Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er gras á norður- eða suðurpólnum?

EDS

Ef spurningin á við pólana í merkingunni nyrsti og syðsti punktur jarðkringlunnar er svarið nei. Þar er ekki gras eða annar gróður enda skilyrði öll hin erfiðustu fyrir gróður, um 2.700 m þykkur ís á suðurpólnum og hafís fljótandi yfir norðurpólnum. Hins vegar notar fólk stundum orðið suðurpóll þegar það á í raun við meginlandið þar sem póllinn liggur. Ef sú merking er lögð í spurninguna þá er svarið já, því Suðurskautslandið er ekki algjörlega gróðurlaust þótt póllinn sé það.

Um 1-2% lands á Suðurskautslandinu er íslaust, aðallega á Suðurskautsskaga (e. Antarctic Peninsula), eyjum þar í kring og svæðum meðfram ströndum meginlandsins. Gróðurskilyrði eru þó slæm, eins og nærri má geta. Þar er mikill kuldi, rýr jarðvegur, lítil úrkoma og takmarkað sólarljós. Enda er það svo að hvorki tré né runnar vaxa á þessum íslausu svæðum og aðeins hafa fundist þar tvær tegundir blómplantna, grastegund sem kalla mætti suðurskautspunt (Deschampsia Antarctica, e. Antarctic hair grass) og jurt af hjartagrasætt (Colobanthus quitensis, e. Antarctic pearlwort ). Þessar tvær tegundir vaxa á Suður-Orkneyjum, Suður-Shetlandseyjum og á vestanverðum Suðurskautsskaganum.

Deschapsia antartica er önnur tveggja tegunda háplantna sem finnast á Suðurskautslandinu.

Að öðru leyti er gróður á Suðurskautslandinu eingöngu lágplöntur sem hafa aðlagast mjög erfiðum aðstæðum eins og fjallað er um í svari við spurningunni Vaxa plöntur á suðurpólnum? Um 100 mosategundir finnast á Suðurskautslandinu, um 25 tegundir af lifrarmosa, 300-400 fléttutegundir og í kringum 20 tegundir stórsveppa (macrofungi). Flestar tegundir finnast á vestanverðum Suðurskautsskaganum þar sem loftslag er bæði hlýrra og rakara en annars staðar á meginlandinu.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

15.4.2013

Spyrjandi

Ragna Guðfinna Ólafsdóttir, f. 1999

Tilvísun

EDS. „Er gras á norður- eða suðurpólnum? “ Vísindavefurinn, 15. apríl 2013. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64623.

EDS. (2013, 15. apríl). Er gras á norður- eða suðurpólnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64623

EDS. „Er gras á norður- eða suðurpólnum? “ Vísindavefurinn. 15. apr. 2013. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64623>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er gras á norður- eða suðurpólnum?
Ef spurningin á við pólana í merkingunni nyrsti og syðsti punktur jarðkringlunnar er svarið nei. Þar er ekki gras eða annar gróður enda skilyrði öll hin erfiðustu fyrir gróður, um 2.700 m þykkur ís á suðurpólnum og hafís fljótandi yfir norðurpólnum. Hins vegar notar fólk stundum orðið suðurpóll þegar það á í raun við meginlandið þar sem póllinn liggur. Ef sú merking er lögð í spurninguna þá er svarið já, því Suðurskautslandið er ekki algjörlega gróðurlaust þótt póllinn sé það.

Um 1-2% lands á Suðurskautslandinu er íslaust, aðallega á Suðurskautsskaga (e. Antarctic Peninsula), eyjum þar í kring og svæðum meðfram ströndum meginlandsins. Gróðurskilyrði eru þó slæm, eins og nærri má geta. Þar er mikill kuldi, rýr jarðvegur, lítil úrkoma og takmarkað sólarljós. Enda er það svo að hvorki tré né runnar vaxa á þessum íslausu svæðum og aðeins hafa fundist þar tvær tegundir blómplantna, grastegund sem kalla mætti suðurskautspunt (Deschampsia Antarctica, e. Antarctic hair grass) og jurt af hjartagrasætt (Colobanthus quitensis, e. Antarctic pearlwort ). Þessar tvær tegundir vaxa á Suður-Orkneyjum, Suður-Shetlandseyjum og á vestanverðum Suðurskautsskaganum.

Deschapsia antartica er önnur tveggja tegunda háplantna sem finnast á Suðurskautslandinu.

Að öðru leyti er gróður á Suðurskautslandinu eingöngu lágplöntur sem hafa aðlagast mjög erfiðum aðstæðum eins og fjallað er um í svari við spurningunni Vaxa plöntur á suðurpólnum? Um 100 mosategundir finnast á Suðurskautslandinu, um 25 tegundir af lifrarmosa, 300-400 fléttutegundir og í kringum 20 tegundir stórsveppa (macrofungi). Flestar tegundir finnast á vestanverðum Suðurskautsskaganum þar sem loftslag er bæði hlýrra og rakara en annars staðar á meginlandinu.

Heimildir og mynd:

...