Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver fann upp silfur (Ag)?

JGÞ

Silfur er svokallað frumefni. Hugtakið frumefni er notað um efni sem ekki er hægt að kljúfa í önnur einfaldari efni með aðferðum efnafræðinnar. Það var Frakkinn Antoine-Laurent Lavoisier (1743-1794) sem fyrstur setti fram skilgreiningu á frumefnum. Hugtakið frumeind er notað um smæstu eind frumefnis.

Silfur er svokallað frumefni. Það myndast í miklum hamförum þegar stjörnur hrynja saman og springa.

Silfur er frumefni númer 47 í lotukerfinu og efnatákn þess er Ag. Það er dregið af latnesku heiti silfurs sem er Argentum. Nafn Argentínu í Suður-Ameríku á rætur að rekja til þess.

Silfur er ekki uppfinning heldur myndast það í miklum hamförum þegar stjörnur hrynja saman og springa. Þá losnar gríðarleg orka. Öll frumefni sem eru þyngri en járn verða til á sama hátt. Um myndun frumefna má lesa í fróðlegu svari eftir Ottó Elíasson við spurningunni Hvernig verða frumeindir til?

Silfur hefur verið þekkt frá því sögur hófust. Myndin er frá lokum 15. aldar og sýnir silfurnámu og silfurvinnslu.

Silfur hefur verið þekkt frá því sögur hófust. Silfur er nokkrum sinnum nefnt í fyrstu Mósebók Gamla testamentisins og er það líklega elsta ritheimildin um silfur. Silfur hefur hæsta leiðni allra málma við staðalskilyrði.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

18.3.2016

Spyrjandi

Ljósbrá Loftsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hver fann upp silfur (Ag)?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66355.

JGÞ. (2016, 18. mars). Hver fann upp silfur (Ag)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66355

JGÞ. „Hver fann upp silfur (Ag)?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66355>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp silfur (Ag)?
Silfur er svokallað frumefni. Hugtakið frumefni er notað um efni sem ekki er hægt að kljúfa í önnur einfaldari efni með aðferðum efnafræðinnar. Það var Frakkinn Antoine-Laurent Lavoisier (1743-1794) sem fyrstur setti fram skilgreiningu á frumefnum. Hugtakið frumeind er notað um smæstu eind frumefnis.

Silfur er svokallað frumefni. Það myndast í miklum hamförum þegar stjörnur hrynja saman og springa.

Silfur er frumefni númer 47 í lotukerfinu og efnatákn þess er Ag. Það er dregið af latnesku heiti silfurs sem er Argentum. Nafn Argentínu í Suður-Ameríku á rætur að rekja til þess.

Silfur er ekki uppfinning heldur myndast það í miklum hamförum þegar stjörnur hrynja saman og springa. Þá losnar gríðarleg orka. Öll frumefni sem eru þyngri en járn verða til á sama hátt. Um myndun frumefna má lesa í fróðlegu svari eftir Ottó Elíasson við spurningunni Hvernig verða frumeindir til?

Silfur hefur verið þekkt frá því sögur hófust. Myndin er frá lokum 15. aldar og sýnir silfurnámu og silfurvinnslu.

Silfur hefur verið þekkt frá því sögur hófust. Silfur er nokkrum sinnum nefnt í fyrstu Mósebók Gamla testamentisins og er það líklega elsta ritheimildin um silfur. Silfur hefur hæsta leiðni allra málma við staðalskilyrði.

Heimildir:

Myndir:

...