Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er hugsanlegt að ný blendingstegund brúnbjarna og hvítabjarna verði til í framtíðinni?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað er pizzly? Gæti stofn af pizzly-björnum orðið til?

Heitið „pizzly“ er viðurkennt alþýðuheiti yfir blending brúnbjarnar (Ursus arctos) og hvítabjarnar (Ursus maritimus). Formlegt vísindaheiti hefur ekki náð alþjóðlegri útbreiðslu.

Það eru vísbendingar um að í kjölfar hlýnandi veðurfars á norðurslóðum séu brúnbirnir, sem kallast grizzlies í Norður-Ameríku, farnir að færa sig norður á bóginn. Slíkt kann að hafa aukið samgang brúnbjarna og hvítabjarna og að því virðist aukið líkur á að tegundirnar æxlist og geti af sér afkvæmi. Árið 2006 sýndi DNA-próf að dýr sem fellt var í Kanada væri blendingur þar sem móðirin hefði verð hvítabjörn en faðirinn brúnbjörn. Það var í fyrsta skipti sem tilvist slíks blendings var staðfest í náttúrunni, en áður voru þekkt dæmi um slíka blendinga í dýragörðum.

Blendingur brúnbjarnar og hvítabjarnar.

Vísindamenn telja að það séu einungis 150 þúsund ár síðan hvítabirnir greindu sig frá brúnbjörnum og er þessi tími sennilega ekki nægjanlegur til að hafa skapað þá erfðafjarlægð sem þarf til að skilja tegundirnar frá hvor annarri, æxlunar- eða erfðafræðilega. Báðar þessar tegundir hafa 74 litninga (37 litningapör) og hafa, eftir því sem best er vitað, óvenju mikla erfðafræðilega samsvörun. Staðfestar heimildir eru fyrir því að blendingsbirna þessara tegunda hafi æxlast við hvítabjarnarkarl og í kjölfarið hafi heilbrigðir húnar fæðst.

Það kann að vera að með áframhaldandi hlýnun á jörðinni muni samruni þessara tegunda aukast og til komi blendingsstofn tegundanna á ákveðnum svæðum. Ef horft er einhver hundruð ár fram í tímann gætu hvítabirnir jafnvel horfið en einhver blendingstegund eða afbrigði brúnbjarna tekið sér bólfestu nyrst á útbreiðslusvæði hans. Þetta eru vissulega bara getgátur en slíkt kann að hafa gerst til dæmis hjá neanderdalsmanninum, það er að hann hafi ekki horfið algjörlega af sviðinu heldur lifað að einhverju leyti hjá Homo sapiens sapiens í Evrasíu. Á sama hátt gæti hvítabjörninn einnig lifað áfram í erfðaefni norðlægra stofna brúnbjarna í Norður-Ameríku og í Síberíu, þó tegundin sem slík væri ekki lengur til.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.6.2014

Spyrjandi

Sævar Helgi Víðisson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er hugsanlegt að ný blendingstegund brúnbjarna og hvítabjarna verði til í framtíðinni?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67237.

Jón Már Halldórsson. (2014, 3. júní). Er hugsanlegt að ný blendingstegund brúnbjarna og hvítabjarna verði til í framtíðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67237

Jón Már Halldórsson. „Er hugsanlegt að ný blendingstegund brúnbjarna og hvítabjarna verði til í framtíðinni?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67237>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hugsanlegt að ný blendingstegund brúnbjarna og hvítabjarna verði til í framtíðinni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað er pizzly? Gæti stofn af pizzly-björnum orðið til?

Heitið „pizzly“ er viðurkennt alþýðuheiti yfir blending brúnbjarnar (Ursus arctos) og hvítabjarnar (Ursus maritimus). Formlegt vísindaheiti hefur ekki náð alþjóðlegri útbreiðslu.

Það eru vísbendingar um að í kjölfar hlýnandi veðurfars á norðurslóðum séu brúnbirnir, sem kallast grizzlies í Norður-Ameríku, farnir að færa sig norður á bóginn. Slíkt kann að hafa aukið samgang brúnbjarna og hvítabjarna og að því virðist aukið líkur á að tegundirnar æxlist og geti af sér afkvæmi. Árið 2006 sýndi DNA-próf að dýr sem fellt var í Kanada væri blendingur þar sem móðirin hefði verð hvítabjörn en faðirinn brúnbjörn. Það var í fyrsta skipti sem tilvist slíks blendings var staðfest í náttúrunni, en áður voru þekkt dæmi um slíka blendinga í dýragörðum.

Blendingur brúnbjarnar og hvítabjarnar.

Vísindamenn telja að það séu einungis 150 þúsund ár síðan hvítabirnir greindu sig frá brúnbjörnum og er þessi tími sennilega ekki nægjanlegur til að hafa skapað þá erfðafjarlægð sem þarf til að skilja tegundirnar frá hvor annarri, æxlunar- eða erfðafræðilega. Báðar þessar tegundir hafa 74 litninga (37 litningapör) og hafa, eftir því sem best er vitað, óvenju mikla erfðafræðilega samsvörun. Staðfestar heimildir eru fyrir því að blendingsbirna þessara tegunda hafi æxlast við hvítabjarnarkarl og í kjölfarið hafi heilbrigðir húnar fæðst.

Það kann að vera að með áframhaldandi hlýnun á jörðinni muni samruni þessara tegunda aukast og til komi blendingsstofn tegundanna á ákveðnum svæðum. Ef horft er einhver hundruð ár fram í tímann gætu hvítabirnir jafnvel horfið en einhver blendingstegund eða afbrigði brúnbjarna tekið sér bólfestu nyrst á útbreiðslusvæði hans. Þetta eru vissulega bara getgátur en slíkt kann að hafa gerst til dæmis hjá neanderdalsmanninum, það er að hann hafi ekki horfið algjörlega af sviðinu heldur lifað að einhverju leyti hjá Homo sapiens sapiens í Evrasíu. Á sama hátt gæti hvítabjörninn einnig lifað áfram í erfðaefni norðlægra stofna brúnbjarna í Norður-Ameríku og í Síberíu, þó tegundin sem slík væri ekki lengur til.

Heimild og mynd:

...