Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Eru til einhverjar plöntur á Íslandi sem éta kjöt?

Jón Már Halldórsson

Plöntur sem 'éta kjöt' stunda svokallað ránlífi, það er veiða sér dýr til matar. Með því fá þær mest af næringarefnum úr vefjum dýra. Það eru aðallega skordýr eða aðrar tegundir liðfætla (Arthropoda) sem finnast á matseðli slíkra plantna.

Þessar plöntur mætti nefna ránplöntur. Þær hafa aðlagast aðstæðum í næringarsnauðum jarðvegi, svo sem í jarðvegi sem er fátækur af niturefnasamböndum. Slíkan jarðveg má meðal annars finna í klettum. Hinn þekkti breski náttúrufræðingur Charles Darwin hafði sérstakan áhuga á þessum plöntum og ritaði merka bók um þær sem kom út árið 1875. Bókin bar heitið Insectivorous plants sem þýðir bókstaflega 'plöntur sem éta skordýr'. Nú eru þekktar um 650 plöntur sem laða að sér og fanga bráð og leysa hana loks upp með meltingarensímum sínum.

Lyfjagras (Pinguicula vulgaris) er jurt sem veiðir lítil skordýr með klístri sem frumur á ysta borði jarðlægra blaða hennar seyta.

Flóra ránplantna er mjög fátækleg í Evrópu, samanborið við flóruna sunnar á hnettinum. Í Evrópu fyrirfinnast aðeins fimm ættkvíslir ránplantna: Aldrovanda, Drosera, Drosophyllum, Pinguicula og Utricularia. Á Íslandi eru tvær tegundir jurta sem teljast skordýraætur. Önnur þeirra er lyfjagras (Pinguicula vulgaris) sem er lítil jurt af blöðrujurtaætt. Hún veiðir lítil skordýr með klístri sem frumur á ysta borði jarðlægra blaða hennar seyta.

Lyfjagras finnst yfirleitt í votlendi og lyngmóum og er algengt um allt land. Lyfjagras er, eins og nafnið bendir til, notað til grasalækninga enda eru mörg virk efni í plöntunni, svo sem bark-, bensól- og valerínsýrur. Auk þess inniheldur plantan hvata, það er ensím, sem hleypir upp mjólk en var hún áður fyrr notuð til skyrgerðar. Gamalt heiti hennar er einmitt hleypigras.

Blöðrujurtin (Utricularia minor) hefur nokkurs konar veiðiblöðrur en þær notar hún til þess að veiða smádýr sem leynast í vatni.

Hin tegundin er blöðrujurt (Utricularia minor). Hún er lítil og rótarlaus og vex fljótandi í vatni, svo sem í mýrarpollum eða blautum flóum innan um stör. Blöðrujurtin hefur nokkurs konar veiðiblöðrur en þær notar hún til þess að veiða smádýr sem leynast í vatninu. Jurtin hefur verið á miklu undahaldi hér á landi síðastliðna áratugi vegna framrásar votlendis, auk þess sem mótekja hefur að mestu lagst af hér á landi. Við mótekju myndast pollar sem eru ákjósanlegir vaxtarstaðir fyrir plöntuna. Þar sem hún vex geta myndast allmiklar flækjur í vatninu.

Heimild:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.10.2013

Spyrjandi

Kristín Margrét Halldórsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til einhverjar plöntur á Íslandi sem éta kjöt?“ Vísindavefurinn, 30. október 2013. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64553.

Jón Már Halldórsson. (2013, 30. október). Eru til einhverjar plöntur á Íslandi sem éta kjöt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64553

Jón Már Halldórsson. „Eru til einhverjar plöntur á Íslandi sem éta kjöt?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2013. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64553>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru til einhverjar plöntur á Íslandi sem éta kjöt?
Plöntur sem 'éta kjöt' stunda svokallað ránlífi, það er veiða sér dýr til matar. Með því fá þær mest af næringarefnum úr vefjum dýra. Það eru aðallega skordýr eða aðrar tegundir liðfætla (Arthropoda) sem finnast á matseðli slíkra plantna.

Þessar plöntur mætti nefna ránplöntur. Þær hafa aðlagast aðstæðum í næringarsnauðum jarðvegi, svo sem í jarðvegi sem er fátækur af niturefnasamböndum. Slíkan jarðveg má meðal annars finna í klettum. Hinn þekkti breski náttúrufræðingur Charles Darwin hafði sérstakan áhuga á þessum plöntum og ritaði merka bók um þær sem kom út árið 1875. Bókin bar heitið Insectivorous plants sem þýðir bókstaflega 'plöntur sem éta skordýr'. Nú eru þekktar um 650 plöntur sem laða að sér og fanga bráð og leysa hana loks upp með meltingarensímum sínum.

Lyfjagras (Pinguicula vulgaris) er jurt sem veiðir lítil skordýr með klístri sem frumur á ysta borði jarðlægra blaða hennar seyta.

Flóra ránplantna er mjög fátækleg í Evrópu, samanborið við flóruna sunnar á hnettinum. Í Evrópu fyrirfinnast aðeins fimm ættkvíslir ránplantna: Aldrovanda, Drosera, Drosophyllum, Pinguicula og Utricularia. Á Íslandi eru tvær tegundir jurta sem teljast skordýraætur. Önnur þeirra er lyfjagras (Pinguicula vulgaris) sem er lítil jurt af blöðrujurtaætt. Hún veiðir lítil skordýr með klístri sem frumur á ysta borði jarðlægra blaða hennar seyta.

Lyfjagras finnst yfirleitt í votlendi og lyngmóum og er algengt um allt land. Lyfjagras er, eins og nafnið bendir til, notað til grasalækninga enda eru mörg virk efni í plöntunni, svo sem bark-, bensól- og valerínsýrur. Auk þess inniheldur plantan hvata, það er ensím, sem hleypir upp mjólk en var hún áður fyrr notuð til skyrgerðar. Gamalt heiti hennar er einmitt hleypigras.

Blöðrujurtin (Utricularia minor) hefur nokkurs konar veiðiblöðrur en þær notar hún til þess að veiða smádýr sem leynast í vatni.

Hin tegundin er blöðrujurt (Utricularia minor). Hún er lítil og rótarlaus og vex fljótandi í vatni, svo sem í mýrarpollum eða blautum flóum innan um stör. Blöðrujurtin hefur nokkurs konar veiðiblöðrur en þær notar hún til þess að veiða smádýr sem leynast í vatninu. Jurtin hefur verið á miklu undahaldi hér á landi síðastliðna áratugi vegna framrásar votlendis, auk þess sem mótekja hefur að mestu lagst af hér á landi. Við mótekju myndast pollar sem eru ákjósanlegir vaxtarstaðir fyrir plöntuna. Þar sem hún vex geta myndast allmiklar flækjur í vatninu.

Heimild:

Myndir:

...