Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er svifryk?

Umhverfisstofnun

Í andrúmslofti eru ógrynni ýmis konar agna bæði í vökva formi og í föstu formi. Stærð þeirra er mjög breytileg. Yfirleitt eru agnir á bilinu 10-15 µm (µm = míkrómetrar, 1 µm = 0,001 mm) í þvermál taldar til fallryks enda falla agnir af þessari stærð og stærri til jarðar nálægt mengunaruppsprettum. Agnir undir 10 µm teljast til svifryks enda geta þær borist um lengri veg fyrir áhrif vinda. Svifryki er skipt í gróft svifryk, sem er á bilinu 2,5 - 10 µm, og fínt svifryk en það er undir 2,5 µm. Sumstaðar erlendis er einnig talað um mjög fínt svifryk sem er undir 1 µm.

Í stórum dráttum má segja að fínni svifryksagnir séu flestar af mannavöldum, en þær grófari frá náttúrlegum uppsprettum. Svifryk af mannavöldum kemur frá svo að segja allri starfsemi, en mest frá bruna eldsneytis, umferð og iðnaði. Náttúrlegar uppsprettur ryks í andrúmsloftinu eru til dæmis uppblástur, eldgos og sjávarúði. Talið er að almennt séu 80-90% af ryki í andrúmsloftinu frá náttúrlegum uppsprettum. Könnun á samsetningu svifryks sýnir þó að aðeins um 25-35% svifryks í Reykjavík koma frá náttúrlegum uppsprettum sem jarðvegur og salt.



Svifryksmengun í indversku borginni Ludhiana í Punjabhéraði.

Svifryksagnir eru ekki aðeins ólíkar að stærð heldur er efnasamsetning þeirra einnig mjög ólík og eiginleikar þeirra mjög breytilegir eftir uppruna. Nægir í því sambandi að nefna sót, steinryk, málmryk, súlföt, kalk, salt og fleira. Stærri agnir geta verið frjókorn, sandur og silt. Fínasta rykið sem myndast í andrúmsloftinu eru loftmengunarefni, til dæmis brennisteinsdíoxíð (SO2).

Aukinn styrkur ryks í andrúmsloftinu getur leitt til kólnandi veðurfars þar sem rykið dregur úr því sólarljósi sem nær til jarðar. Áhrifin eru þannig öfug við aukinn styrk koltvíoxíðs (CO2) sem ásamt öðrum efnum viðheldur gróðurhúsaáhrifum. Gróft ryk veldur sjónmengun og óþægindum. Fínasta rykið dregur úr skyggni. Sótagnir í andrúmsloftinu auka skaðsemi brennisteinsdíoxíðs (SO2) og brennisteinssýru (H2SO4), þar sem þessi efni bindast sótögnunum.

Áhrif svifryks á heilsu fólks eru að mjög miklu leyti háð stærð agnanna, fínar agnir eru mun hættulegri heilsunni en þær grófu. Agnir minni en 10 µm eiga auðveldara með að ná djúpt niður í lungun og geta safnast þar fyrir. Þegar svo langt er komið fara áhrifin alfarið eftir því hversu lengi og hversu oft manneskjan andar að sér menguðu lofti og hvort hættuleg efni eru í rykinu eða loða við það, til dæmis þungmálmar eða PAH (fjölarómatísk vetniskolefni).

Þeir einstaklingar sem glíma við lungna- og astmasjúkdóma geta orðið fyrir miklum óþægindum þá daga sem svifryksmengun er í hámarki og langtímaáhrifin á heilsufar annarra geta einnig verið alvarleg.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: The Tribune


Þetta svar er lítillega breyttur texti af heimasíðu Umhverfisstofnunnar og birtur með góðfúslegu leyfi hennar.

Höfundur

Útgáfudagur

7.5.2007

Spyrjandi

Gylfi Már Þórðarson
Gígja Þórarinsdóttir

Tilvísun

Umhverfisstofnun. „Hvað er svifryk? “ Vísindavefurinn, 7. maí 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6625.

Umhverfisstofnun. (2007, 7. maí). Hvað er svifryk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6625

Umhverfisstofnun. „Hvað er svifryk? “ Vísindavefurinn. 7. maí. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6625>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er svifryk?
Í andrúmslofti eru ógrynni ýmis konar agna bæði í vökva formi og í föstu formi. Stærð þeirra er mjög breytileg. Yfirleitt eru agnir á bilinu 10-15 µm (µm = míkrómetrar, 1 µm = 0,001 mm) í þvermál taldar til fallryks enda falla agnir af þessari stærð og stærri til jarðar nálægt mengunaruppsprettum. Agnir undir 10 µm teljast til svifryks enda geta þær borist um lengri veg fyrir áhrif vinda. Svifryki er skipt í gróft svifryk, sem er á bilinu 2,5 - 10 µm, og fínt svifryk en það er undir 2,5 µm. Sumstaðar erlendis er einnig talað um mjög fínt svifryk sem er undir 1 µm.

Í stórum dráttum má segja að fínni svifryksagnir séu flestar af mannavöldum, en þær grófari frá náttúrlegum uppsprettum. Svifryk af mannavöldum kemur frá svo að segja allri starfsemi, en mest frá bruna eldsneytis, umferð og iðnaði. Náttúrlegar uppsprettur ryks í andrúmsloftinu eru til dæmis uppblástur, eldgos og sjávarúði. Talið er að almennt séu 80-90% af ryki í andrúmsloftinu frá náttúrlegum uppsprettum. Könnun á samsetningu svifryks sýnir þó að aðeins um 25-35% svifryks í Reykjavík koma frá náttúrlegum uppsprettum sem jarðvegur og salt.



Svifryksmengun í indversku borginni Ludhiana í Punjabhéraði.

Svifryksagnir eru ekki aðeins ólíkar að stærð heldur er efnasamsetning þeirra einnig mjög ólík og eiginleikar þeirra mjög breytilegir eftir uppruna. Nægir í því sambandi að nefna sót, steinryk, málmryk, súlföt, kalk, salt og fleira. Stærri agnir geta verið frjókorn, sandur og silt. Fínasta rykið sem myndast í andrúmsloftinu eru loftmengunarefni, til dæmis brennisteinsdíoxíð (SO2).

Aukinn styrkur ryks í andrúmsloftinu getur leitt til kólnandi veðurfars þar sem rykið dregur úr því sólarljósi sem nær til jarðar. Áhrifin eru þannig öfug við aukinn styrk koltvíoxíðs (CO2) sem ásamt öðrum efnum viðheldur gróðurhúsaáhrifum. Gróft ryk veldur sjónmengun og óþægindum. Fínasta rykið dregur úr skyggni. Sótagnir í andrúmsloftinu auka skaðsemi brennisteinsdíoxíðs (SO2) og brennisteinssýru (H2SO4), þar sem þessi efni bindast sótögnunum.

Áhrif svifryks á heilsu fólks eru að mjög miklu leyti háð stærð agnanna, fínar agnir eru mun hættulegri heilsunni en þær grófu. Agnir minni en 10 µm eiga auðveldara með að ná djúpt niður í lungun og geta safnast þar fyrir. Þegar svo langt er komið fara áhrifin alfarið eftir því hversu lengi og hversu oft manneskjan andar að sér menguðu lofti og hvort hættuleg efni eru í rykinu eða loða við það, til dæmis þungmálmar eða PAH (fjölarómatísk vetniskolefni).

Þeir einstaklingar sem glíma við lungna- og astmasjúkdóma geta orðið fyrir miklum óþægindum þá daga sem svifryksmengun er í hámarki og langtímaáhrifin á heilsufar annarra geta einnig verið alvarleg.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: The Tribune


Þetta svar er lítillega breyttur texti af heimasíðu Umhverfisstofnunnar og birtur með góðfúslegu leyfi hennar....