Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju nota breskir dómarar og lögmenn hárkollur í réttarsal?

Lena Mjöll Markusdóttir

Margir hafa væntanlega kynnst dæmigerðum réttarhöldum í Bretlandi og Bandaríkjunum í gegnum kvikmyndir og sjónvarsþætti. Iðulega eru dómarar og lögmenn á þessum vettvangi með hárkollur við málflutning.

Hárkollurnar geta verið mismunandi. Dómarinn er oftast með síða hárkollu sem nær niður á axlir en lögmaðurinn ber styttri hárkollu sem tekin er saman í tagl í hnakkanum, líkt og þær sem sjást á myndinni hér fyrir neðan. Hárkollur hafa aðeins verið notaðar af dómurum og lögmönnum í Bretlandi og fyrrum nýlendum þess. Hins vegar klæðast dómarar og lögmenn í flestum ríkjum skikkjum, til að mynda á Íslandi. Það er þó ekki svo að hárkollurnar séu alltaf notaðar heldur hefur notkun þeirra farið mjög minnkandi með árunum.

Notkun hárkolla í dómsal í Bretlandi og í breskum nýlendum, til að mynda í Bandaríkjunum og Ástralíu, hófst seint á sautjándu öld, en um það leyti voru hárkollur almennt móðins hjá efnuðu og menntuðu fólki. Eftir að hárkollurnar fóru úr tísku héldu dómarar og lögmenn áfram að nota þær með þeim rökum að þeim fylgdi bæði hátíðlegt og hlutlaust yfirbragð. Hlutverk þeirra var því tvíþætt; að tolla í tískunni og að vera eins konar stöðutákn til þess aðskilja lögmenn og dómara frá almúganum sem átti erindi í dómsalinn.

Það er gamlgróin hefð í Bretlandi og fyrrum breskum nýlendum að dómarar beri síða hárkollu en lögmenn styttri hárkollu. Þessi hefð er þó á undanhaldi. Í Bretlandi hafa hárkollurnar aðeins verið notaðar í refsimálum frá árinu 2007. Hárkollurnar eru gerðar úr hrosshári.

Það hefur aldrei verið skylda að lögmenn og dómarar beri hárkollur í dómsal, heldur er um gamalgróna hefð að ræða. Enn þann dag í dag eru hárkollur notaðar í dómsölum. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um hvort halda eigi notkun hárkollanna áfram. Mörgum finnst þær gamaldags og óþægilegar auk þess sem þær þykja bæði dýrar og eldast illa, en lögmaður kaupir venjulega eina hárkollu sem á að endast út starfsævina. Öðrum þykja þær sjálfsagður hluti af breskri menningu og réttarkerfi og vilja halda í það hlutleysi sem fylgja á notkun hárkollanna. Notkun þeirra hefur farið minnkandi og sums staðar, til dæmis á Nýja-Sjálandi, takmarkast notkun þeirra við hátíðleg tilefni líkt og þegar lögfræðingar fá málflutningsréttindi sín. Í Bretlandi hafa hárkollurnar aðeins verið notaðar í refsimálum frá árinu 2007.

Upprunalega voru hárkollurnar úr mannshári og púðraðar hvítar eða gráar og krullaðar. Frá árinu 1822 hefur hins vegar verið notast við hárkollur úr hvítu hrosshári sem þarfnast mun minna viðhalds og þarf hvorki að púðra né krulla.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

15.9.2014

Spyrjandi

Máni Huginsson, f. 1999

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Af hverju nota breskir dómarar og lögmenn hárkollur í réttarsal?“ Vísindavefurinn, 15. september 2014. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67164.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2014, 15. september). Af hverju nota breskir dómarar og lögmenn hárkollur í réttarsal? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67164

Lena Mjöll Markusdóttir. „Af hverju nota breskir dómarar og lögmenn hárkollur í réttarsal?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2014. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67164>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju nota breskir dómarar og lögmenn hárkollur í réttarsal?
Margir hafa væntanlega kynnst dæmigerðum réttarhöldum í Bretlandi og Bandaríkjunum í gegnum kvikmyndir og sjónvarsþætti. Iðulega eru dómarar og lögmenn á þessum vettvangi með hárkollur við málflutning.

Hárkollurnar geta verið mismunandi. Dómarinn er oftast með síða hárkollu sem nær niður á axlir en lögmaðurinn ber styttri hárkollu sem tekin er saman í tagl í hnakkanum, líkt og þær sem sjást á myndinni hér fyrir neðan. Hárkollur hafa aðeins verið notaðar af dómurum og lögmönnum í Bretlandi og fyrrum nýlendum þess. Hins vegar klæðast dómarar og lögmenn í flestum ríkjum skikkjum, til að mynda á Íslandi. Það er þó ekki svo að hárkollurnar séu alltaf notaðar heldur hefur notkun þeirra farið mjög minnkandi með árunum.

Notkun hárkolla í dómsal í Bretlandi og í breskum nýlendum, til að mynda í Bandaríkjunum og Ástralíu, hófst seint á sautjándu öld, en um það leyti voru hárkollur almennt móðins hjá efnuðu og menntuðu fólki. Eftir að hárkollurnar fóru úr tísku héldu dómarar og lögmenn áfram að nota þær með þeim rökum að þeim fylgdi bæði hátíðlegt og hlutlaust yfirbragð. Hlutverk þeirra var því tvíþætt; að tolla í tískunni og að vera eins konar stöðutákn til þess aðskilja lögmenn og dómara frá almúganum sem átti erindi í dómsalinn.

Það er gamlgróin hefð í Bretlandi og fyrrum breskum nýlendum að dómarar beri síða hárkollu en lögmenn styttri hárkollu. Þessi hefð er þó á undanhaldi. Í Bretlandi hafa hárkollurnar aðeins verið notaðar í refsimálum frá árinu 2007. Hárkollurnar eru gerðar úr hrosshári.

Það hefur aldrei verið skylda að lögmenn og dómarar beri hárkollur í dómsal, heldur er um gamalgróna hefð að ræða. Enn þann dag í dag eru hárkollur notaðar í dómsölum. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um hvort halda eigi notkun hárkollanna áfram. Mörgum finnst þær gamaldags og óþægilegar auk þess sem þær þykja bæði dýrar og eldast illa, en lögmaður kaupir venjulega eina hárkollu sem á að endast út starfsævina. Öðrum þykja þær sjálfsagður hluti af breskri menningu og réttarkerfi og vilja halda í það hlutleysi sem fylgja á notkun hárkollanna. Notkun þeirra hefur farið minnkandi og sums staðar, til dæmis á Nýja-Sjálandi, takmarkast notkun þeirra við hátíðleg tilefni líkt og þegar lögfræðingar fá málflutningsréttindi sín. Í Bretlandi hafa hárkollurnar aðeins verið notaðar í refsimálum frá árinu 2007.

Upprunalega voru hárkollurnar úr mannshári og púðraðar hvítar eða gráar og krullaðar. Frá árinu 1822 hefur hins vegar verið notast við hárkollur úr hvítu hrosshári sem þarfnast mun minna viðhalds og þarf hvorki að púðra né krulla.

Heimildir og mynd:

...