Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?

Óskar Rudolf Kettler

Þessi spurning hefur oft borist Vísindavefnum:

Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru þvegnir með sápu eða settir í uppþvottavélar? (Fannar Andrason)

Verða góðir hnífar bitlausir og lélegir á því að fara í uppþvottavél og ef svo er hvað veldur því að uppvask fer ekki jafn illa með þá? (Dagur Fannar Magnússon)

Ég hef heyrt reynslumiklar konur segja að ekki skuli setja beitta matreiðsluhnífa í uppþvottavélina. Hvað er það sem uppþvottavélin gerir öðruvísi en uppþvottaburstinn og sápan? (Tinna Björk Aradóttir)

Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru settir í uppþvottavél? Á þessu eru oft skiptar skoðanir í atvinnueldhúsum. (Guðbjartur Einar Sveinbjörnsson)

Hnífar verða bitlausir í uppþvottavél einfaldlega vegna þess að þar er hætt við að þeir skrölti um og sláist utan í leirtau og önnur stáláhöld í hnífaparabakkanum. Ef þeir eru settir í diskarekka og hnífseggin látin snúa upp og þess vandlega gætt að ekkert geti slegist utan í þá, þá verða þeir ekki bitlausir í uppþvottavél. Hitt er svo annað mál að það er afar auðvelt að þrífa hnífa í vaskinum og strjúka svo af þeim. Þá er líka engin hætta á því að þeir fari illa í uppþvottavél. Þess vegna er eindregið mælt með þeirri aðferð við góða hnífa.

Hnífar verða bitlausir í uppþvottavél einfaldlega vegna þess að þar er hætt við að þeir skrölti um og sláist utan í leirtau og önnur stáláhöld í hnífaparabakkanum.

Ein tegund hnífa ætti þó aldrei að setja í uppþvottavél, en það eru japanskir hnífar með með háu kolefnisinnihaldi. Hnífar þar sem kolefnisinnihaldið er 3% eru ekki ryðfríir. Ef þeir eru þvegnir í uppþvottavél haldast þeir blautir það lengi að þeir byrja að ryðga. Hnífar af þessu tagi eru hins vegar sjaldnast notaðar í venjulegum eldhúsum. Þessir hnífar mega ekki vera blautir lengur en um fimm mínútur. Japanskir gæðahnífar af þessu tagi eru leiðinda prímadonnur en kosturinn við þá er að þeir taka og halda egg betur en nokkrir aðrir hnífar.

Sápa hefur engin áhrif á hnífa umfram þau að hún gerir þá hreina. Yfirborðsvirk sápuefni hafa alls engin efnafræðileg eða eðlisfræðileg áhrif á stál.

Full ástæða er hins vegar til þess að menn fari varlega þegar hnífar eru þvegnir, sérstaklega ef þeir eru beittir. Ekki á að skera mikið í svampinn eða uppþvottaburstann, ekki vegna þess að það hafi áhrif á hnífinn, heldur frekar vegna að beittur hnífur getur skorið hárin af burstanum og svampinn í sundur. Ef menn halda á svampinum í lófanum getur hnífurinn skorið mann illa. Sama er að segja um viskustykki, þau fara í tætlur ef að maður sker í þau með beittum hníf.

Mælt er með því að þvo góða hnífa í vaskinum og strjúka svo af þeim. Yfirborðsvirk sápuefni hafa alls engin efnafræðileg eða eðlisfræðileg áhrif á stálið í hnífum.

Allir hnífar missa eggina við notkun, það er ekki hægt að komast hjá því. Það sem þarf að hafa í huga er að leggja ekki of mikið álag á eggina, ekki skera á gleri, stáli, graníti eða steypu. Nota á gott bretti sem hnífurinn skautar yfir án þess að grípa mikið í. Ekki á að dangla hnífunum í annan málm eða þau efni sem nefnd eru hér fyrir ofan og hnífar eiga ekki að vera geymdir óvarðir í hnífaparaskúffunni.

Mynd:

Sveinbjörn Höskuldsson kom með þessa ábendingu eftir birtingu svarsins:
Varðandi bitlausa hnífa og uppþvottavélar mætti bæta við svarið að erlendis er oft mjög hátt kalk innihald í vatninu sem sest á eggina og étur niður bitið. Þetta er því erlent vandamál sem er orðið að almannaróm á Íslandi.

Um þetta er það að segja að kalkútfellingar ná eingöngu að safnast fyrir á hníf eftir endurteknar skolanir þar sem hnífurinn er ekkert notaður á milli. Þegar hnífurinn er notaður eftir þvott nuddast útfellingin í burtu. Kalkútfellingar geta haft einhver áhrif á bit hnífa en þau áhrif eru hverfandi miðað við venjulega notkun á hnífunum.

Höfundur

Óskar Rudolf Kettler

lífefnafræðingur

Útgáfudagur

13.4.2016

Spyrjandi

Dagur Fannar Magnússon, Fannar Andrason, Tinna Björk Aradóttir, Guðbjartur Einar Sveinbjörnsson, Sölvi Freyr Sölvason

Tilvísun

Óskar Rudolf Kettler. „Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2016. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63751.

Óskar Rudolf Kettler. (2016, 13. apríl). Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63751

Óskar Rudolf Kettler. „Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2016. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63751>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa?
Þessi spurning hefur oft borist Vísindavefnum:

Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru þvegnir með sápu eða settir í uppþvottavélar? (Fannar Andrason)

Verða góðir hnífar bitlausir og lélegir á því að fara í uppþvottavél og ef svo er hvað veldur því að uppvask fer ekki jafn illa með þá? (Dagur Fannar Magnússon)

Ég hef heyrt reynslumiklar konur segja að ekki skuli setja beitta matreiðsluhnífa í uppþvottavélina. Hvað er það sem uppþvottavélin gerir öðruvísi en uppþvottaburstinn og sápan? (Tinna Björk Aradóttir)

Af hverju verða hnífar bitlausir ef þeir eru settir í uppþvottavél? Á þessu eru oft skiptar skoðanir í atvinnueldhúsum. (Guðbjartur Einar Sveinbjörnsson)

Hnífar verða bitlausir í uppþvottavél einfaldlega vegna þess að þar er hætt við að þeir skrölti um og sláist utan í leirtau og önnur stáláhöld í hnífaparabakkanum. Ef þeir eru settir í diskarekka og hnífseggin látin snúa upp og þess vandlega gætt að ekkert geti slegist utan í þá, þá verða þeir ekki bitlausir í uppþvottavél. Hitt er svo annað mál að það er afar auðvelt að þrífa hnífa í vaskinum og strjúka svo af þeim. Þá er líka engin hætta á því að þeir fari illa í uppþvottavél. Þess vegna er eindregið mælt með þeirri aðferð við góða hnífa.

Hnífar verða bitlausir í uppþvottavél einfaldlega vegna þess að þar er hætt við að þeir skrölti um og sláist utan í leirtau og önnur stáláhöld í hnífaparabakkanum.

Ein tegund hnífa ætti þó aldrei að setja í uppþvottavél, en það eru japanskir hnífar með með háu kolefnisinnihaldi. Hnífar þar sem kolefnisinnihaldið er 3% eru ekki ryðfríir. Ef þeir eru þvegnir í uppþvottavél haldast þeir blautir það lengi að þeir byrja að ryðga. Hnífar af þessu tagi eru hins vegar sjaldnast notaðar í venjulegum eldhúsum. Þessir hnífar mega ekki vera blautir lengur en um fimm mínútur. Japanskir gæðahnífar af þessu tagi eru leiðinda prímadonnur en kosturinn við þá er að þeir taka og halda egg betur en nokkrir aðrir hnífar.

Sápa hefur engin áhrif á hnífa umfram þau að hún gerir þá hreina. Yfirborðsvirk sápuefni hafa alls engin efnafræðileg eða eðlisfræðileg áhrif á stál.

Full ástæða er hins vegar til þess að menn fari varlega þegar hnífar eru þvegnir, sérstaklega ef þeir eru beittir. Ekki á að skera mikið í svampinn eða uppþvottaburstann, ekki vegna þess að það hafi áhrif á hnífinn, heldur frekar vegna að beittur hnífur getur skorið hárin af burstanum og svampinn í sundur. Ef menn halda á svampinum í lófanum getur hnífurinn skorið mann illa. Sama er að segja um viskustykki, þau fara í tætlur ef að maður sker í þau með beittum hníf.

Mælt er með því að þvo góða hnífa í vaskinum og strjúka svo af þeim. Yfirborðsvirk sápuefni hafa alls engin efnafræðileg eða eðlisfræðileg áhrif á stálið í hnífum.

Allir hnífar missa eggina við notkun, það er ekki hægt að komast hjá því. Það sem þarf að hafa í huga er að leggja ekki of mikið álag á eggina, ekki skera á gleri, stáli, graníti eða steypu. Nota á gott bretti sem hnífurinn skautar yfir án þess að grípa mikið í. Ekki á að dangla hnífunum í annan málm eða þau efni sem nefnd eru hér fyrir ofan og hnífar eiga ekki að vera geymdir óvarðir í hnífaparaskúffunni.

Mynd:

Sveinbjörn Höskuldsson kom með þessa ábendingu eftir birtingu svarsins:
Varðandi bitlausa hnífa og uppþvottavélar mætti bæta við svarið að erlendis er oft mjög hátt kalk innihald í vatninu sem sest á eggina og étur niður bitið. Þetta er því erlent vandamál sem er orðið að almannaróm á Íslandi.

Um þetta er það að segja að kalkútfellingar ná eingöngu að safnast fyrir á hníf eftir endurteknar skolanir þar sem hnífurinn er ekkert notaður á milli. Þegar hnífurinn er notaður eftir þvott nuddast útfellingin í burtu. Kalkútfellingar geta haft einhver áhrif á bit hnífa en þau áhrif eru hverfandi miðað við venjulega notkun á hnífunum.

...