Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Við hvað starfa þroskasálfræðingar? Hvar er hægt að mennta sig og hvernig fær maður starfsréttindi?

Aldís Guðmundsdóttir

Þroskasálfræði er fjölbreytt grein og þroskasálfræðingar starfa því á margvíslegum sviðum. Sumir vinna alfarið að grunnrannsóknum á þeim breytingum sem verða á huga, heila og hátterni gegnum ævina. Aðrir vinna klínísk störf í þágu barna og ungmenna.

Þannig starfa þroskasálfræðingar á barnageðdeildum, eins og BUGL, eða reka sjálfir stofur þar sem þeir taka börn og forráðamenn þeirra í viðtöl og meðferð eftir þörfum. Sumir sjá einnig um greindarmælingar eða aðrar sálmælingar sem tengjast börnum. Enn aðrir starfa innan vébanda skóla eða annarra stofnana við ráðgjöf um velferð barna og ungmenna. Einnig koma þroskasálfræðingar að yfirheyrslum á börnum eins og í Barnahúsi eða annars staðar þar sem yfirheyra þarf börn vegna misnotkunar eða vanrækslu af einhverju tagi, og svona mætti áfram telja.



Þroskasálfræðingar að störfum.

Til að mennta sig í þroskasálfræði þarf fyrst að ljúka almennu grunnnámi í sálfræði, til dæmis BA-námi við Háskóla Íslands. Síðan þarf að fara í framhaldsnám sem er viðurkennt á sviði þroskasálfræði og er slíkt nám að finna víða um heim, til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum. Venjulega er þá fyrst lokið meistaragráðu í greininni og síðan er algengt að fólk ljúki doktorsgráðu, sem er þá rannsóknartengt nám. Alls er hér því um fimm til níu ára nám að ræða að loknu stúdentsprófi.

Til að fá starfsréttindi sem sálfræðingur á Íslandi þarf fólk að hafa lokið viðurkenndu framhaldsnámi í greininni. Í lögum um sálfræðinga (nr. 40) sem upphaflega voru sett árið 1976 hafa þeir einir rétt til að kalla sig sálfræðinga hér á landi sem til þess hafa fengið leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Aðrir mega ekki nota starfsheiti sem getur gefið í skyn að þeir hafi hlotið löggildingu sem sálfræðingar eins og segir í umræddum lögum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd

  • Þroskasálfræði: Hugur, heili og hátterni. Kennslubók í þroskasálfræði sem er í vinnslu og kemur út hjá Máli og menningu árið 2007. Höfundur er Aldís Unnur Guðmundsdóttir.
  • Myndin er fengin af síðunni Concentration in developmental psychology. NYU Psychology.

Höfundur

sálfræðikennari

Útgáfudagur

19.10.2006

Spyrjandi

Berglind Elíasdóttir

Tilvísun

Aldís Guðmundsdóttir. „Við hvað starfa þroskasálfræðingar? Hvar er hægt að mennta sig og hvernig fær maður starfsréttindi?“ Vísindavefurinn, 19. október 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6324.

Aldís Guðmundsdóttir. (2006, 19. október). Við hvað starfa þroskasálfræðingar? Hvar er hægt að mennta sig og hvernig fær maður starfsréttindi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6324

Aldís Guðmundsdóttir. „Við hvað starfa þroskasálfræðingar? Hvar er hægt að mennta sig og hvernig fær maður starfsréttindi?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6324>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Við hvað starfa þroskasálfræðingar? Hvar er hægt að mennta sig og hvernig fær maður starfsréttindi?
Þroskasálfræði er fjölbreytt grein og þroskasálfræðingar starfa því á margvíslegum sviðum. Sumir vinna alfarið að grunnrannsóknum á þeim breytingum sem verða á huga, heila og hátterni gegnum ævina. Aðrir vinna klínísk störf í þágu barna og ungmenna.

Þannig starfa þroskasálfræðingar á barnageðdeildum, eins og BUGL, eða reka sjálfir stofur þar sem þeir taka börn og forráðamenn þeirra í viðtöl og meðferð eftir þörfum. Sumir sjá einnig um greindarmælingar eða aðrar sálmælingar sem tengjast börnum. Enn aðrir starfa innan vébanda skóla eða annarra stofnana við ráðgjöf um velferð barna og ungmenna. Einnig koma þroskasálfræðingar að yfirheyrslum á börnum eins og í Barnahúsi eða annars staðar þar sem yfirheyra þarf börn vegna misnotkunar eða vanrækslu af einhverju tagi, og svona mætti áfram telja.



Þroskasálfræðingar að störfum.

Til að mennta sig í þroskasálfræði þarf fyrst að ljúka almennu grunnnámi í sálfræði, til dæmis BA-námi við Háskóla Íslands. Síðan þarf að fara í framhaldsnám sem er viðurkennt á sviði þroskasálfræði og er slíkt nám að finna víða um heim, til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum. Venjulega er þá fyrst lokið meistaragráðu í greininni og síðan er algengt að fólk ljúki doktorsgráðu, sem er þá rannsóknartengt nám. Alls er hér því um fimm til níu ára nám að ræða að loknu stúdentsprófi.

Til að fá starfsréttindi sem sálfræðingur á Íslandi þarf fólk að hafa lokið viðurkenndu framhaldsnámi í greininni. Í lögum um sálfræðinga (nr. 40) sem upphaflega voru sett árið 1976 hafa þeir einir rétt til að kalla sig sálfræðinga hér á landi sem til þess hafa fengið leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Aðrir mega ekki nota starfsheiti sem getur gefið í skyn að þeir hafi hlotið löggildingu sem sálfræðingar eins og segir í umræddum lögum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd

  • Þroskasálfræði: Hugur, heili og hátterni. Kennslubók í þroskasálfræði sem er í vinnslu og kemur út hjá Máli og menningu árið 2007. Höfundur er Aldís Unnur Guðmundsdóttir.
  • Myndin er fengin af síðunni Concentration in developmental psychology. NYU Psychology.
...