Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?

Sindri Traustason og Þórarinn Sveinsson

Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma.

Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mínútu í allt að 200 lítra á mínútu hjá vel þjálfuðum einstaklingum. Við upphaf áreynslu berast boð frá stöðu- og hreyfinemum í vöðvum og liðamótum til hreyfibarkar heila (e. motor area) um að líkaminn sé á hreyfingu. Frá hreyfiberki berast boð til öndunarstöðvar undirstúku (e. hypothalamus) um að auka bæði tíðni og dýpt andardráttar. Efnanemar í æðakerfi og lungum nema hlutþrýsting koltvísýring og súrefnis, ásamt sýrustigi og eru þær upplýsingar notaðar til að stilla af súrefnisnotkun vefja og súrefnisupptöku í lungum. Í fullfrískum einstaklingi verða því litlar sem engar breytingar á þessum mæligildum nema við mjög ákafa áreynslu.



Það er mikil áreynsla að hlaupa maraþon.

Til að aukin loftupptaka í lungum skili sér til vöðva þarf að auka blóðflæðið um líkamann. Við áreynslu eykst hjartsláttartíðnin, auk þess sem hjartað dælir meira magni blóðs í hverju slagi. Í lítt þjálfuðum einstaklingum eykst blóðflæði um það bil fjórfalt við áreynslu, úr fimm lítrum á mínútu í hvíld í um það bil tuttugu lítra á mínútu. Í vel þjálfuðu fólki getur blóðflæðið aukist í allt að þrjátíu og fimm lítra á mínútu.

Auk þess sem blóðflæðið eykst til muna breytist líka rennsli þess innan líkamans. Í hvíld fer aðeins um tuttugu prósent blóðflæðis til beinagrindarvöðva, en við mikla áreynslu eykst þetta hlutfall upp í allt að níutíu prósent. Á móti skerðist blóðflæði til meltingarvegar og nýrna hins vegar verulega.

Við aukna hreyfingu vöðvanna myndast mikill varmi og getur líkamshiti hækkað verulega við langvarandi áreynslu. Þá getur hitastig í innri líffærum líkamans, svokallaður kjarnhiti, hækkað upp í allt að 40-42°C . Líkaminn losar sig jafnframt við mikinn varma út í andrúmslofið því annars myndi hitastigið hækka enn frekar. Hærra hitastig en 40-42°C getur truflað eðlilega líkamsstarfsemi og skemmt ýmis nauðsynleg ensím.

Blóðflæði til húðar eykst til muna þar sem það kólnar vegna uppgufunar svita. Þessi aukna svitamyndun stuðlar þó einnig að tapi á vökva og steinefnum og því er mikilvægt að drekka vökva eftir að áreynslu líkur. Nánar má lesa um hitastjórnun líkamans í svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann? og svari Þuríðar Þorbjarnardóttur Hvers vegna svitnar maður?

Sú aukning sem verður á blóðþrýstingi við áreynslu er allt frá því að vera óveruleg yfir í allverulegar breytingar, allt eftir gerð og ákefð áreynslunnar. Í léttri þolþjálfun verða ekki miklar breytingar á blóðþrýstingi, en við styrktarþjálfun eins og til dæmis kraftlyftingar getur blóðþrýstingur margfaldast í stuttan tíma. Blóðþrýstingur líkamans er einkum háður blóðflæði frá hjarta og samdráttarástandi æða. Ef æðarnar eru samandregnar veita þær blóðflæðinu mikið viðnám og þrýstingur innan þeirra hækkar. Við áreynslu slaknar hins vegar á æðum sem liggja til beinagrindarvöðva og því minnkar þetta viðnám og blóðflæði til vöðvanna eykst. Við hámarksáreynslu hækkar því meðalblóðþrýstingur ekki nema um 10-20%. Nánar má lesa um blóðþrýsting í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni: Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?

Margvíslegar aðrar breytingar verða á líkamsstarfseminni bæði við áreynslu og í kjölfar hennar. Til dæmis gætir áhrifa hjá flestum ef ekki öllum hormónum líkamans og einnig hjá starfsemi í heilanum sem til dæmis varðar nám og minni. Líkamleg áreynsla hefur einnig áhrif á starfsemi ónæmiskerfisins og á líkamsvefi svo sem bein og brjósk. Áreynsla hefur því áhrif á nánast alla hluta líkamans.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Flickr Photos: crab68

Höfundar

lífeðlisfræðingur

Þórarinn Sveinsson

prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ

Útgáfudagur

14.8.2007

Spyrjandi

Magnea Unnarsdóttir

Tilvísun

Sindri Traustason og Þórarinn Sveinsson. „Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2007. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6754.

Sindri Traustason og Þórarinn Sveinsson. (2007, 14. ágúst). Hvað gerist í líkamanum við áreynslu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6754

Sindri Traustason og Þórarinn Sveinsson. „Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2007. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6754>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?
Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma.

Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mínútu í allt að 200 lítra á mínútu hjá vel þjálfuðum einstaklingum. Við upphaf áreynslu berast boð frá stöðu- og hreyfinemum í vöðvum og liðamótum til hreyfibarkar heila (e. motor area) um að líkaminn sé á hreyfingu. Frá hreyfiberki berast boð til öndunarstöðvar undirstúku (e. hypothalamus) um að auka bæði tíðni og dýpt andardráttar. Efnanemar í æðakerfi og lungum nema hlutþrýsting koltvísýring og súrefnis, ásamt sýrustigi og eru þær upplýsingar notaðar til að stilla af súrefnisnotkun vefja og súrefnisupptöku í lungum. Í fullfrískum einstaklingi verða því litlar sem engar breytingar á þessum mæligildum nema við mjög ákafa áreynslu.



Það er mikil áreynsla að hlaupa maraþon.

Til að aukin loftupptaka í lungum skili sér til vöðva þarf að auka blóðflæðið um líkamann. Við áreynslu eykst hjartsláttartíðnin, auk þess sem hjartað dælir meira magni blóðs í hverju slagi. Í lítt þjálfuðum einstaklingum eykst blóðflæði um það bil fjórfalt við áreynslu, úr fimm lítrum á mínútu í hvíld í um það bil tuttugu lítra á mínútu. Í vel þjálfuðu fólki getur blóðflæðið aukist í allt að þrjátíu og fimm lítra á mínútu.

Auk þess sem blóðflæðið eykst til muna breytist líka rennsli þess innan líkamans. Í hvíld fer aðeins um tuttugu prósent blóðflæðis til beinagrindarvöðva, en við mikla áreynslu eykst þetta hlutfall upp í allt að níutíu prósent. Á móti skerðist blóðflæði til meltingarvegar og nýrna hins vegar verulega.

Við aukna hreyfingu vöðvanna myndast mikill varmi og getur líkamshiti hækkað verulega við langvarandi áreynslu. Þá getur hitastig í innri líffærum líkamans, svokallaður kjarnhiti, hækkað upp í allt að 40-42°C . Líkaminn losar sig jafnframt við mikinn varma út í andrúmslofið því annars myndi hitastigið hækka enn frekar. Hærra hitastig en 40-42°C getur truflað eðlilega líkamsstarfsemi og skemmt ýmis nauðsynleg ensím.

Blóðflæði til húðar eykst til muna þar sem það kólnar vegna uppgufunar svita. Þessi aukna svitamyndun stuðlar þó einnig að tapi á vökva og steinefnum og því er mikilvægt að drekka vökva eftir að áreynslu líkur. Nánar má lesa um hitastjórnun líkamans í svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann? og svari Þuríðar Þorbjarnardóttur Hvers vegna svitnar maður?

Sú aukning sem verður á blóðþrýstingi við áreynslu er allt frá því að vera óveruleg yfir í allverulegar breytingar, allt eftir gerð og ákefð áreynslunnar. Í léttri þolþjálfun verða ekki miklar breytingar á blóðþrýstingi, en við styrktarþjálfun eins og til dæmis kraftlyftingar getur blóðþrýstingur margfaldast í stuttan tíma. Blóðþrýstingur líkamans er einkum háður blóðflæði frá hjarta og samdráttarástandi æða. Ef æðarnar eru samandregnar veita þær blóðflæðinu mikið viðnám og þrýstingur innan þeirra hækkar. Við áreynslu slaknar hins vegar á æðum sem liggja til beinagrindarvöðva og því minnkar þetta viðnám og blóðflæði til vöðvanna eykst. Við hámarksáreynslu hækkar því meðalblóðþrýstingur ekki nema um 10-20%. Nánar má lesa um blóðþrýsting í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni: Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?

Margvíslegar aðrar breytingar verða á líkamsstarfseminni bæði við áreynslu og í kjölfar hennar. Til dæmis gætir áhrifa hjá flestum ef ekki öllum hormónum líkamans og einnig hjá starfsemi í heilanum sem til dæmis varðar nám og minni. Líkamleg áreynsla hefur einnig áhrif á starfsemi ónæmiskerfisins og á líkamsvefi svo sem bein og brjósk. Áreynsla hefur því áhrif á nánast alla hluta líkamans.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Flickr Photos: crab68...