Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver er uppruni nafnsins Bárðarbunga?

Guðrún Larsen

Leiða má líkur að því að nafnið Bárðarbunga sé skylt Bárðargötu sem sagt er frá í Landnámabók. Landnámsmaðurinn Bárður Heyangurs-Bjarnason sem nam Bárðardal og dalurinn heitir eftir, taldi landkosti betri fyrir sunnan heiði vegna blíðari sunnanvinda en norðanvinda. Hann flutti sig búferlum yfir hálendið og fór „Vonarskarð, þar er síðan heitir Bárðargata“ suður í Fljótshverfi og hét eftir það Gnúpa-Bárður. Bárðarbunga gnæfir yfir Vonarskarð og Bárðargötu.

Horft yfir Bárðarbungu til suðausturs þann 10. ágúst 2010. Hún er annað hæsta eldfjall landsins, 2000 m.y.s. Í kolli hennar er askja, um 11 km löng frá norðaustri til suðvesturs og um 8 km breið. Ísinn í öskjunni er um 850 metra þykkur. Nafnlaus skriðjökull (á miðri mynd) fellur til norðvesturs á milli Kistu (vinstra megin) og Systrafells (til hægri) og klofnar um Bárðartind (1417 m).

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, bls. 252.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Larsen

jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun HÍ

Útgáfudagur

20.8.2014

Spyrjandi

Sævar Þór Halldórsson

Tilvísun

Guðrún Larsen. „Hver er uppruni nafnsins Bárðarbunga?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2014. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67914.

Guðrún Larsen. (2014, 20. ágúst). Hver er uppruni nafnsins Bárðarbunga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67914

Guðrún Larsen. „Hver er uppruni nafnsins Bárðarbunga?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2014. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67914>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni nafnsins Bárðarbunga?
Leiða má líkur að því að nafnið Bárðarbunga sé skylt Bárðargötu sem sagt er frá í Landnámabók. Landnámsmaðurinn Bárður Heyangurs-Bjarnason sem nam Bárðardal og dalurinn heitir eftir, taldi landkosti betri fyrir sunnan heiði vegna blíðari sunnanvinda en norðanvinda. Hann flutti sig búferlum yfir hálendið og fór „Vonarskarð, þar er síðan heitir Bárðargata“ suður í Fljótshverfi og hét eftir það Gnúpa-Bárður. Bárðarbunga gnæfir yfir Vonarskarð og Bárðargötu.

Horft yfir Bárðarbungu til suðausturs þann 10. ágúst 2010. Hún er annað hæsta eldfjall landsins, 2000 m.y.s. Í kolli hennar er askja, um 11 km löng frá norðaustri til suðvesturs og um 8 km breið. Ísinn í öskjunni er um 850 metra þykkur. Nafnlaus skriðjökull (á miðri mynd) fellur til norðvesturs á milli Kistu (vinstra megin) og Systrafells (til hægri) og klofnar um Bárðartind (1417 m).

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, bls. 252.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

...