Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi?

Guðmundur L. Hafsteinsson

Við stækkun dómkirkjunnar í Reykjavík á árunum 1847-8 er sement notað í múrhúðun kirkjunnar. Er það í fyrsta sinn sem sement er notað hér á landi svo að vitað sé. Sement er ekki notað aftur fyrr en við byggingu Dóm- og hegningarhússins 1871. Eftir þetta fara að birtast greinar í tímaritum um möguleika steinsteypu til húsagerðar bæði með því að hlaða þau úr steinsteyptum steinum og steypa veggi í mót.

Fyrsta húsið, sem reist var úr steinsteyptum steinum, var Garðar á Akranesi árið 1876-82 en gaflhyrnur þess eru steyptar í borðamót. Árið 1895 er fyrsta steinsteypuhúsið reist í Sveinatungu í Borgarfirði. Bæði húsin standa á kjallara hlöðnum úr holtagrjóti. Sigurður Hansson steinsmiður byggði bæði húsin.

Garðar á Akranesi.

Á fyrstu áratugum steinsteypuhúsa voru því bæði byggð hús úr steinsteypusteinum og veggir steyptir í mót. Í byggingarreglugerð frá 1903 eru steinsteypuhús sögð jafngóð steinhúsum og eftir brunann í miðbæ Reykjavíkur árið 1915 var byggingu timburhúsa settar það miklar skorður í viðauka við byggingarsamþykkt þar að ekki var fært að byggja úr öðru byggingarefni en steinsteypu og steinsteypuöld gekk í garð.

Allt þar til að áhrifa fúnksjónalismans fór að gæta hér í byrjun fjórða áratugarins litu byggingarmenn á steinsteypu sem byggingarefni sem kæmi í stað timburs, grjóts eða múrsteina í húsum. Gerð, uppbygging, útlit og fyrirkomulag steinsteypuhúsa var nánast með sama hætt og timbur- og steinhúsa.

Stórhýsi, sem risu fram undir 1930, voru hönnuð með múrsteinshús í Evrópu sem fyrirmynd en þau voru byggð undir mismunandi stíláhrifum sem réðst meðal annars af byggingarefni þeirra og þeim möguleikum og takmörkunum sem þau höfðu. Þessi hús eru flest í nýklassískum stíl þótt fleiri stílgerða gæti einnig en þessi skilningur á notkun steinsteypu er mjög sérstakur.

Það eru einkum hús eftir arkitektana Guðjón Samúelsson og fyrstu hús Sigurðar Guðmundssonar sem bera þessi einkenni en aðrir hönnuðir fylgdu í kjölfarið. Nefna má sem dæmi um hús Guðjóns Eimskipafélagshúsið frá 1919, stækkun Landsbankans árin 1922-24, Vonarstræti 4 frá 1925, Landspítalann frá 1925-30 og Landakotskirkju frá 1929. Af húsum Sigurðar má nefna Barnaskóla Austurbæjar frá 1925 og Elliheimilið Grund frá 1928.

Þegar fúnksjónalisminn berst hingað um 1930 breytist gerð steinsteypuhúsa verulega. Útlit, gluggasetning og gerð þeirra, yfirborðsmeðhöndlun og fyrirkomulag innandyra varð með allt öðrum hætti. Aðlögun hinnar nýju stefnu að íslenskum aðstæðum skapaði nýja húsagerð. Módernisminn upp úr 1950 hafði í för með sér að alþjóðleg sjónarmið í hönnun húsa náði yfirtökunum en þjóðlegra einkenna gætti lítt.


Texti þessi svars er fenginn úr ritinu Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970. Myndin eru úr sama riti. Efnið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Höfundur

Útgáfudagur

12.5.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðmundur L. Hafsteinsson. „Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2014. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66972.

Guðmundur L. Hafsteinsson. (2014, 12. maí). Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66972

Guðmundur L. Hafsteinsson. „Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2014. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66972>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi?
Við stækkun dómkirkjunnar í Reykjavík á árunum 1847-8 er sement notað í múrhúðun kirkjunnar. Er það í fyrsta sinn sem sement er notað hér á landi svo að vitað sé. Sement er ekki notað aftur fyrr en við byggingu Dóm- og hegningarhússins 1871. Eftir þetta fara að birtast greinar í tímaritum um möguleika steinsteypu til húsagerðar bæði með því að hlaða þau úr steinsteyptum steinum og steypa veggi í mót.

Fyrsta húsið, sem reist var úr steinsteyptum steinum, var Garðar á Akranesi árið 1876-82 en gaflhyrnur þess eru steyptar í borðamót. Árið 1895 er fyrsta steinsteypuhúsið reist í Sveinatungu í Borgarfirði. Bæði húsin standa á kjallara hlöðnum úr holtagrjóti. Sigurður Hansson steinsmiður byggði bæði húsin.

Garðar á Akranesi.

Á fyrstu áratugum steinsteypuhúsa voru því bæði byggð hús úr steinsteypusteinum og veggir steyptir í mót. Í byggingarreglugerð frá 1903 eru steinsteypuhús sögð jafngóð steinhúsum og eftir brunann í miðbæ Reykjavíkur árið 1915 var byggingu timburhúsa settar það miklar skorður í viðauka við byggingarsamþykkt þar að ekki var fært að byggja úr öðru byggingarefni en steinsteypu og steinsteypuöld gekk í garð.

Allt þar til að áhrifa fúnksjónalismans fór að gæta hér í byrjun fjórða áratugarins litu byggingarmenn á steinsteypu sem byggingarefni sem kæmi í stað timburs, grjóts eða múrsteina í húsum. Gerð, uppbygging, útlit og fyrirkomulag steinsteypuhúsa var nánast með sama hætt og timbur- og steinhúsa.

Stórhýsi, sem risu fram undir 1930, voru hönnuð með múrsteinshús í Evrópu sem fyrirmynd en þau voru byggð undir mismunandi stíláhrifum sem réðst meðal annars af byggingarefni þeirra og þeim möguleikum og takmörkunum sem þau höfðu. Þessi hús eru flest í nýklassískum stíl þótt fleiri stílgerða gæti einnig en þessi skilningur á notkun steinsteypu er mjög sérstakur.

Það eru einkum hús eftir arkitektana Guðjón Samúelsson og fyrstu hús Sigurðar Guðmundssonar sem bera þessi einkenni en aðrir hönnuðir fylgdu í kjölfarið. Nefna má sem dæmi um hús Guðjóns Eimskipafélagshúsið frá 1919, stækkun Landsbankans árin 1922-24, Vonarstræti 4 frá 1925, Landspítalann frá 1925-30 og Landakotskirkju frá 1929. Af húsum Sigurðar má nefna Barnaskóla Austurbæjar frá 1925 og Elliheimilið Grund frá 1928.

Þegar fúnksjónalisminn berst hingað um 1930 breytist gerð steinsteypuhúsa verulega. Útlit, gluggasetning og gerð þeirra, yfirborðsmeðhöndlun og fyrirkomulag innandyra varð með allt öðrum hætti. Aðlögun hinnar nýju stefnu að íslenskum aðstæðum skapaði nýja húsagerð. Módernisminn upp úr 1950 hafði í för með sér að alþjóðleg sjónarmið í hönnun húsa náði yfirtökunum en þjóðlegra einkenna gætti lítt.


Texti þessi svars er fenginn úr ritinu Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970. Myndin eru úr sama riti. Efnið er lítillega aðlagað Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

...