Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvers konar gos verða í Heklu?

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson

Hekla er þekktust eldfjalla á Íslandi og megineldstöð samnefnds eldstöðvakerfis í vesturjaðri Austurgosbeltis. Eldstöðin er í mótun og án sýnilegrar öskju og jarðhitakerfis.

Heklugos 1970.

Gos í Heklu sjálfri hefjast sem þeytigos með gjóskufalli úr háum gosmekki. Þeim stærstu virðist ljúka án þess að hraun renni, en öll Heklugos á sögulegum tíma, nema það fyrsta, árið 1104, eru blandgos þar sem hluti kvikunnar kemur upp sem hraun. Hún er súr og/eða ísúr, kísilríkust í upphafi, en breytist þegar líður á gosin.

Eldgos annars staðar í eldstöðvakerfinu eru að mestu hraungos og kvikan basísk. Eldvirkni fyrstu árþúsund eftir að ísa leysti einkenndist af basalthraunum úr gossprungum utan megineldstöðvarinnar.

Mynd:


Þetta svar er fengið úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundar

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Guðrún Sverrisdóttir

sérfræðingur við Jarðvísindastofnun HÍ

Haukur Jóhannesson

jarðfræðingur

Árni Hjartarson

jarðfræðingur

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.4.2013

Spyrjandi

7. HBG í Hraunvallaskóla

Tilvísun

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. „Hvers konar gos verða í Heklu?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2013. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65116.

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. (2013, 18. apríl). Hvers konar gos verða í Heklu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65116

Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson og Páll Einarsson. „Hvers konar gos verða í Heklu?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2013. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65116>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar gos verða í Heklu?
Hekla er þekktust eldfjalla á Íslandi og megineldstöð samnefnds eldstöðvakerfis í vesturjaðri Austurgosbeltis. Eldstöðin er í mótun og án sýnilegrar öskju og jarðhitakerfis.

Heklugos 1970.

Gos í Heklu sjálfri hefjast sem þeytigos með gjóskufalli úr háum gosmekki. Þeim stærstu virðist ljúka án þess að hraun renni, en öll Heklugos á sögulegum tíma, nema það fyrsta, árið 1104, eru blandgos þar sem hluti kvikunnar kemur upp sem hraun. Hún er súr og/eða ísúr, kísilríkust í upphafi, en breytist þegar líður á gosin.

Eldgos annars staðar í eldstöðvakerfinu eru að mestu hraungos og kvikan basísk. Eldvirkni fyrstu árþúsund eftir að ísa leysti einkenndist af basalthraunum úr gossprungum utan megineldstöðvarinnar.

Mynd:


Þetta svar er fengið úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi....