Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað eru nýyrði?

Ari Páll Kristinsson

Íslenska orðið nýyrði samsvarar að flestu leyti því sem vísað er til með enska orðinu neologism, hinu norska orði neologisme og með sambærilegum orðum í mörgum fleiri málum. Á merkingunni er þó mikilvægur munur sem gert verður grein fyrir hér á eftir.

Lítum á tvær erlendar skýringar á neologism(e):

  • Úr alfræðibók um mál og málfræði (David Chrystal, An Encyclopedic Dictionary of Language & Languages, 1992): „Til að bregðast við breyttum ytri aðstæðum er myndað nýtt orð sem fær nokkra útbreiðslu í málsamfélaginu [...] Meðal dæma frá síðasta áratug 20. aldar eru mörg orð með forliðinn Euro- sem vísar til þess að Evrópubandalagið verður meira áberandi, til dæmis Eurofighter, Euromeasure og Eurothuggery. Aðeins hluti nýyrða verður langlífur í málinu en aldrei er hægt að sjá það fyrir hvort nýyrði lifa eða hverfa“ (þýð. APK). (Frumtexti: „The creation of a new lexical item, as a response to changed circumstances in the external world, which achieves some currency within a speech community; also called coinage. Examples in the 1990s include many new words which include the prefix Euro-, referring to the emerging role of the European Community, such as Eurofighter, Euromeasure, and Eurothuggery. Only some neologisms will become permanent features of the language, but it is never possible to predict which will stay and which will die out.“)
  • Úr Nordisk leksikografisk ordbok (1997): „orð sem á tilteknum tíma er talið nýmyndað, ellegar ný merking í orði sem þegar var til“ (þýð. APK). (Frumtexti: „leksikalsk enhet som på et visst tidspunkt anses å være nyskapt, eller en ny betydning hos en eksisterende leksikalsk enhet[.]“)

Svo sem sjá má er það alls ekki tilgreint í þessum ritum sem sérstakt einkenni á nelogism(e) að orðhlutarnir megi ekki á einhverju stigi málsins hafa borist úr öðru tungumáli.

Orðið súraldin er dæmi um nýyrði í íslensku.

Það er aftur á móti áberandi sérkenni á íslensku málsamfélagi að greint er á milli innlendra og erlendra orðstofna í nýjum orðum. Því er nauðsynlegt að hafa í íslensku sérstakt heiti sem táknar nýtt orð sem er að forminu til aðeins myndað úr innlendum orðhlutum, ekki tökustofnum, og er sá skilningur á orðinu nýyrði í íslensku nú líklega algengastur og almennt viðtekinn. Þannig er litið á nýyrði, til dæmis rafall, súraldin, smáforrit og svo framvegis, að því leytinu til sem eins konar andstæðu við tökuorð, til dæmis dínamór, límóna, app og svo framvegis, enda þótt í öllum þessum tilfellum sé um að ræða ný orð í íslensku.

Í handbókinni Íslenskri tungu II, Orð, eftir Guðrúnu Kvaran, segir (2005: 357): „Ný orð hafa stöðugt bæst við orðaforðann, jafnt tökuorð sem nýyrði“; tökuorð eru skýrð sem „orð sem eitt tungumál fær að láni hjá öðru“ en síðan segir: „Nýyrði verða hins vegar til innanlands, meðvitað eða ómeðvitað.“

Í þessari skýringu fer ekki á milli mála að það sem einna helst greinir nýyrði frá öðrum nýjum orðum í íslensku er að nýyrði eru úr innlendu efni, ekki úr erlendum orðstofnum.

Þörfin fyrir aðgreiningu innlendra og erlendra orðstofna, þegar fjallað er um endurnýjun orðaforðans í íslenskum málfræði- og málræktarritum, tengist náið þeim meginþætti íslenskrar málstefnu sem nefnd hefur verið nýyrðastefna og er ein grein hreintungustefnu.

Mikinn og greinargóðan fróðleik um nýyrði í íslensku má finna í kafla Ágústu Þorbergsdóttur, „Nýyrði“, í Handbók um íslensku (2011).

Mynd:

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

9.4.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvað eru nýyrði?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2014. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67193.

Ari Páll Kristinsson. (2014, 9. apríl). Hvað eru nýyrði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67193

Ari Páll Kristinsson. „Hvað eru nýyrði?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2014. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67193>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru nýyrði?
Íslenska orðið nýyrði samsvarar að flestu leyti því sem vísað er til með enska orðinu neologism, hinu norska orði neologisme og með sambærilegum orðum í mörgum fleiri málum. Á merkingunni er þó mikilvægur munur sem gert verður grein fyrir hér á eftir.

Lítum á tvær erlendar skýringar á neologism(e):

  • Úr alfræðibók um mál og málfræði (David Chrystal, An Encyclopedic Dictionary of Language & Languages, 1992): „Til að bregðast við breyttum ytri aðstæðum er myndað nýtt orð sem fær nokkra útbreiðslu í málsamfélaginu [...] Meðal dæma frá síðasta áratug 20. aldar eru mörg orð með forliðinn Euro- sem vísar til þess að Evrópubandalagið verður meira áberandi, til dæmis Eurofighter, Euromeasure og Eurothuggery. Aðeins hluti nýyrða verður langlífur í málinu en aldrei er hægt að sjá það fyrir hvort nýyrði lifa eða hverfa“ (þýð. APK). (Frumtexti: „The creation of a new lexical item, as a response to changed circumstances in the external world, which achieves some currency within a speech community; also called coinage. Examples in the 1990s include many new words which include the prefix Euro-, referring to the emerging role of the European Community, such as Eurofighter, Euromeasure, and Eurothuggery. Only some neologisms will become permanent features of the language, but it is never possible to predict which will stay and which will die out.“)
  • Úr Nordisk leksikografisk ordbok (1997): „orð sem á tilteknum tíma er talið nýmyndað, ellegar ný merking í orði sem þegar var til“ (þýð. APK). (Frumtexti: „leksikalsk enhet som på et visst tidspunkt anses å være nyskapt, eller en ny betydning hos en eksisterende leksikalsk enhet[.]“)

Svo sem sjá má er það alls ekki tilgreint í þessum ritum sem sérstakt einkenni á nelogism(e) að orðhlutarnir megi ekki á einhverju stigi málsins hafa borist úr öðru tungumáli.

Orðið súraldin er dæmi um nýyrði í íslensku.

Það er aftur á móti áberandi sérkenni á íslensku málsamfélagi að greint er á milli innlendra og erlendra orðstofna í nýjum orðum. Því er nauðsynlegt að hafa í íslensku sérstakt heiti sem táknar nýtt orð sem er að forminu til aðeins myndað úr innlendum orðhlutum, ekki tökustofnum, og er sá skilningur á orðinu nýyrði í íslensku nú líklega algengastur og almennt viðtekinn. Þannig er litið á nýyrði, til dæmis rafall, súraldin, smáforrit og svo framvegis, að því leytinu til sem eins konar andstæðu við tökuorð, til dæmis dínamór, límóna, app og svo framvegis, enda þótt í öllum þessum tilfellum sé um að ræða ný orð í íslensku.

Í handbókinni Íslenskri tungu II, Orð, eftir Guðrúnu Kvaran, segir (2005: 357): „Ný orð hafa stöðugt bæst við orðaforðann, jafnt tökuorð sem nýyrði“; tökuorð eru skýrð sem „orð sem eitt tungumál fær að láni hjá öðru“ en síðan segir: „Nýyrði verða hins vegar til innanlands, meðvitað eða ómeðvitað.“

Í þessari skýringu fer ekki á milli mála að það sem einna helst greinir nýyrði frá öðrum nýjum orðum í íslensku er að nýyrði eru úr innlendu efni, ekki úr erlendum orðstofnum.

Þörfin fyrir aðgreiningu innlendra og erlendra orðstofna, þegar fjallað er um endurnýjun orðaforðans í íslenskum málfræði- og málræktarritum, tengist náið þeim meginþætti íslenskrar málstefnu sem nefnd hefur verið nýyrðastefna og er ein grein hreintungustefnu.

Mikinn og greinargóðan fróðleik um nýyrði í íslensku má finna í kafla Ágústu Þorbergsdóttur, „Nýyrði“, í Handbók um íslensku (2011).

Mynd:

...