maður er í vafa er auðvelt að bera tönnina sem maður fann saman við tennurnar í sjálfum sér og sjá hvort þær eru eins eða ekki.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Albína Hulda Pálsdóttir

dýrabeinafornleifafræðingur

Útgáfudagur

16.7.2012

Spyrjandi

Örvar Þór Arason

Tilvísun

Albína Hulda Pálsdóttir. „Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62914.

Albína Hulda Pálsdóttir. (2012, 16. júlí). Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62914

Albína Hulda Pálsdóttir. „Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62914>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?
Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkynna fundinn til Fornleifaverndar ríkisins því þá telst beinið til fornleifa.

En hvernig veistu hvort beinið sem þú fannst er af manni eða dýri? Það er ekki hægt að greina á milli beina manna og dýra á neinn einn einfaldan hátt enda eigum við öll sameiginlega forfeður og bein flestra spendýra eru lík í laginu eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Það er auðvelt að ruglast á mannabeinum og dýrabeinum, steinum, plasti og ýmsum öðrum efnum. Ef bein hafa brunnið eða eru illa varðveitt er oft ómögulegt að þekkja mannabein frá dýrabeinum nema skoða þau í smásjá.

Á vinstri myndinni má sjá lærlegg úr dýrum. Talið frá vinstri: æðarfugl, viku gamalt lamb, hundur, folald, ungur grís, hestur og naut. Á hægri myndinni má sjá lærlegg manns.

Þegar maður finnur bein er réttast að byrja að velta því fyrir sér hvað það er stórt og út frá því hvaða dýr eru til á Íslandi í þeirri stærð. Ef það er mjög lítið er líklegast að það sé úr fugli, ketti, hundi eða ungu dýri, svo sem lambi eða kálfi. Meðalstór bein eru hugsanlega úr stórum hundum, kindum, svínum, selum eða mönnum. Mjög stór bein geta verið úr hestum, nautgripum, hvölum eða mönnum.

Næsta skref er að skoða endana á beininu. Lítur beinið út fyrir að vera fullvaxið ‒ eru endarnir á því sléttir eða hrjúfir? Ef endarnir eru hrjúfir og líta út fyrir að vera ekki fullmótaðir er sennilega um að ræða ungt dýr. Þegar dýr og menn eru enn að stækka eru beinin ekki gróin saman og köstin, það er endarnir á beininu, eru bara tengd beinskaftinu með brjóski en smám saman breytist brjóskið í bein og beinið lengist. Þegar beinið hefur náð fullri stærð gróa köstin við beinskaftið og bein sem áður var kannski í þremur hlutum verður að einu heilu beini. Þegar bein liggja á víðavangi eyðist brjóskið hraðar en beinið sjálft og þá losna köstin frá beinskaftinu.

Á vinstri myndinni má sjá upphandleggsbein úr fuglum, lengst til vinstri úr æðarfugli, svo grágæs og loks svani, en annar endinn á því hefur verið nagaður af hundi. Á hægri myndinni má svo sjá upphandleggsbein úr manni. Skalinn, sem er 10 cm, á einungis við um vinstri myndina.

Algengt er að ruglast á beinum mjög ungra barna og dýrabeinum enda eru þau afar lítil. Þá er höfuðkúpan ekki gróin saman og beinin ekki fullmótuð. Sum bein úr beinagrind þriggja ára barns geta verið á stærð við bein úr meðalstórum hundi. Ef þú ert komin með hugmynd um úr hvaða dýri beinið gæti verið út frá stærð og hvort það er fullvaxið er hægt að leita af myndum af beinum á Internetinu og bera beinið saman við þær.

Í flestum tilfellum er auðvelt að þekkja höfuðkúpur manna frá höfuðkúpum dýra en höfuðkúpur úr mönnum eru næstum kringlóttar að aftan og flatar að framan. Kjálkar úr mönnum eru U-laga en kjálkar flestra dýra eru V-laga og detta auðveldlega í sundur í miðjunni í tvo jafnstóra hluta. Veggir langbeina eins og lærleggs eru líka almennt þynnri í mönnum en dýrum.

Til vinstri má sá jaxl úr svíni, skalinn þar er 3 cm. Til hægri má sjá tennur úr manni.

Oftast er frekar einfalt að greina hvort tennur eru úr mönnum eða ekki. Jaxlar svína eru þó afar líkir jöxlum manna eins og sést á myndinni hér að ofan enda eru bæði menn og svín alætur. Ef maður er í vafa er auðvelt að bera tönnina sem maður fann saman við tennurnar í sjálfum sér og sjá hvort þær eru eins eða ekki.

Heimildir:

Myndir:...