Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum?

ÍDÞ

Setningarathöfn Ólympíuleika er mikið sjónarspil. Hluti af athöfninni felst í að þátttakendur ganga fylktu liði inn á leikvanginn undir fána sinnar þjóðar. Hver þjóð velur fánabera sem gengur fremstur í flokki. Grikkir ganga fyrstir inn á leikvanginn, sem forfeður nútímaólympíuleikana, en þar á eftir ganga aðrar þátttökuþjóðir í stafrófsröð að undanskildum gestgjöfunum sem ganga síðastir inn. Þjóðunum er raðað í stafrófsröð á tungumáli þess lands sem heldur leikana hverju sinni.

Þessa hefð má rekja aftur til leika sem fóru fram í Grikklandi árið 1906 og voru á þeim tíma taldir til Ólympíuleika. Þá voru 10 ár liðin frá fyrstu nútímaólympíuleikunum sem voru haldnir þar í landi. Formlega má því rekja upphafið til Ólympíuleikanna í London árið 1908.

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, var fánaberi Íslands á Ólympíuleikunum árið 2012 sem fóru fram í London.

Íslendingar hafa átt þátttakendur á 21 Ólympíuleikum. Fyrsti íslenski keppandinn, Jóhannes Jósefsson, keppti í grísk-rómverskri glímu á leikunum í London árið 1908. Ísland átti einnig fulltrúa á leikunum árið 1912 en engir leikar voru haldnir árið 1916 vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1936 sem Íslendingar tóku aftur þátt en hafa verið með allar götur síðan. Þess ber þó að geta að engir leikar fóru fram árin 1940 og 1944 vegna síðari heimsstyrjaldarinnar.

Þar sem Ísland varð ekki fullvalda ríki fyrr en árið 1918, kepptu Íslendingar undir fána Dana á leikunum í London árið 1908 og Stokkhólmi árið 1912. Fyrsti fánaberi Íslands var Kristján Vattnes en hann keppti í spjótkasti á leikunum í Berlín sem fóru fram árið 1936.

Hér á eftir er listi yfir alla fánabera Íslands:

Ár: Staður: Fánaberi: Íþróttagrein fánabera:
2016 Ríó, Brasílía Þormóður Árni Jónsson Júdó
2012 London, Bretland Ásdís Hjálmsdóttir Frjálsar íþróttir
2008 Peking, Kína Örn Arnarson Sund
2004 Aþena, Grikkland Guðmundur Hrafnkelsson Handbolti
2000 Sydney, Ástralía Guðrún Arnardóttir Frjálsar íþróttir
1996 Atlanta, Bandaríkin Jón Arnar Magnússon Frjálsar íþróttir
1992 Barcelona, Spánn Bjarni Friðriksson Júdó
1988 Seúl, Suður-Kórea Bjarni Friðriksson Júdó
1984 Los Angeles, Bandaríkin Einar Vilhjálmsson Frjálsar íþróttir
1980 Moskva, Sovétríkin Birgir Borgþórsson Lyftingar
1976 Montréal, Kanada Óskar Jakobsson Frjálsar íþróttir
1972 München, Vestur-Þýskaland Geir Hallsteinsson Handbolti
1968 Mexíkó, Mexíkó Guðmundur Hermannsson Frjálsar íþróttir
1964 Tókýó, Japan Valbjörn Þorláksson Frjálsar íþróttir
1960 Róm, Ítalía Pétur Rögnvaldsson Frjálsar íþróttir
1956 Melbourne, Ástralía Vilhjálmur Einarsson Frjálsar íþróttir
1952 Helsinki, Finnland Friðrik Guðmundsson Frjálsar íþróttir
1948 London, Bretland Finnbjörn Þorvaldsson Frjálsar íþróttir
1936 Berlín, Þýskaland Kristján Vattnes Frjálsar íþróttir

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

15.8.2016

Spyrjandi

Jón Guðlaugur Guðbrandsson

Tilvísun

ÍDÞ. „Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2016. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62979.

ÍDÞ. (2016, 15. ágúst). Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62979

ÍDÞ. „Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2016. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62979>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum?
Setningarathöfn Ólympíuleika er mikið sjónarspil. Hluti af athöfninni felst í að þátttakendur ganga fylktu liði inn á leikvanginn undir fána sinnar þjóðar. Hver þjóð velur fánabera sem gengur fremstur í flokki. Grikkir ganga fyrstir inn á leikvanginn, sem forfeður nútímaólympíuleikana, en þar á eftir ganga aðrar þátttökuþjóðir í stafrófsröð að undanskildum gestgjöfunum sem ganga síðastir inn. Þjóðunum er raðað í stafrófsröð á tungumáli þess lands sem heldur leikana hverju sinni.

Þessa hefð má rekja aftur til leika sem fóru fram í Grikklandi árið 1906 og voru á þeim tíma taldir til Ólympíuleika. Þá voru 10 ár liðin frá fyrstu nútímaólympíuleikunum sem voru haldnir þar í landi. Formlega má því rekja upphafið til Ólympíuleikanna í London árið 1908.

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, var fánaberi Íslands á Ólympíuleikunum árið 2012 sem fóru fram í London.

Íslendingar hafa átt þátttakendur á 21 Ólympíuleikum. Fyrsti íslenski keppandinn, Jóhannes Jósefsson, keppti í grísk-rómverskri glímu á leikunum í London árið 1908. Ísland átti einnig fulltrúa á leikunum árið 1912 en engir leikar voru haldnir árið 1916 vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1936 sem Íslendingar tóku aftur þátt en hafa verið með allar götur síðan. Þess ber þó að geta að engir leikar fóru fram árin 1940 og 1944 vegna síðari heimsstyrjaldarinnar.

Þar sem Ísland varð ekki fullvalda ríki fyrr en árið 1918, kepptu Íslendingar undir fána Dana á leikunum í London árið 1908 og Stokkhólmi árið 1912. Fyrsti fánaberi Íslands var Kristján Vattnes en hann keppti í spjótkasti á leikunum í Berlín sem fóru fram árið 1936.

Hér á eftir er listi yfir alla fánabera Íslands:

Ár: Staður: Fánaberi: Íþróttagrein fánabera:
2016 Ríó, Brasílía Þormóður Árni Jónsson Júdó
2012 London, Bretland Ásdís Hjálmsdóttir Frjálsar íþróttir
2008 Peking, Kína Örn Arnarson Sund
2004 Aþena, Grikkland Guðmundur Hrafnkelsson Handbolti
2000 Sydney, Ástralía Guðrún Arnardóttir Frjálsar íþróttir
1996 Atlanta, Bandaríkin Jón Arnar Magnússon Frjálsar íþróttir
1992 Barcelona, Spánn Bjarni Friðriksson Júdó
1988 Seúl, Suður-Kórea Bjarni Friðriksson Júdó
1984 Los Angeles, Bandaríkin Einar Vilhjálmsson Frjálsar íþróttir
1980 Moskva, Sovétríkin Birgir Borgþórsson Lyftingar
1976 Montréal, Kanada Óskar Jakobsson Frjálsar íþróttir
1972 München, Vestur-Þýskaland Geir Hallsteinsson Handbolti
1968 Mexíkó, Mexíkó Guðmundur Hermannsson Frjálsar íþróttir
1964 Tókýó, Japan Valbjörn Þorláksson Frjálsar íþróttir
1960 Róm, Ítalía Pétur Rögnvaldsson Frjálsar íþróttir
1956 Melbourne, Ástralía Vilhjálmur Einarsson Frjálsar íþróttir
1952 Helsinki, Finnland Friðrik Guðmundsson Frjálsar íþróttir
1948 London, Bretland Finnbjörn Þorvaldsson Frjálsar íþróttir
1936 Berlín, Þýskaland Kristján Vattnes Frjálsar íþróttir

Heimildir:

Mynd:...