Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?

Haraldur Sigurðsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er til mynd/málverk/teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Var þarna strýtulaga fjall svipað og Vesuvius?

Það er engin mynd til af Öskju fyrir gosið árið 1875. Það er til lýsing af Öskju frá því að Björn Gunnlaugsson (1788–1876) landmælingamaður kom í Öskju, fyrstur manna, árið 1838. En þá var Askja að nokkru leyti hulin þoku. Hann gat samt sem áður lýst miklum dal, sem er hin stóra Askja. Öskjuvatn myndaðist síðar, í gosinu 1875.

Gervitunglamynd frá tímabilinu 2002-2007. Þegar Öskju er lýst í fyrsta skipti var Öskjuvatn ekki myndað.

Í grein sinni í Náttúrufræðingnum árið 1942 lýsir Ólafur Jónsson Öskju og könnun hennar allvel. Hann birtir einnig kort, sem hann telur vera útlit Öskju rétt í byrjun eða fyrir gosið mikla árið 1875.

Myndir úr Náttúrufræðingnum 1942 teiknaðar eftir lýsingu sjónarvotta. 1. mynd. Askja í byrjun goss 1875. 2. mynd Askja í júlí 1875, eftir að gosi lauk.

Það er ljóst að Askja var stór og mikill sigdalur fyrir gosið 1875. Þar var ekkert stórt eldfjall fyrir hendi. Gosið 1875 stækkaði þennan sigdal til suðausturs, eins og mynd Ólafs sýnir.

Myndir:

Höfundur

Haraldur Sigurðsson

eldfjallafræðingur

Útgáfudagur

15.1.2015

Spyrjandi

Viðar Þorgeirsson

Tilvísun

Haraldur Sigurðsson. „Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2015. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67830.

Haraldur Sigurðsson. (2015, 15. janúar). Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67830

Haraldur Sigurðsson. „Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2015. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67830>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er til mynd/málverk/teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Var þarna strýtulaga fjall svipað og Vesuvius?

Það er engin mynd til af Öskju fyrir gosið árið 1875. Það er til lýsing af Öskju frá því að Björn Gunnlaugsson (1788–1876) landmælingamaður kom í Öskju, fyrstur manna, árið 1838. En þá var Askja að nokkru leyti hulin þoku. Hann gat samt sem áður lýst miklum dal, sem er hin stóra Askja. Öskjuvatn myndaðist síðar, í gosinu 1875.

Gervitunglamynd frá tímabilinu 2002-2007. Þegar Öskju er lýst í fyrsta skipti var Öskjuvatn ekki myndað.

Í grein sinni í Náttúrufræðingnum árið 1942 lýsir Ólafur Jónsson Öskju og könnun hennar allvel. Hann birtir einnig kort, sem hann telur vera útlit Öskju rétt í byrjun eða fyrir gosið mikla árið 1875.

Myndir úr Náttúrufræðingnum 1942 teiknaðar eftir lýsingu sjónarvotta. 1. mynd. Askja í byrjun goss 1875. 2. mynd Askja í júlí 1875, eftir að gosi lauk.

Það er ljóst að Askja var stór og mikill sigdalur fyrir gosið 1875. Þar var ekkert stórt eldfjall fyrir hendi. Gosið 1875 stækkaði þennan sigdal til suðausturs, eins og mynd Ólafs sýnir.

Myndir:

...