Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt fram á að tóbaksneysla eykur verulega líkurnar á alvarlegum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og lungnasjúkdómum.

Margir tengja reykingar og dauðsföll af þeirra völdum við krabbamein og er það ekki að ósekju. Árlega greinast á Íslandi rúmlega 80 karlar og 60 konur með krabbamein sem rekja má beint til reykinga. Flestir þessara einstaklinga fá lungnakrabbamein, eða um 100 manns árlega. Í langflestum tilfellum greinist lungnakrabbamein seint og batalíkur því minni en í mörgum öðrum krabbameinstilfellum. Samt sem áður eru hjartasjúkdómar algengasta banameinið sem tengist reykingum.



Áætlað er að reykingar hafi árlega kostað að meðaltali 263 Íslendinga lífið á tímabilinu 1995-2004.

Heilbrigðisráðherra svaraði fyrirspurn á Alþingi um dauðsföll af völdum reykinga og var það svar unnið upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands, Lýðheilsustöð og Hjartavernd. Í því kemur fram að á tíu ára tímabili, frá 1995 til 2004, létust árlega að meðaltali 1.483 Íslendingar á aldrinum 30-89 ára. Áætlað er að á þessu tímabili megi að jafnaði rekja 263 dauðsföll á ári til reykinga, eða 17,7%.

Eðli málsins samkvæmt er það nokkuð breytilegt á milli aldurshópa hversu algeng dauðsföll af völdum reykinga eru. Hlutfallslega eru reykingar algengari orsök dauðsfalla í yngri aldurshópunum. Sem dæmi þá er talið að á þessu tíu ára tímabili hafi að jafnaði um 30% (7 af 23) árlegra dauðsfalla kvenna á aldrinum 30-39 ára tengst reykingum en um 11,5% (21 af 185) dauðsfalla á ári í aldurshópnum 80-89 ára.

Það er líka breytileiki eftir kyni. Frá 1995 til 2004 mátti rekja um fimmta hvert dauðsfall karla á aldrinum 30-69 ára til reykinga og nærri fjórða hvert dauðsfall kvenna.

Þrátt fyrir að reykingar eigi þátt í svona mörgum dauðsföllum þá hefur þróunin verið í rétta átt. Til samanburðar var skoðað hvað reykingar hefðu átt þátt í mörgum dauðsföllum áratuginn á undan, 1985 til 1994. Þá kom í ljós að um 366 dauðsföll urðu vegna reykinga á ári að jafnaði fyrir alla aldurshópa, eða eitt dauðsfall á dag.

Þessi fækkun dauðsfalla af völdum reykinga skýrist væntanlega að verulegu leyti af því að nokkuð hefur dregið úr reykingum á undanförnum áratugum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað reykja margir á Íslandi? Hluti skýringarinnar kann líka að liggja í framförum í læknavísindum og greiningu og meðferð sjúkdóma.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um reykingar og sjúkdóma sem þeim tengjast, til dæmis:

Hægt er að nálgast fleiri svör um reykingar með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Heimild: 132. löggjafarþing 2005–2006. Þskj. 1172 — 476. mál. Svar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Valdimars L. Friðrikssonar um dauðsföll af völdum tóbaksreykinga.

Mynd: BBC News

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.6.2007

Spyrjandi

Sveinn Víkingur Þorsteinsson
Bergþór Skúlason
Daníel Örn Björnsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2007. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6664.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2007, 1. júní). Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6664

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2007. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6664>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?
Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt fram á að tóbaksneysla eykur verulega líkurnar á alvarlegum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og lungnasjúkdómum.

Margir tengja reykingar og dauðsföll af þeirra völdum við krabbamein og er það ekki að ósekju. Árlega greinast á Íslandi rúmlega 80 karlar og 60 konur með krabbamein sem rekja má beint til reykinga. Flestir þessara einstaklinga fá lungnakrabbamein, eða um 100 manns árlega. Í langflestum tilfellum greinist lungnakrabbamein seint og batalíkur því minni en í mörgum öðrum krabbameinstilfellum. Samt sem áður eru hjartasjúkdómar algengasta banameinið sem tengist reykingum.



Áætlað er að reykingar hafi árlega kostað að meðaltali 263 Íslendinga lífið á tímabilinu 1995-2004.

Heilbrigðisráðherra svaraði fyrirspurn á Alþingi um dauðsföll af völdum reykinga og var það svar unnið upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands, Lýðheilsustöð og Hjartavernd. Í því kemur fram að á tíu ára tímabili, frá 1995 til 2004, létust árlega að meðaltali 1.483 Íslendingar á aldrinum 30-89 ára. Áætlað er að á þessu tímabili megi að jafnaði rekja 263 dauðsföll á ári til reykinga, eða 17,7%.

Eðli málsins samkvæmt er það nokkuð breytilegt á milli aldurshópa hversu algeng dauðsföll af völdum reykinga eru. Hlutfallslega eru reykingar algengari orsök dauðsfalla í yngri aldurshópunum. Sem dæmi þá er talið að á þessu tíu ára tímabili hafi að jafnaði um 30% (7 af 23) árlegra dauðsfalla kvenna á aldrinum 30-39 ára tengst reykingum en um 11,5% (21 af 185) dauðsfalla á ári í aldurshópnum 80-89 ára.

Það er líka breytileiki eftir kyni. Frá 1995 til 2004 mátti rekja um fimmta hvert dauðsfall karla á aldrinum 30-69 ára til reykinga og nærri fjórða hvert dauðsfall kvenna.

Þrátt fyrir að reykingar eigi þátt í svona mörgum dauðsföllum þá hefur þróunin verið í rétta átt. Til samanburðar var skoðað hvað reykingar hefðu átt þátt í mörgum dauðsföllum áratuginn á undan, 1985 til 1994. Þá kom í ljós að um 366 dauðsföll urðu vegna reykinga á ári að jafnaði fyrir alla aldurshópa, eða eitt dauðsfall á dag.

Þessi fækkun dauðsfalla af völdum reykinga skýrist væntanlega að verulegu leyti af því að nokkuð hefur dregið úr reykingum á undanförnum áratugum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað reykja margir á Íslandi? Hluti skýringarinnar kann líka að liggja í framförum í læknavísindum og greiningu og meðferð sjúkdóma.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um reykingar og sjúkdóma sem þeim tengjast, til dæmis:

Hægt er að nálgast fleiri svör um reykingar með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Heimild: 132. löggjafarþing 2005–2006. Þskj. 1172 — 476. mál. Svar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Valdimars L. Friðrikssonar um dauðsföll af völdum tóbaksreykinga.

Mynd: BBC News...