Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er jurtin skógarkerfill eingöngu slæmt illgresi eða er hægt að hafa gagn af honum?

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023)

Skógarkerfill (Anthriscus sylvestris) hefur verið í umræðunni undanfarið vegna þess að hann er orðinn að óviðráðanlegu illgresi, en illgresi er jurt sem vex á röngum stað. Skógarkerfill var fluttur til Íslands sem skrautjurt snemma á síðustu öld en fyrstu heimildir um hann eru frá 1927. Hann dreifir sér nú ört og myndar gjarnan samfelldar breiður sem ekkert fær stöðvað. Jurtin er mjög frek og kraftmikil og stendur mörgum ógn af henni fyrir gróðurfar á Íslandi.

Stundum er hægt að snúa dæminu við og breyta aðsteðjandi vanda í ný tækifæri til verðmætasköpunar. Skógarkerfill hefur verið rannsakaður af vísindamönum í Suður-Kóreu, Japan, Ítalíu, Hollandi og Bretlandi og benda þessar rannsóknir til þess að jurtin hafi ýmis áhugaverð lífvirk efni sem kunna að skýra notkun og gagnsemi hennar sem lækningajurtar. Áformað er að rannsaka lífvirkni í skógarkerfli sem vex á Íslandi, einkum áhrif á fjölgun krabbameinsfruma. Jafnframt er ætlunin að einangra lífvirk efni sem finnast í jurtinni og kanna lífvirkni þessara efna. Kannað verður hvort grundvöllur er fyrir hagnýtingu á skógarkerfli í fæðubótarefni og í lyfjaþróun.

Skógarkerfill (Anthriscus sylvaticus).

Skógarkerfill er mjög frek jurt sem framleiðir efnavopn sem gagnast henni til landvinninga, en skógarkerfillinn flæmir aðrar jurtir í burtu með því að hindra fjölgun þeirra og vöxt og nær yfirráðum yfir vaxtarsvæðinu. Þetta eru einkenni jurta sem hafa öflug efni sem hindra vöxt annarra jurta í nágreninu og eru þetta gjarnan efni sem geta einnig heft vöxt á krabbameinsfrumum og jafnvel krabbameinsæxlum. Þetta einkennir einnig ætihvönn sem er frek jurt en hún hefur slík efni sem hindra fjölgun krabbameinsfruma og vöxt á krabbameinsæxlum. Þekkt eru efni í skógarkerfli sem hafa áhugaverða virkni gegn krabbameinsfrumum auk virkni gegn myndun bólguvaka, til dæmis efnin deoxypodophyllotoxin og falcarindiol.

Flest lyf við krabbameinum eru upphaflega náttúruefni sem hafa síðan tekið ýmsum breytingum. Fá lyf styrkja hins vegar forvarnir gegn myndun krabbameina. Mörg náttúruefni eru þekkt sem geta styrkt forvarnir og heft fjölgun krabbameinsfruma og myndun krabbameina á forstigi þegar helst er unnt að stöðva æxlisvöxt. Vert væri að þróa slík varnarvopn úr blöndu virkra náttúruefna sem væru unnin úr fleiri kraftmiklum jurtum. Krabbameinin eru margs konar og því líklegra til árangurs að nota nokkur mismunandi lífvirk náttúruefni í baráttunni við að hindra æxlisvöxt. Skógarkerfill gæti komið að góðu gagni í slíku þróunarstarfi. Markmiðið væri að framleiða náttúruvöru til að styrkja forvarnir til dæmis gegn krabbameinum.

Mynd:


Þetta svar er lítillega stytt útgáfa af bloggsíðu Sigmundar Guðbjarnasonar og birt með góðfúslegu leyfi. Við upprunalegu greinina er að finna heimildalista.

Höfundur

prófessor emeritus í efnafræði við HÍ

Útgáfudagur

10.9.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). „Er jurtin skógarkerfill eingöngu slæmt illgresi eða er hægt að hafa gagn af honum?“ Vísindavefurinn, 10. september 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65689.

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). (2013, 10. september). Er jurtin skógarkerfill eingöngu slæmt illgresi eða er hægt að hafa gagn af honum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65689

Sigmundur Guðbjarnason (1931-2023). „Er jurtin skógarkerfill eingöngu slæmt illgresi eða er hægt að hafa gagn af honum?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65689>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er jurtin skógarkerfill eingöngu slæmt illgresi eða er hægt að hafa gagn af honum?
Skógarkerfill (Anthriscus sylvestris) hefur verið í umræðunni undanfarið vegna þess að hann er orðinn að óviðráðanlegu illgresi, en illgresi er jurt sem vex á röngum stað. Skógarkerfill var fluttur til Íslands sem skrautjurt snemma á síðustu öld en fyrstu heimildir um hann eru frá 1927. Hann dreifir sér nú ört og myndar gjarnan samfelldar breiður sem ekkert fær stöðvað. Jurtin er mjög frek og kraftmikil og stendur mörgum ógn af henni fyrir gróðurfar á Íslandi.

Stundum er hægt að snúa dæminu við og breyta aðsteðjandi vanda í ný tækifæri til verðmætasköpunar. Skógarkerfill hefur verið rannsakaður af vísindamönum í Suður-Kóreu, Japan, Ítalíu, Hollandi og Bretlandi og benda þessar rannsóknir til þess að jurtin hafi ýmis áhugaverð lífvirk efni sem kunna að skýra notkun og gagnsemi hennar sem lækningajurtar. Áformað er að rannsaka lífvirkni í skógarkerfli sem vex á Íslandi, einkum áhrif á fjölgun krabbameinsfruma. Jafnframt er ætlunin að einangra lífvirk efni sem finnast í jurtinni og kanna lífvirkni þessara efna. Kannað verður hvort grundvöllur er fyrir hagnýtingu á skógarkerfli í fæðubótarefni og í lyfjaþróun.

Skógarkerfill (Anthriscus sylvaticus).

Skógarkerfill er mjög frek jurt sem framleiðir efnavopn sem gagnast henni til landvinninga, en skógarkerfillinn flæmir aðrar jurtir í burtu með því að hindra fjölgun þeirra og vöxt og nær yfirráðum yfir vaxtarsvæðinu. Þetta eru einkenni jurta sem hafa öflug efni sem hindra vöxt annarra jurta í nágreninu og eru þetta gjarnan efni sem geta einnig heft vöxt á krabbameinsfrumum og jafnvel krabbameinsæxlum. Þetta einkennir einnig ætihvönn sem er frek jurt en hún hefur slík efni sem hindra fjölgun krabbameinsfruma og vöxt á krabbameinsæxlum. Þekkt eru efni í skógarkerfli sem hafa áhugaverða virkni gegn krabbameinsfrumum auk virkni gegn myndun bólguvaka, til dæmis efnin deoxypodophyllotoxin og falcarindiol.

Flest lyf við krabbameinum eru upphaflega náttúruefni sem hafa síðan tekið ýmsum breytingum. Fá lyf styrkja hins vegar forvarnir gegn myndun krabbameina. Mörg náttúruefni eru þekkt sem geta styrkt forvarnir og heft fjölgun krabbameinsfruma og myndun krabbameina á forstigi þegar helst er unnt að stöðva æxlisvöxt. Vert væri að þróa slík varnarvopn úr blöndu virkra náttúruefna sem væru unnin úr fleiri kraftmiklum jurtum. Krabbameinin eru margs konar og því líklegra til árangurs að nota nokkur mismunandi lífvirk náttúruefni í baráttunni við að hindra æxlisvöxt. Skógarkerfill gæti komið að góðu gagni í slíku þróunarstarfi. Markmiðið væri að framleiða náttúruvöru til að styrkja forvarnir til dæmis gegn krabbameinum.

Mynd:


Þetta svar er lítillega stytt útgáfa af bloggsíðu Sigmundar Guðbjarnasonar og birt með góðfúslegu leyfi. Við upprunalegu greinina er að finna heimildalista....