Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Liggur einhver refsing við því að bera ljúgvitni í sakamáli?

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

Stutta svarið við þessari spurningu er já. Í fyrsta málslið 1. mgr. 142. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir:
Hver, sem skýrir rangt frá einhverju fyrir rétti eða stjórnvaldi, sem hefur heimild til heitfestingar, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum.
Hafi skýrsla verið heitfest skal það virt til þyngingar refsingar, samanber annan málslið, en sé skýrsla röng í atriðum sem ekki varða málefnið sem verið er að kanna, má beita sektum eða fangelsi allt að einu ári.

Það telst enn alvarlegra brot að bera ljúgvitni í máli sé það gert með það fyrir augum að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, en samkvæmt 1. mgr. 148. gr. laganna varðar það allt að 10 ára fangelsi, og fangelsi allt að 16 árum hafi brotið haft, eða því verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann.

Réttarsalur í Nuckolls sýslu í Nebraska fylki Bandaríkjanna.

Þessar reglur gilda þó ekki um alla sem bera vitni í máli, því þar er sakborningurinn sjálfur sérstaklega undanskilinn. Samkvæmt 143. gr. almennu hegningarlaganna varðar það sökunaut sjálfan ekki refsingu þó að hann skýri rangt frá málavöxtum. Þeim manni skal ekki heldur refsað, sem rangt hefur skýrt frá atvikum vegna þess að réttar upplýsingar um þau hefðu getað bakað honum refsiábyrgð í slíku máli, eða hann hafði ástæðu til að halda, að svo væri.

Fleiri svör um tengd efni:

Mynd:

Höfundur

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

doktorsnemi í mannréttindalögfræði við háskólann í Strassborg

Útgáfudagur

9.8.2007

Spyrjandi

Ólafur Júliusson

Tilvísun

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Liggur einhver refsing við því að bera ljúgvitni í sakamáli?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2007. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6748.

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. (2007, 9. ágúst). Liggur einhver refsing við því að bera ljúgvitni í sakamáli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6748

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Liggur einhver refsing við því að bera ljúgvitni í sakamáli?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2007. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6748>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Liggur einhver refsing við því að bera ljúgvitni í sakamáli?
Stutta svarið við þessari spurningu er já. Í fyrsta málslið 1. mgr. 142. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir:

Hver, sem skýrir rangt frá einhverju fyrir rétti eða stjórnvaldi, sem hefur heimild til heitfestingar, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum.
Hafi skýrsla verið heitfest skal það virt til þyngingar refsingar, samanber annan málslið, en sé skýrsla röng í atriðum sem ekki varða málefnið sem verið er að kanna, má beita sektum eða fangelsi allt að einu ári.

Það telst enn alvarlegra brot að bera ljúgvitni í máli sé það gert með það fyrir augum að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, en samkvæmt 1. mgr. 148. gr. laganna varðar það allt að 10 ára fangelsi, og fangelsi allt að 16 árum hafi brotið haft, eða því verið ætlað að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann.

Réttarsalur í Nuckolls sýslu í Nebraska fylki Bandaríkjanna.

Þessar reglur gilda þó ekki um alla sem bera vitni í máli, því þar er sakborningurinn sjálfur sérstaklega undanskilinn. Samkvæmt 143. gr. almennu hegningarlaganna varðar það sökunaut sjálfan ekki refsingu þó að hann skýri rangt frá málavöxtum. Þeim manni skal ekki heldur refsað, sem rangt hefur skýrt frá atvikum vegna þess að réttar upplýsingar um þau hefðu getað bakað honum refsiábyrgð í slíku máli, eða hann hafði ástæðu til að halda, að svo væri.

Fleiri svör um tengd efni:

Mynd: