Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?

Erlendur Jónsson

Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um.

Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða til að vísa til hluta. Í fyrsta lagi eru það fornöfn, bæði persónufornöfn eins og ég, þú, hann og svo framvegis, og ábendingarfornöfn eins og þetta, þessi, það og hinn. Við notum fornöfn til að vísa til hluta þegar ráða má af samhengi um hvað er verið að tala. Til dæmis vísar ég alltaf til þess sem talar, þú til viðmælandans og þetta til einhvers sem bent er á.

Í öðru lagi vísum við til hluta eða persóna með því að nota svokallaðar ákveðnar lýsingar, orðasambönd eins og „fyrsti geimfarinn“, „konan mín“, „forseti Íslands“ og „maðurinn þarna“. Ákveðin lýsing vísar til einhvers eins hlutar með því að gefa til kynna tiltekin einkenni hans; með notkun ákveðna greinisins, ábendingarfornafns eða eignarfalls er jafnframt tekið fram að um sé að ræða einstakan hlut eða persónu.

Í þriðja lagi vísum við til hluta með eiginnöfnum, en eiginnafn er eins konar merkimiði sem við setjum á hlut til að vísa til hans. Við getum í grundvallaratriðum gefið hlut hvaða eiginnafn sem er. Þannig get ég kallað útigrillið mitt Pétur eða Júlíus ef ég vil, og flestir gefa hundinum sínum nafn að eigin vali. Hins vegar eru oft ákveðnar hefðir sem ríkja um það að gefa nöfn, til dæmis hefðbundin skírn, og landfræðileg heiti verða yfirleitt til við langa hefð.


Tónlistarmaðurinn Prince var á tímabili kallaður „listamaðurinn sem áður var þekktur sem Prince“, síðar stytt í „Listamaðurinn“. Þótt „Listamaðurinn“ hafi fyrst verið ákveðin lýsing breyttist orðið smám saman í eiginnafn, þar sem það vísaði einungis til þessa tiltekna manns.

Að ytra formi geta eiginnafn og ákveðin lýsing oft verið lík; til að mynda getur „Meistarinn“ ýmist verið ákveðin lýsing eða eiginnafn. Munurinn felst í því að ákveðin lýsing er háð samhengi en eiginnafn vísar alltaf til tiltekins hlutar eða persónu, svo lengi sem samkomulag ríkir um slíka notkun nafnsins. Þannig getur ákveðna lýsingin „maðurinn þarna“ átt við um ólíkar manneskjur, allt eftir því á hvern er bent. „Blönduós“ er aftur á móti eiginnafn, þar sem það vísar ávallt til sama staðar. Þótt ef til vill hafi upphaflega verið um að ræða ákveðna lýsingu, það er vísað var til „bæjarins við ósa Blöndu“, breyttist ákveðna lýsingin í eiginnafn. Nafnið „Blönduós“ myndi þannig ekki hætta að vísa til þessa bæjar jafnvel þótt áin Blanda breytti farvegi sínum eða annar bær yrði reistur við ósa hennar.

Nú er augljóst að við vísum til mjög margra hluta — í raun flestra hluta — án þess að gefa þeim eiginnöfn. Við gefum ekki bíl eða laufblaði nafn þótt við viljum tala um þau, og oft þekkjum við ekki nöfn manna en viljum samt ræða um þá, til dæmis með ákveðnu lýsingunni: „konan í rauða kjólnum sem þú hittir í Kringlunni í gær“.

Hvenær notum við eiginnöfn? Það gerum við augsýnilega helst þegar um er að ræða mikilvæga hluti sem við þurfum oft að vísa til eða sem þarf að vera hægt að vísa til á kerfisbundinn hátt. Þetta gildir meðal annars um persónur, gæludýr, stofnanir og landfræðileg fyrirbæri eins og borgir, ár og fjöll.

Í rauninni gætum við vísað til manna án þess að nota eiginnöfn, með fornöfnum eða ákveðnum lýsingum, en það yrði bara miklu stirðbusalegra og ógagnsærra. Við myndum smám saman sjá okkur knúin til að nota eiginnöfn, til að forðast endurtekningar og misskilning. Ímyndum okkur þannig að ég kallaði hundinn minn alltaf „hundurinn minn“, og hið sama gilti um aðra hundaeigendur. „Hundurinn minn“ vísar þá til mismunandi hunda, allt eftir því hver talar, og því gæti komið fram misskilningur sem tímafrekt væri að greiða úr. Við gætum líka notað kennitölu fólks í stað nafns þess, en kennitölur er erfitt að muna þar sem þær eru langar og óþjálar. Fornöfn henta við ákveðin tækifæri, svo sem þegar það eða sá sem talað er um er nálægur, en alls ekki alltaf.

Svarið við spurningunni er þannig einfaldlega þetta: Menn þurfa ekki endilega að heita eitthvað, en það er óneitanlega bæði skemmtilegra og þægilegra að þeir geri það!

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir, frekara lesefni og mynd

  • Erlendur Jónsson: Frumhugtök rökfræðinnar (Reykjavík 1998).
  • Farhang Zabeeh: What is in a Name? (Martinus Nijhoff, The Hague, 1968)
  • Á Questia.com er að finna fjölmargar ábendingar um lesefni er tengist spurningunni.
  • Mynd: Image:Prince.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia. Myndin er birt undir GNU leyfi.

Höfundur

prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

3.7.2007

Spyrjandi

Brynja Ómarsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Erlendur Jónsson. „Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann? “ Vísindavefurinn, 3. júlí 2007. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6709.

Erlendur Jónsson. (2007, 3. júlí). Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6709

Erlendur Jónsson. „Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann? “ Vísindavefurinn. 3. júl. 2007. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6709>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?
Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um.

Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða til að vísa til hluta. Í fyrsta lagi eru það fornöfn, bæði persónufornöfn eins og ég, þú, hann og svo framvegis, og ábendingarfornöfn eins og þetta, þessi, það og hinn. Við notum fornöfn til að vísa til hluta þegar ráða má af samhengi um hvað er verið að tala. Til dæmis vísar ég alltaf til þess sem talar, þú til viðmælandans og þetta til einhvers sem bent er á.

Í öðru lagi vísum við til hluta eða persóna með því að nota svokallaðar ákveðnar lýsingar, orðasambönd eins og „fyrsti geimfarinn“, „konan mín“, „forseti Íslands“ og „maðurinn þarna“. Ákveðin lýsing vísar til einhvers eins hlutar með því að gefa til kynna tiltekin einkenni hans; með notkun ákveðna greinisins, ábendingarfornafns eða eignarfalls er jafnframt tekið fram að um sé að ræða einstakan hlut eða persónu.

Í þriðja lagi vísum við til hluta með eiginnöfnum, en eiginnafn er eins konar merkimiði sem við setjum á hlut til að vísa til hans. Við getum í grundvallaratriðum gefið hlut hvaða eiginnafn sem er. Þannig get ég kallað útigrillið mitt Pétur eða Júlíus ef ég vil, og flestir gefa hundinum sínum nafn að eigin vali. Hins vegar eru oft ákveðnar hefðir sem ríkja um það að gefa nöfn, til dæmis hefðbundin skírn, og landfræðileg heiti verða yfirleitt til við langa hefð.


Tónlistarmaðurinn Prince var á tímabili kallaður „listamaðurinn sem áður var þekktur sem Prince“, síðar stytt í „Listamaðurinn“. Þótt „Listamaðurinn“ hafi fyrst verið ákveðin lýsing breyttist orðið smám saman í eiginnafn, þar sem það vísaði einungis til þessa tiltekna manns.

Að ytra formi geta eiginnafn og ákveðin lýsing oft verið lík; til að mynda getur „Meistarinn“ ýmist verið ákveðin lýsing eða eiginnafn. Munurinn felst í því að ákveðin lýsing er háð samhengi en eiginnafn vísar alltaf til tiltekins hlutar eða persónu, svo lengi sem samkomulag ríkir um slíka notkun nafnsins. Þannig getur ákveðna lýsingin „maðurinn þarna“ átt við um ólíkar manneskjur, allt eftir því á hvern er bent. „Blönduós“ er aftur á móti eiginnafn, þar sem það vísar ávallt til sama staðar. Þótt ef til vill hafi upphaflega verið um að ræða ákveðna lýsingu, það er vísað var til „bæjarins við ósa Blöndu“, breyttist ákveðna lýsingin í eiginnafn. Nafnið „Blönduós“ myndi þannig ekki hætta að vísa til þessa bæjar jafnvel þótt áin Blanda breytti farvegi sínum eða annar bær yrði reistur við ósa hennar.

Nú er augljóst að við vísum til mjög margra hluta — í raun flestra hluta — án þess að gefa þeim eiginnöfn. Við gefum ekki bíl eða laufblaði nafn þótt við viljum tala um þau, og oft þekkjum við ekki nöfn manna en viljum samt ræða um þá, til dæmis með ákveðnu lýsingunni: „konan í rauða kjólnum sem þú hittir í Kringlunni í gær“.

Hvenær notum við eiginnöfn? Það gerum við augsýnilega helst þegar um er að ræða mikilvæga hluti sem við þurfum oft að vísa til eða sem þarf að vera hægt að vísa til á kerfisbundinn hátt. Þetta gildir meðal annars um persónur, gæludýr, stofnanir og landfræðileg fyrirbæri eins og borgir, ár og fjöll.

Í rauninni gætum við vísað til manna án þess að nota eiginnöfn, með fornöfnum eða ákveðnum lýsingum, en það yrði bara miklu stirðbusalegra og ógagnsærra. Við myndum smám saman sjá okkur knúin til að nota eiginnöfn, til að forðast endurtekningar og misskilning. Ímyndum okkur þannig að ég kallaði hundinn minn alltaf „hundurinn minn“, og hið sama gilti um aðra hundaeigendur. „Hundurinn minn“ vísar þá til mismunandi hunda, allt eftir því hver talar, og því gæti komið fram misskilningur sem tímafrekt væri að greiða úr. Við gætum líka notað kennitölu fólks í stað nafns þess, en kennitölur er erfitt að muna þar sem þær eru langar og óþjálar. Fornöfn henta við ákveðin tækifæri, svo sem þegar það eða sá sem talað er um er nálægur, en alls ekki alltaf.

Svarið við spurningunni er þannig einfaldlega þetta: Menn þurfa ekki endilega að heita eitthvað, en það er óneitanlega bæði skemmtilegra og þægilegra að þeir geri það!

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir, frekara lesefni og mynd

  • Erlendur Jónsson: Frumhugtök rökfræðinnar (Reykjavík 1998).
  • Farhang Zabeeh: What is in a Name? (Martinus Nijhoff, The Hague, 1968)
  • Á Questia.com er að finna fjölmargar ábendingar um lesefni er tengist spurningunni.
  • Mynd: Image:Prince.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia. Myndin er birt undir GNU leyfi.
...