Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Er meðalgreind mannkynsins að hækka eða lækka?

JGÞ

Svo virðist sem meðalgreind mannkyns, eins og hægt er að mæla hana í greindarprófum, sé að aukast. Frammistaða fólks í greindarprófum hefur batnað alls staðar í heiminum með hverri kynslóð. Meðalgreindarvísitala hækkar að jafnaði um þrjú stig á hverjum áratug. Það var nýsjálenski stjórnmálafræðingurinn James R. Flynn (f. 1934) sem uppgötvaði þetta fyrstur manna og aukningin er þess vegna nefnd Flynn-hrif.

Ýmsir þættir gætu skýrt þessa hækkun, til að mynda:
  • þróun manna í átt að meiri greind
  • hærra menntunarstig almennings
  • uppeldi sem örvar börn og nærir betur andlegan þroska þeirra
  • flóknara samfélag sem ýtir undir eðlisgreind
  • næringarríkara mataræði sem tryggir eðlilegan vitsmunaþroska
Ýtarlega er fjallað um þetta efni í fróðlegu svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvers vegna verður mannfólkið sífellt gáfaðra? en þetta svar byggir einmitt á því. Við bendum lesendum á að lesa það svar.

Meðalgreind mannkyns, eins og hægt er að mæla hana í greindarprófum, virðist vera að aukast. Á myndinni sjást skólabörn í Afríku.

Sumir fræðimenn draga Flynn-hrifin í efa og telja þau eingöngu vera aukaáhrif þess að fólk sé mun vanara nú en áður að taka próf af ýmsu tagi. Það sem mælir hins vegar gegn þessu er að Flynn-hrifin eru sterkust í þeim greindarprófum sem reyna minnst á fyrri reynslu.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.2.2013

Spyrjandi

Baldvin Hauksson

Tilvísun

JGÞ. „Er meðalgreind mannkynsins að hækka eða lækka?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2013. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64209.

JGÞ. (2013, 4. febrúar). Er meðalgreind mannkynsins að hækka eða lækka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64209

JGÞ. „Er meðalgreind mannkynsins að hækka eða lækka?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2013. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64209>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er meðalgreind mannkynsins að hækka eða lækka?
Svo virðist sem meðalgreind mannkyns, eins og hægt er að mæla hana í greindarprófum, sé að aukast. Frammistaða fólks í greindarprófum hefur batnað alls staðar í heiminum með hverri kynslóð. Meðalgreindarvísitala hækkar að jafnaði um þrjú stig á hverjum áratug. Það var nýsjálenski stjórnmálafræðingurinn James R. Flynn (f. 1934) sem uppgötvaði þetta fyrstur manna og aukningin er þess vegna nefnd Flynn-hrif.

Ýmsir þættir gætu skýrt þessa hækkun, til að mynda:
  • þróun manna í átt að meiri greind
  • hærra menntunarstig almennings
  • uppeldi sem örvar börn og nærir betur andlegan þroska þeirra
  • flóknara samfélag sem ýtir undir eðlisgreind
  • næringarríkara mataræði sem tryggir eðlilegan vitsmunaþroska
Ýtarlega er fjallað um þetta efni í fróðlegu svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvers vegna verður mannfólkið sífellt gáfaðra? en þetta svar byggir einmitt á því. Við bendum lesendum á að lesa það svar.

Meðalgreind mannkyns, eins og hægt er að mæla hana í greindarprófum, virðist vera að aukast. Á myndinni sjást skólabörn í Afríku.

Sumir fræðimenn draga Flynn-hrifin í efa og telja þau eingöngu vera aukaáhrif þess að fólk sé mun vanara nú en áður að taka próf af ýmsu tagi. Það sem mælir hins vegar gegn þessu er að Flynn-hrifin eru sterkust í þeim greindarprófum sem reyna minnst á fyrri reynslu.

Mynd:

...