Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efniseindir eru þar þó afar fáar og þegar við tölum um hita í geimnum er yfirleitt ekki verið að vísa í hreyfingu þeirra.

Svonefndir svarthlutir (e. black bodies) senda frá sér rafsegulgeislun og tíðniróf geislunarinnar (dreifing hennar eftir tíðni) fer eftir hita hlutarins eins og við getum séð þegar litur hlutar breytist við hitun. Orka ljóseindanna í geisluninni er í beinu hlutfalli við tíðnina og því er tíðnirófið náskylt orkurófinu. Þetta róf rafsegulgeislunar er til vitnis um hitastig svarthlutarins sem hefði getað sent það frá sér.

Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því.

Úti í geimnum, milli stjarna og vetrarbrauta, hafa menn fundið geislun sem er alls staðar eins og nefnist örbylgjukliður af því að geislunin er nær öll á tíðnisviði örbylgna. Orkudreifingin í henni samsvarar 2,7 kelvín (K) í hita svarthlutar. Geislunin varð til í Miklahvelli (e. Big Bang) en hefur verið að „kólna“ allar götur síðan vegna útþenslu alheimsins.

Lægsta hugsanlega hitastig nefnist alkul, það er 0 kelvín. Ekki er hægt að ná því í tilraunum en hægt er að nálgast það betur og betur.

Mynd:

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.3.2013

Spyrjandi

Nemendur í 5. U í MR

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64461.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2013, 15. mars). Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64461

Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64461>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?
Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efniseindir eru þar þó afar fáar og þegar við tölum um hita í geimnum er yfirleitt ekki verið að vísa í hreyfingu þeirra.

Svonefndir svarthlutir (e. black bodies) senda frá sér rafsegulgeislun og tíðniróf geislunarinnar (dreifing hennar eftir tíðni) fer eftir hita hlutarins eins og við getum séð þegar litur hlutar breytist við hitun. Orka ljóseindanna í geisluninni er í beinu hlutfalli við tíðnina og því er tíðnirófið náskylt orkurófinu. Þetta róf rafsegulgeislunar er til vitnis um hitastig svarthlutarins sem hefði getað sent það frá sér.

Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því.

Úti í geimnum, milli stjarna og vetrarbrauta, hafa menn fundið geislun sem er alls staðar eins og nefnist örbylgjukliður af því að geislunin er nær öll á tíðnisviði örbylgna. Orkudreifingin í henni samsvarar 2,7 kelvín (K) í hita svarthlutar. Geislunin varð til í Miklahvelli (e. Big Bang) en hefur verið að „kólna“ allar götur síðan vegna útþenslu alheimsins.

Lægsta hugsanlega hitastig nefnist alkul, það er 0 kelvín. Ekki er hægt að ná því í tilraunum en hægt er að nálgast það betur og betur.

Mynd:...