Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er hyski?

Gunnlaugur Ingólfsson

Þótt orðið fjölskylda sé vel þekkt í fornu máli hefur það ekki þar þá merkingu sem nú er algengust, það er `foreldrar og börn þeirra; húsráðendur og afkomendur þeirra o.fl.' heldur var hin forna merking einkum `annir, margvísleg störf.'

En hvaða orð var notað um fjölskyldu? Hér er þess að gæta að hið forna íslenska samfélag var ekki sambærilegt nútímaþjóðfélagi og fjölskylduhugtakið í nútímaskilningi ekki til. Hins vegar voru til orð eins og nú um hina minnstu einingu samfélagsins, foreldra, börn þeirra og heimilisfólk. Eitt þessara orða er hyski sem í fornu máli var reyndar stafsett hýski.

Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar sjötugsafmæli sínu ásamt hyski sínu eða fjölskyldu.

Orðið hyski kemur víða fyrir í fornum ritum um foreldra, börn þeirra og hjú, - og reyndar í enn víðari merkingu um hóp sem er samstæður, tengdur eða bundinn með einhverjum hætti og hefur síður en svo nokkra niðrandi merkingu. Það er til dæmis notað í Alexanders sögu um skyldulið höfðingja Serkja:
  • það var Serkjum títt í þann tíma, þeim er ríkastir voru, að hafa með sér til bardaga allt hýski sitt.

Í öðru fornu riti er svo komist að orði:
  • Heilagir guðspjallamenn - ok allt heilagt hýski guðs biði ok bæni fyrir mér.

Orðið hyski í fjölskyldu- eða heimilismannamerkingu helst í íslensku máli langt fram eftir öldum. Oddur Gottskálksson notar það til dæmis í þýðingu sinni á Nýja testamentinu:
  • á sinni ættleifð og hjá sínu hyski og kynslóð (Mk 6, 4)

Í Biblíunni 1981 segir: "... með sínum frændum og heimamönnum" og í Vídalínspostillu er talað um Nóa og hans hyski. Í riti frá síðasta þriðjungi 18. aldar er orðið hyski beinlínis notað í fjölskyldumerkingu þar sem rætt er um manntalið frá 1703:
  • árið 1703 var fólksfjöldinn 50444, er útgjörði 7537 búandi fólk (hyski, familíur).

Í nútímamáli er hin neikvæða merking orðsins, `ómerkilegt fólk, ...' ráðandi að heita má. Hvenær hún kemur fyrst fram er hins vegar ekki ljóst. Hún æxlast sjálfsagt úr samböndum þar sem notuð eru neikvæð lýsingarorð með nafnorðinu:
  • hann og hans arma hyski (úr heimild frá 17. öld);
  • ótrútt og órólegt hyski (úr heim. frá 18. öld);
  • ... hvað bölvað hyskið getur logið (heim. frá miðri 19. öld);
  • fjölskyldur fátækra voru kallaðar hyski (frá miðri 20. öld).

Orðið hyski á sér samsvaranir í skyldum málum. Í færeysku er til orðið hýski og í nýnorsku hyske í merkingunni `fjölskylda, heimilisfólk'. Enn fremur er orðið til í fornensku og fornháþýsku í sömu eða svipaðri merkingu. Orðið er upphaflega leitt af lýsingaorði með viðskeytinu -sk- en stofninn - á skylt við - í hýbýli, hjú og hjón.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

rannsóknardósent á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

12.8.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gunnlaugur Ingólfsson. „Hvað er hyski?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2014. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67868.

Gunnlaugur Ingólfsson. (2014, 12. ágúst). Hvað er hyski? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67868

Gunnlaugur Ingólfsson. „Hvað er hyski?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2014. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67868>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hyski?
Þótt orðið fjölskylda sé vel þekkt í fornu máli hefur það ekki þar þá merkingu sem nú er algengust, það er `foreldrar og börn þeirra; húsráðendur og afkomendur þeirra o.fl.' heldur var hin forna merking einkum `annir, margvísleg störf.'

En hvaða orð var notað um fjölskyldu? Hér er þess að gæta að hið forna íslenska samfélag var ekki sambærilegt nútímaþjóðfélagi og fjölskylduhugtakið í nútímaskilningi ekki til. Hins vegar voru til orð eins og nú um hina minnstu einingu samfélagsins, foreldra, börn þeirra og heimilisfólk. Eitt þessara orða er hyski sem í fornu máli var reyndar stafsett hýski.

Margrét Þórhildur Danadrottning fagnar sjötugsafmæli sínu ásamt hyski sínu eða fjölskyldu.

Orðið hyski kemur víða fyrir í fornum ritum um foreldra, börn þeirra og hjú, - og reyndar í enn víðari merkingu um hóp sem er samstæður, tengdur eða bundinn með einhverjum hætti og hefur síður en svo nokkra niðrandi merkingu. Það er til dæmis notað í Alexanders sögu um skyldulið höfðingja Serkja:
  • það var Serkjum títt í þann tíma, þeim er ríkastir voru, að hafa með sér til bardaga allt hýski sitt.

Í öðru fornu riti er svo komist að orði:
  • Heilagir guðspjallamenn - ok allt heilagt hýski guðs biði ok bæni fyrir mér.

Orðið hyski í fjölskyldu- eða heimilismannamerkingu helst í íslensku máli langt fram eftir öldum. Oddur Gottskálksson notar það til dæmis í þýðingu sinni á Nýja testamentinu:
  • á sinni ættleifð og hjá sínu hyski og kynslóð (Mk 6, 4)

Í Biblíunni 1981 segir: "... með sínum frændum og heimamönnum" og í Vídalínspostillu er talað um Nóa og hans hyski. Í riti frá síðasta þriðjungi 18. aldar er orðið hyski beinlínis notað í fjölskyldumerkingu þar sem rætt er um manntalið frá 1703:
  • árið 1703 var fólksfjöldinn 50444, er útgjörði 7537 búandi fólk (hyski, familíur).

Í nútímamáli er hin neikvæða merking orðsins, `ómerkilegt fólk, ...' ráðandi að heita má. Hvenær hún kemur fyrst fram er hins vegar ekki ljóst. Hún æxlast sjálfsagt úr samböndum þar sem notuð eru neikvæð lýsingarorð með nafnorðinu:
  • hann og hans arma hyski (úr heimild frá 17. öld);
  • ótrútt og órólegt hyski (úr heim. frá 18. öld);
  • ... hvað bölvað hyskið getur logið (heim. frá miðri 19. öld);
  • fjölskyldur fátækra voru kallaðar hyski (frá miðri 20. öld).

Orðið hyski á sér samsvaranir í skyldum málum. Í færeysku er til orðið hýski og í nýnorsku hyske í merkingunni `fjölskylda, heimilisfólk'. Enn fremur er orðið til í fornensku og fornháþýsku í sömu eða svipaðri merkingu. Orðið er upphaflega leitt af lýsingaorði með viðskeytinu -sk- en stofninn - á skylt við - í hýbýli, hjú og hjón.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....