Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar?

JGÞ

Nei, það rignir ekki á Mars en það getur hins vegar snjóað þar!

Það hefur lengi verið vitað að á Mars eru ský, þau er hægt að greina frá jörðu. Flest ský á Mars eru samsett úr frosnu koltvíildi (koltvíoxíð, CO2) en þar er þó einnig að finna ský úr frosnu vatni. Árið 2008 komust vísindamenn að því, með aðstoð geimfarsins Phoenix, að það getur snjóað úr þessum skýjum.

Reyndar féll snjórinn ekki á reikistjörnuna heldur gufaði hann upp í lofthjúpnum á leiðinni niður. Snjórinn var úr vatni en ekki koltvíildi. Oftast þegar snjór fellur á Mars er hann frosið koltvíildi.

Á Mars rignir ekki en þar getur snjóað. Yfirleitt er snjórinn á Mars frosið koltvíildi. Á myndinni sjást ský yfir Mars.

Þar sem loftþrýstingur á Mars er mjög lítill og hitinn þar oftast neðan frostmarks, er vatn þar aðeins að finna sem ís í heimskautajöklunum eða sem gufu í andrúmsloftinu. Engu að síður er fræðilegur möguleiki að ferskvatn í vökvaham sé að finna á stöku stað á yfirborði hnattarins.

Á yfirborði Mars er víða að finna merki um að þar hafi einhvern tíma í fyrndinni verið fljótandi vatn. Þar er til dæmis hægt að greina uppþornuð stöðuvötn, strandlínur og árfarvegi.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

22.4.2013

Spyrjandi

7. HBG í Hraunvallaskóla

Tilvísun

JGÞ. „Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2013. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65115.

JGÞ. (2013, 22. apríl). Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65115

JGÞ. „Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2013. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65115>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar?
Nei, það rignir ekki á Mars en það getur hins vegar snjóað þar!

Það hefur lengi verið vitað að á Mars eru ský, þau er hægt að greina frá jörðu. Flest ský á Mars eru samsett úr frosnu koltvíildi (koltvíoxíð, CO2) en þar er þó einnig að finna ský úr frosnu vatni. Árið 2008 komust vísindamenn að því, með aðstoð geimfarsins Phoenix, að það getur snjóað úr þessum skýjum.

Reyndar féll snjórinn ekki á reikistjörnuna heldur gufaði hann upp í lofthjúpnum á leiðinni niður. Snjórinn var úr vatni en ekki koltvíildi. Oftast þegar snjór fellur á Mars er hann frosið koltvíildi.

Á Mars rignir ekki en þar getur snjóað. Yfirleitt er snjórinn á Mars frosið koltvíildi. Á myndinni sjást ský yfir Mars.

Þar sem loftþrýstingur á Mars er mjög lítill og hitinn þar oftast neðan frostmarks, er vatn þar aðeins að finna sem ís í heimskautajöklunum eða sem gufu í andrúmsloftinu. Engu að síður er fræðilegur möguleiki að ferskvatn í vökvaham sé að finna á stöku stað á yfirborði hnattarins.

Á yfirborði Mars er víða að finna merki um að þar hafi einhvern tíma í fyrndinni verið fljótandi vatn. Þar er til dæmis hægt að greina uppþornuð stöðuvötn, strandlínur og árfarvegi.

Mynd: