Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd og eru mörg þeirra hættuleg heilsu manna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að tóbaksneysla eykur verulega líkurnar á alvarlegum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og lungnasjúkdómum.

Talið er að um 1,3 milljarður manna í heiminum reyki. Áætlað er að á hverju ári deyi 4,9 milljónir af völdum sjúkdóma sem tengjast reykingum. Að jafnaði gerir það rúmlega 13.000 reykingatengd dauðsföll á hverjum degi, um 550 á klukkutíma eða um 9 á hverri mínútu.



Reykingar kosta tæplega 5 milljónir jarðarbúa lífið á ári hverju.

Alls má rekja eitt af hverjum tíu dauðsföllum fullorðinna í heiminum til reykinga. Nú er svo komið að fleiri deyja af völdum reykinga en vegna alnæmis, lyfjaneyslu (bæði löglegra og ólöglegra lyfja), umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt.

Haldi reykingar áfram eins og þær eru í dag er talið að árið 2025 muni þær valda 10 milljónum dauðsfalla árlega. Helmingur þeirra sem reykja í dag, um 650 milljónir, munu að lokum verða tóbakinu að bráð.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um reykingar og sjúkdóma sem þeim tengjast, til dæmis:

Hægt er að nálgast fleiri svör um reykingar með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Heimild: Alþjóða heilbrigðismálastofnunin - The Tobacco Atlas

Mynd: Scientific American.com

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.5.2007

Spyrjandi

Brynja Gunnarsdóttir
Þorbjörg Henný
Hafsteinn Ragnarsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2007. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6661.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2007, 31. maí). Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6661

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2007. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6661>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?
Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd og eru mörg þeirra hættuleg heilsu manna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að tóbaksneysla eykur verulega líkurnar á alvarlegum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og lungnasjúkdómum.

Talið er að um 1,3 milljarður manna í heiminum reyki. Áætlað er að á hverju ári deyi 4,9 milljónir af völdum sjúkdóma sem tengjast reykingum. Að jafnaði gerir það rúmlega 13.000 reykingatengd dauðsföll á hverjum degi, um 550 á klukkutíma eða um 9 á hverri mínútu.



Reykingar kosta tæplega 5 milljónir jarðarbúa lífið á ári hverju.

Alls má rekja eitt af hverjum tíu dauðsföllum fullorðinna í heiminum til reykinga. Nú er svo komið að fleiri deyja af völdum reykinga en vegna alnæmis, lyfjaneyslu (bæði löglegra og ólöglegra lyfja), umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt.

Haldi reykingar áfram eins og þær eru í dag er talið að árið 2025 muni þær valda 10 milljónum dauðsfalla árlega. Helmingur þeirra sem reykja í dag, um 650 milljónir, munu að lokum verða tóbakinu að bráð.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um reykingar og sjúkdóma sem þeim tengjast, til dæmis:

Hægt er að nálgast fleiri svör um reykingar með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Heimild: Alþjóða heilbrigðismálastofnunin - The Tobacco Atlas

Mynd: Scientific American.com...