Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er íslenskt rúnaletur á skartgripum sem sumar verslanir selja?

Þórgunnur Snædal

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er til eitthvað sem heitir íslenskt rúnaletur, til dæmis eins og sumar skartgripaverslanir segjast vera með á gripum?

Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur.

Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok þjóðveldisins verður munurinn þó smám saman meiri og séríslenskar rúnamyndir verða algengari.

Þessar rúnir voru í norska/íslenska rúnaletrinu á 10. og 11. öld. Síðasta rúnin, y, er aðeins þekkt í einni ristu á Íslandi.

Þau letur sem skartgripaverslanir eru með á gripum eru að vísu íslensk og í ætt við rúnir en þau eru tæplega eldri en frá seinni hluta 18. aldar eða 19. öld. Allan þann tíma voru fræðimenn uppteknir við að gera stöðugt ný letur.

Heimildir:

  • Þórgunnur Snædal. 2011. „Rúnum ristir gripir frá Alþingisreitnum og Urriðakoti.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 167-185. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík.
  • Þórgunnur Snædal. 2003. „Rúnaristur á Íslandi.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 5-68. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík.

Mynd:

  • Þórgunnur Snædal. 2011. „Rúnum ristir gripir frá Alþingisreitnum og Urriðakoti.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 178. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík. Myndin er lítillega aðlöguð af ritstjórn Vísindavefsins.

Höfundur

Þórgunnur Snædal

rúnafræðingur

Útgáfudagur

3.2.2014

Spyrjandi

Birkir Kristinsson, Silja Jóhannsdóttir

Tilvísun

Þórgunnur Snædal. „Er íslenskt rúnaletur á skartgripum sem sumar verslanir selja? “ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66572.

Þórgunnur Snædal. (2014, 3. febrúar). Er íslenskt rúnaletur á skartgripum sem sumar verslanir selja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66572

Þórgunnur Snædal. „Er íslenskt rúnaletur á skartgripum sem sumar verslanir selja? “ Vísindavefurinn. 3. feb. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66572>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er íslenskt rúnaletur á skartgripum sem sumar verslanir selja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Er til eitthvað sem heitir íslenskt rúnaletur, til dæmis eins og sumar skartgripaverslanir segjast vera með á gripum?

Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur.

Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok þjóðveldisins verður munurinn þó smám saman meiri og séríslenskar rúnamyndir verða algengari.

Þessar rúnir voru í norska/íslenska rúnaletrinu á 10. og 11. öld. Síðasta rúnin, y, er aðeins þekkt í einni ristu á Íslandi.

Þau letur sem skartgripaverslanir eru með á gripum eru að vísu íslensk og í ætt við rúnir en þau eru tæplega eldri en frá seinni hluta 18. aldar eða 19. öld. Allan þann tíma voru fræðimenn uppteknir við að gera stöðugt ný letur.

Heimildir:

  • Þórgunnur Snædal. 2011. „Rúnum ristir gripir frá Alþingisreitnum og Urriðakoti.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 167-185. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík.
  • Þórgunnur Snædal. 2003. „Rúnaristur á Íslandi.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 5-68. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík.

Mynd:

  • Þórgunnur Snædal. 2011. „Rúnum ristir gripir frá Alþingisreitnum og Urriðakoti.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 178. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík. Myndin er lítillega aðlöguð af ritstjórn Vísindavefsins.

...