Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?

Guðrún Kvaran

Upphafleg spurning var:

Hafa kenningar Chomskys um universal grammar verið notaðar á íslensku og eru þær kenndar í íslenskri málfræði við HÍ?

Hugtakið universal grammar hefur á íslensku verið nefnt algildamálfræði og allsherjarmálfræði. Það er oftast tengt nafni málfræðingsins Noams Chomskys (f. 1928) þótt hugmyndin sé eldri og hana megi rekja aftur til 17. aldar.


Málfræðingurinn Noam Chomsky (f. 1928).

Allsherjarmálfræðin beinist nú til dags gjarnan að þeim þætti málfræðinnar sem lýtur að máltöku barna. Með henni er reynt að skýra hvernig börn geti tileinkað sér hvaða tungumál sem er án mikillar fyrirhafnar þótt auðvitað geri þau ýmsar „villur“ í upphafi. Gert er ráð fyrir að börn fæðist með tilfinningu fyrir því hvernig mál eru byggð upp; börnin hafi ákveðna meðfædda þekkingu á málfræði og séu því undir það búin að tileinka sér málið sem þau alast upp við. Þau atriði málfræðinnar sem teljast meðfædd eru sameiginleg tungumálum heimsins og skýrir það hugtakið allsherjarmálfræði.

Þeir sem fást við málkunnáttufræði (e. generative grammar) styðja flestir kenninguna um allsherjarmálfræði. Meðal þeirra sem kennt hafa málkunnáttufræði við Háskóla Íslands er Eiríkur Rögnvaldsson, en Eiríkur fjallar meðal annars um efnið í bókinni Íslensk orðhlutafræði frá 1990 (Málvísindastofnun Háskóla Íslands). Helsti sérfræðingur við Háskóla Íslands í máltöku barna er Sigríður Sigurjónsdóttir dósent og hefur hún komið inn á allsherjarmálfræði í kennslu sinni og skrifum. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við Kennaraháskóla Íslands hefur einnig sérhæft sig í máltöku barna.

Mynd: Chomsky. Flickr.com. Höfundur myndar er ASasch. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.4.2007

Spyrjandi

Tinna Steindórsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6581.

Guðrún Kvaran. (2007, 10. apríl). Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6581

Guðrún Kvaran. „Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6581>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?
Upphafleg spurning var:

Hafa kenningar Chomskys um universal grammar verið notaðar á íslensku og eru þær kenndar í íslenskri málfræði við HÍ?

Hugtakið universal grammar hefur á íslensku verið nefnt algildamálfræði og allsherjarmálfræði. Það er oftast tengt nafni málfræðingsins Noams Chomskys (f. 1928) þótt hugmyndin sé eldri og hana megi rekja aftur til 17. aldar.


Málfræðingurinn Noam Chomsky (f. 1928).

Allsherjarmálfræðin beinist nú til dags gjarnan að þeim þætti málfræðinnar sem lýtur að máltöku barna. Með henni er reynt að skýra hvernig börn geti tileinkað sér hvaða tungumál sem er án mikillar fyrirhafnar þótt auðvitað geri þau ýmsar „villur“ í upphafi. Gert er ráð fyrir að börn fæðist með tilfinningu fyrir því hvernig mál eru byggð upp; börnin hafi ákveðna meðfædda þekkingu á málfræði og séu því undir það búin að tileinka sér málið sem þau alast upp við. Þau atriði málfræðinnar sem teljast meðfædd eru sameiginleg tungumálum heimsins og skýrir það hugtakið allsherjarmálfræði.

Þeir sem fást við málkunnáttufræði (e. generative grammar) styðja flestir kenninguna um allsherjarmálfræði. Meðal þeirra sem kennt hafa málkunnáttufræði við Háskóla Íslands er Eiríkur Rögnvaldsson, en Eiríkur fjallar meðal annars um efnið í bókinni Íslensk orðhlutafræði frá 1990 (Málvísindastofnun Háskóla Íslands). Helsti sérfræðingur við Háskóla Íslands í máltöku barna er Sigríður Sigurjónsdóttir dósent og hefur hún komið inn á allsherjarmálfræði í kennslu sinni og skrifum. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við Kennaraháskóla Íslands hefur einnig sérhæft sig í máltöku barna.

Mynd: Chomsky. Flickr.com. Höfundur myndar er ASasch. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....