Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum.

EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Íslands, Noregs og Liechtenstein. Með samningnum var komið á fót hinu svokallaða Evrópska efnahagssvæði, með því sem kallað hefur verið fjórfrelsi, það er frjálsum viðskiptum með vöru og þjónustu og frjálsum flutningum fjármagns og vinnuafls á milli aðildarríkja samningsins. Að auki kveður samningurinn á um samstarf EES-ríkja á ýmsum öðrum sviðum, svo sem á sviði félags- og jafnréttismála, neytendamála og vísinda- og tæknimála.


Mynd af Evrópu utan úr geimnum. Myndin er tekin úr gervitungli í ágúst árið 2003.

Reglur Evrópusambandsins taka ekki gildi á Íslandi nema þær hafi sérstaklega verið teknar upp í landsrétti, annað hvort með lögum eða reglugerð sem hefur stoð í lögum. Reglur Evrópusambandsins hafa því ekki svokölluð "bein réttaráhrif" hér á landi, eins og þær hafa í aðildarríkjum sambandsins. Hins vegar felur EES-samningurinn í sér skyldu EFTA/EES-ríkja til þess að taka tilteknar reglur Evrópusambandsins upp í landsrétti, á þeim sviðum sem EES-samningurinn tekur til. Vanræki ríkið þessa skyldu sína geta borgarar öðlast skaðabótakröfu á hendur ríkinu.1 Skyldan er því rík.

Veigamesta skuldbindingin felst í ákvæði 7. gr. EES-samningsins, sem kveður á um skyldu aðildarríkja til þess að taka upp í landsrétti gerðir sem vísað er til eða er að finna í viðaukum við samninginn, eða ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar. Viðamikla skyldu er einnig að finna í bókun 35 við samninginn, um framkvæmd EES-reglna, en þar segir:
Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna [...] og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.
Áhrif Evrópusambandsins á innlendan rétt eru enn víðtækari, því skv. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið2 skal skýra íslensk lög og reglur til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja.

Samkvæmt 6. gr. EES-samningsins, skal svo við framkvæmd og beitingu ákvæða samningsins túlka þau í samræmi við úrskurði Evrópudómstólsins (ECJ) sem kveðnir eru upp fyrir undirritunardag samningsins. Fjórða gr. EES-samningsins kveður svo á um bann við mismunum á grundvelli ríkisfangs á gildissviði samningsins.

Heimildir, frekari lesning og mynd:


Neðanmálsgreinar:
1Samanber dóm Hæstaréttar Íslands í máli íslenska ríkisins gegn Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur, frá 16. desember 1999, mnr. 236/1999.

2EES-samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögunum.

Höfundur

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

doktorsnemi í mannréttindalögfræði við háskólann í Strassborg

Útgáfudagur

28.8.2007

Spyrjandi

Sigurður Jónsson

Tilvísun

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2007. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6777.

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. (2007, 28. ágúst). Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6777

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2007. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6777>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum.

EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Íslands, Noregs og Liechtenstein. Með samningnum var komið á fót hinu svokallaða Evrópska efnahagssvæði, með því sem kallað hefur verið fjórfrelsi, það er frjálsum viðskiptum með vöru og þjónustu og frjálsum flutningum fjármagns og vinnuafls á milli aðildarríkja samningsins. Að auki kveður samningurinn á um samstarf EES-ríkja á ýmsum öðrum sviðum, svo sem á sviði félags- og jafnréttismála, neytendamála og vísinda- og tæknimála.


Mynd af Evrópu utan úr geimnum. Myndin er tekin úr gervitungli í ágúst árið 2003.

Reglur Evrópusambandsins taka ekki gildi á Íslandi nema þær hafi sérstaklega verið teknar upp í landsrétti, annað hvort með lögum eða reglugerð sem hefur stoð í lögum. Reglur Evrópusambandsins hafa því ekki svokölluð "bein réttaráhrif" hér á landi, eins og þær hafa í aðildarríkjum sambandsins. Hins vegar felur EES-samningurinn í sér skyldu EFTA/EES-ríkja til þess að taka tilteknar reglur Evrópusambandsins upp í landsrétti, á þeim sviðum sem EES-samningurinn tekur til. Vanræki ríkið þessa skyldu sína geta borgarar öðlast skaðabótakröfu á hendur ríkinu.1 Skyldan er því rík.

Veigamesta skuldbindingin felst í ákvæði 7. gr. EES-samningsins, sem kveður á um skyldu aðildarríkja til þess að taka upp í landsrétti gerðir sem vísað er til eða er að finna í viðaukum við samninginn, eða ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar. Viðamikla skyldu er einnig að finna í bókun 35 við samninginn, um framkvæmd EES-reglna, en þar segir:
Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna [...] og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.
Áhrif Evrópusambandsins á innlendan rétt eru enn víðtækari, því skv. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið2 skal skýra íslensk lög og reglur til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja.

Samkvæmt 6. gr. EES-samningsins, skal svo við framkvæmd og beitingu ákvæða samningsins túlka þau í samræmi við úrskurði Evrópudómstólsins (ECJ) sem kveðnir eru upp fyrir undirritunardag samningsins. Fjórða gr. EES-samningsins kveður svo á um bann við mismunum á grundvelli ríkisfangs á gildissviði samningsins.

Heimildir, frekari lesning og mynd:


Neðanmálsgreinar:
1Samanber dóm Hæstaréttar Íslands í máli íslenska ríkisins gegn Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur, frá 16. desember 1999, mnr. 236/1999.

2EES-samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögunum.
...