Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?

Ragna Björk Þorvaldsdóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Má segja að núverandi viðhorf í Króatíu til hernaðar og þjóðernishreinsana falli vel að sögu og menningu Evrópu á 20. öld og að Króatar séu því heppileg viðbót í Evrópusambandið?

Saga Evrópu á 20. öld er mörkuð djúpum sporum sundrungar, átaka og blóðsúthellinga og þar eru þjóðirnar á Balkanskaga engin undantekning. Tvær mannskæðar heimsstyrjaldir á evrópskri grund bera þessum djúpstæðu erjum vitni. Fljótlega eftir lok síðari heimsstyrjaldar ákváðu leiðtogar helstu stríðandi ríkja, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu, að láta á það reyna hvort tryggja mætti varanlegan frið í álfunni með öðrum leiðum og leiddi það til stofnunar Kola- og stálbandalagsins, undanfara Evrópusambandsins, árið 1952. Það má því vel halda því fram að upphaflegur tilgangur með stofnun ESB hafi verið sá að halda friðinn í álfu sem hafði borist á banaspjótum í aldaraðir.

Evrópusambandið setur tilvonandi aðildarlöndum afar skýr inngönguskilyrði, svokölluð Kaupmannahafnarviðmið, og lætur þar eitt yfir alla ganga. Uppfylli ríki sem hyggur á inngöngu ekki skilyrðin þarf það að efla og styrkja alla þá innviði sem einkenna heilbrigð lýðræðisríki því að öðrum kosti fær aðildarumsóknin ekki brautargengi. Króatía var þar engin undantekning; þeim var gert að aðlaga bæði markað, stjórnsýslu og stofnanabyggingu að skilyrðum sambandsins og sinna þeim umbótum sem þörf var á áður en til aðildar kom árið 2013. Króatar hafa jafnframt, að kröfu ESB, styrkt dómskerfið sitt til muna og það nýtur nú trausts alþjóðasamfélagsins til þess meðal annars að sækja til saka þá einstaklinga sem kunna að hafa gerst sekir um stríðsglæpi.

Frá hátíðarhöldum í Zagreb í tilefni aðildar Króatíu að Evrópusambandinu 1. júlí 2013.

Saga og menning Króatíu er samtvinnuð evrópskri sögu enda líta flestir ef ekki allir Króatar á sig sem hluta af Evrópu. Yfirgnæfandi hluti landsmanna, yfir 90%, eru kristnir og allt frá þeim tímum þegar Ottómanar herjuðu á Evrópu hafa Króatar ríka tilhneigingu til að líta á þjóð sína sem útvörð og skjöld kristninnar til suðurs og austurs. Tengsl þjóðarinnar við Vatíkanið eru mjög sterk enda langstærstur hluti íbúanna kaþólskrar trúar, öndvert við Serba sem flestir tilheyra Rétttrúnaðarkirkjunni og Bosníumenn sem að stærstum hluta eru múslímar. Menningarleg tengsl við Evrópu eru sömuleiðis mjög sterk enda er saga Króatíu samofin sögu bæði Ungverjalands og Austurríkis frá örófi alda.

Lengi hefur mátt skynja ákveðna ógn eða hættu sem almenningur í Króatíu upplifir, – og þá helst af hendi Serba sem mörgum stendur nokkur stuggur af. Að öllum líkindum fara þar leifar stríðsátakanna og aldalangra stirðra samskipta þjóðanna. Ekki er ástæða til að gera króatískum almenningi upp dálæti á þjóðernishreinsunum, eins og nánar má lesa um í svari sama höfundar við spurningunni Eru Króatar fylgjandi þjóðernishreinsunum undir vissum kringumstæðum?

Fátt bendir til þess að Króatía dagsins í dag sé ekki 'heppileg' viðbót við Evrópusambandið. Stríðsglæparéttarhöldin í Nürnberg, 1945-1946, tóku af öll tvímæli um andstyggð umheimsins á þjóðernishreinsunum og tilraunum til þjóðarmorðs sem hafðar voru í frammi af hálfu Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Þrátt fyrir það mundu fáir halda því fram að Þýskaland eigi ekki réttmætt tilkall til þátttöku í samstarfi Evrópuríkja. Sé einn aðaltilgangur Evrópusambandsins enn þá sá að tryggja frið í álfunni ætti aðild Króatíu einmitt að leggja lóð á þær vogarskálar og auka tiltrú á að friður haldist á Balkanskaganum; ekki síst ef og þá þegar Serbía slæst í hóp aðildarríkja sambandsins.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Ragna Björk Þorvaldsdóttir

MA í alþjóðasamskiptum

Útgáfudagur

26.2.2015

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ragna Björk Þorvaldsdóttir. „Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2015. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63738.

Ragna Björk Þorvaldsdóttir. (2015, 26. febrúar). Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63738

Ragna Björk Þorvaldsdóttir. „Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2015. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63738>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Má segja að núverandi viðhorf í Króatíu til hernaðar og þjóðernishreinsana falli vel að sögu og menningu Evrópu á 20. öld og að Króatar séu því heppileg viðbót í Evrópusambandið?

Saga Evrópu á 20. öld er mörkuð djúpum sporum sundrungar, átaka og blóðsúthellinga og þar eru þjóðirnar á Balkanskaga engin undantekning. Tvær mannskæðar heimsstyrjaldir á evrópskri grund bera þessum djúpstæðu erjum vitni. Fljótlega eftir lok síðari heimsstyrjaldar ákváðu leiðtogar helstu stríðandi ríkja, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu, að láta á það reyna hvort tryggja mætti varanlegan frið í álfunni með öðrum leiðum og leiddi það til stofnunar Kola- og stálbandalagsins, undanfara Evrópusambandsins, árið 1952. Það má því vel halda því fram að upphaflegur tilgangur með stofnun ESB hafi verið sá að halda friðinn í álfu sem hafði borist á banaspjótum í aldaraðir.

Evrópusambandið setur tilvonandi aðildarlöndum afar skýr inngönguskilyrði, svokölluð Kaupmannahafnarviðmið, og lætur þar eitt yfir alla ganga. Uppfylli ríki sem hyggur á inngöngu ekki skilyrðin þarf það að efla og styrkja alla þá innviði sem einkenna heilbrigð lýðræðisríki því að öðrum kosti fær aðildarumsóknin ekki brautargengi. Króatía var þar engin undantekning; þeim var gert að aðlaga bæði markað, stjórnsýslu og stofnanabyggingu að skilyrðum sambandsins og sinna þeim umbótum sem þörf var á áður en til aðildar kom árið 2013. Króatar hafa jafnframt, að kröfu ESB, styrkt dómskerfið sitt til muna og það nýtur nú trausts alþjóðasamfélagsins til þess meðal annars að sækja til saka þá einstaklinga sem kunna að hafa gerst sekir um stríðsglæpi.

Frá hátíðarhöldum í Zagreb í tilefni aðildar Króatíu að Evrópusambandinu 1. júlí 2013.

Saga og menning Króatíu er samtvinnuð evrópskri sögu enda líta flestir ef ekki allir Króatar á sig sem hluta af Evrópu. Yfirgnæfandi hluti landsmanna, yfir 90%, eru kristnir og allt frá þeim tímum þegar Ottómanar herjuðu á Evrópu hafa Króatar ríka tilhneigingu til að líta á þjóð sína sem útvörð og skjöld kristninnar til suðurs og austurs. Tengsl þjóðarinnar við Vatíkanið eru mjög sterk enda langstærstur hluti íbúanna kaþólskrar trúar, öndvert við Serba sem flestir tilheyra Rétttrúnaðarkirkjunni og Bosníumenn sem að stærstum hluta eru múslímar. Menningarleg tengsl við Evrópu eru sömuleiðis mjög sterk enda er saga Króatíu samofin sögu bæði Ungverjalands og Austurríkis frá örófi alda.

Lengi hefur mátt skynja ákveðna ógn eða hættu sem almenningur í Króatíu upplifir, – og þá helst af hendi Serba sem mörgum stendur nokkur stuggur af. Að öllum líkindum fara þar leifar stríðsátakanna og aldalangra stirðra samskipta þjóðanna. Ekki er ástæða til að gera króatískum almenningi upp dálæti á þjóðernishreinsunum, eins og nánar má lesa um í svari sama höfundar við spurningunni Eru Króatar fylgjandi þjóðernishreinsunum undir vissum kringumstæðum?

Fátt bendir til þess að Króatía dagsins í dag sé ekki 'heppileg' viðbót við Evrópusambandið. Stríðsglæparéttarhöldin í Nürnberg, 1945-1946, tóku af öll tvímæli um andstyggð umheimsins á þjóðernishreinsunum og tilraunum til þjóðarmorðs sem hafðar voru í frammi af hálfu Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Þrátt fyrir það mundu fáir halda því fram að Þýskaland eigi ekki réttmætt tilkall til þátttöku í samstarfi Evrópuríkja. Sé einn aðaltilgangur Evrópusambandsins enn þá sá að tryggja frið í álfunni ætti aðild Króatíu einmitt að leggja lóð á þær vogarskálar og auka tiltrú á að friður haldist á Balkanskaganum; ekki síst ef og þá þegar Serbía slæst í hóp aðildarríkja sambandsins.

Heimildir og mynd:

...