Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða?

Halldór Pálmar Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Guðmundur Búi heiti ég og er áhugaljósmyndari. Ég ákvað einsog svo oft áður að skella mér í mynda-rúnt inn í Hvalfjörð þann 6. október 2013. Ég hafði verið að taka myndir hér og þar í firðinum og var staddur við gamla Botnskálann þegar að mér er litið niður í fjöru og sá þar allskonar glitrandi punkta, í fyrstu hélt ég að þetta væri bara frostið en ákvað svo að athuga málið betur og þá kom í ljós, mér til mikillar undrunar, að þetta voru dauðar marglyttur og það í hundraðatali! Fannst þetta frekar merkilegt og tók nokkrar myndir. En ég hef leitað svara við því hvað veldur, en þó bara lauslega á Netinu. Hefði svo sannarlega gaman af því að vita betur hvað veldur þessum dauða? Hér er svo hægt að skoða þessar myndir: Dead jelly | Flickr - Photo Sharing!

Hér við land hafa fundist að minnsta kosti sex tegundir marglytta en aðeins tvær í miklu magni. Það eru tegundirnar bláglytta (Aurelia aurita) og brennihvelja (Cyanea capillata). Höfundur þessa svars hefur undanfarin ár stundað rannsóknir á lífríki sjávar í Hvalfirði og Faxaflóa og var sumarið og haustið 2013 allsérstakt sökum mikils fjölda marglytta í sjónum. Aðallega var um að ræða bláglyttu sem var mjög áberandi við yfirborðið. Samkvæmt ljósmyndum sem spyrjandi tók í Hvalfirði í október 2013 er það líklega tegundin sem þar sást dauð í miklu magni í fjörunni.

Dauðar marglyttur í Hvalfirði í október 2013.

Það er ekki hægt að fullyrða um ástæðu þessa fjöldadauða marglytta í Hvalfirði og reyndar víðar við landið árið 2013 en skýringin liggur þó að líkindum í lífsferli dýranna. Líkt og aðrar marglyttur fjölgar bláglyttan sér á fullorðinsstigi (hveljustigi) með kynæxlun. Kvendýrin losa egg á haustin að lokinni frjóvgun karldýranna og úr eggjunum koma lirfur sem leita að hentugu undirlagi á botni. Þegar lirfan hefur fest sig þroskast hún í svokallaðan holsepa sem getur fjölgað sér með skiptingu. Við kjöraðstæður getur hver holsepi þannig myndað margar fullorðnar marglyttur. Holseparnir sleppa frá sér sviflægum efýrum (ephyra) sem síðan þroskast upp í fullvaxta hveljur.

Bláglytta og brennihvelja eru sviflægar hér við land frá maí til september/október og því líklega um náttúrulegan dauða fullorðinna marglytta að ræða. Þessi mikli fjöldi bendir jafnframt til að kjöraðstæður hafi verið fyrir marglyttur í sjónum við Ísland árið 2013 en undanfarin ár hefur magn og útbreiðsla marglytta aukist hér við land í kjölfar hlýnunar sjávar.

Lífsferill marglyttu. a: fullvaxin hvelja (fullorðin marglytta); b: lirfustig; c: holsepi; d: fullvaxinn holsepi í skiptingu; e: holsepi í vaxtaræxlun; f: holsepi að sleppa efýrum; g: efýra; h: ung hvelja.

Heimildir og myndir:
  • Gröndahl F. 1988. Interactions between polyps of Aurelia aurita and planktonic larvae of scyphozoans: an experimental study. Marine Ecology Progress Series 45:87–93.
  • Guðjón Már Sigurðsson.2009. Gelatinous zooplankton in Icelandic coastal waters with special reference to the scyphozoans Aurelia aurita and Cyanea capillata. Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Meistararitgerð.
  • Ljósmynd: Dead jelly | Flickr - Photo Sharing! Höfundur myndar: Guðmundur Búi Þorfinnsson. Á síðunni má sjá fleiri myndir af viðfangsefninu. (Sótt 27. 1. 2014).
  • Teikning: Gröndahl, 1988 (sjá nánar hér fyrir ofan).

Höfundur

Halldór Pálmar Halldórsson

líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum

Útgáfudagur

31.1.2014

Spyrjandi

Guðmundur Búi Þorfinnsson

Tilvísun

Halldór Pálmar Halldórsson. „Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða? “ Vísindavefurinn, 31. janúar 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66454.

Halldór Pálmar Halldórsson. (2014, 31. janúar). Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66454

Halldór Pálmar Halldórsson. „Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða? “ Vísindavefurinn. 31. jan. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66454>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Guðmundur Búi heiti ég og er áhugaljósmyndari. Ég ákvað einsog svo oft áður að skella mér í mynda-rúnt inn í Hvalfjörð þann 6. október 2013. Ég hafði verið að taka myndir hér og þar í firðinum og var staddur við gamla Botnskálann þegar að mér er litið niður í fjöru og sá þar allskonar glitrandi punkta, í fyrstu hélt ég að þetta væri bara frostið en ákvað svo að athuga málið betur og þá kom í ljós, mér til mikillar undrunar, að þetta voru dauðar marglyttur og það í hundraðatali! Fannst þetta frekar merkilegt og tók nokkrar myndir. En ég hef leitað svara við því hvað veldur, en þó bara lauslega á Netinu. Hefði svo sannarlega gaman af því að vita betur hvað veldur þessum dauða? Hér er svo hægt að skoða þessar myndir: Dead jelly | Flickr - Photo Sharing!

Hér við land hafa fundist að minnsta kosti sex tegundir marglytta en aðeins tvær í miklu magni. Það eru tegundirnar bláglytta (Aurelia aurita) og brennihvelja (Cyanea capillata). Höfundur þessa svars hefur undanfarin ár stundað rannsóknir á lífríki sjávar í Hvalfirði og Faxaflóa og var sumarið og haustið 2013 allsérstakt sökum mikils fjölda marglytta í sjónum. Aðallega var um að ræða bláglyttu sem var mjög áberandi við yfirborðið. Samkvæmt ljósmyndum sem spyrjandi tók í Hvalfirði í október 2013 er það líklega tegundin sem þar sást dauð í miklu magni í fjörunni.

Dauðar marglyttur í Hvalfirði í október 2013.

Það er ekki hægt að fullyrða um ástæðu þessa fjöldadauða marglytta í Hvalfirði og reyndar víðar við landið árið 2013 en skýringin liggur þó að líkindum í lífsferli dýranna. Líkt og aðrar marglyttur fjölgar bláglyttan sér á fullorðinsstigi (hveljustigi) með kynæxlun. Kvendýrin losa egg á haustin að lokinni frjóvgun karldýranna og úr eggjunum koma lirfur sem leita að hentugu undirlagi á botni. Þegar lirfan hefur fest sig þroskast hún í svokallaðan holsepa sem getur fjölgað sér með skiptingu. Við kjöraðstæður getur hver holsepi þannig myndað margar fullorðnar marglyttur. Holseparnir sleppa frá sér sviflægum efýrum (ephyra) sem síðan þroskast upp í fullvaxta hveljur.

Bláglytta og brennihvelja eru sviflægar hér við land frá maí til september/október og því líklega um náttúrulegan dauða fullorðinna marglytta að ræða. Þessi mikli fjöldi bendir jafnframt til að kjöraðstæður hafi verið fyrir marglyttur í sjónum við Ísland árið 2013 en undanfarin ár hefur magn og útbreiðsla marglytta aukist hér við land í kjölfar hlýnunar sjávar.

Lífsferill marglyttu. a: fullvaxin hvelja (fullorðin marglytta); b: lirfustig; c: holsepi; d: fullvaxinn holsepi í skiptingu; e: holsepi í vaxtaræxlun; f: holsepi að sleppa efýrum; g: efýra; h: ung hvelja.

Heimildir og myndir:
  • Gröndahl F. 1988. Interactions between polyps of Aurelia aurita and planktonic larvae of scyphozoans: an experimental study. Marine Ecology Progress Series 45:87–93.
  • Guðjón Már Sigurðsson.2009. Gelatinous zooplankton in Icelandic coastal waters with special reference to the scyphozoans Aurelia aurita and Cyanea capillata. Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Meistararitgerð.
  • Ljósmynd: Dead jelly | Flickr - Photo Sharing! Höfundur myndar: Guðmundur Búi Þorfinnsson. Á síðunni má sjá fleiri myndir af viðfangsefninu. (Sótt 27. 1. 2014).
  • Teikning: Gröndahl, 1988 (sjá nánar hér fyrir ofan).

...