Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig losnar maður við silfurskottur?

JMH

Silfurskottur (Lepisma saccharina) eru meðal algengustu meindýra í híbýlum manna hér á landi. Algengast er að menn eitri fyrir silfurskottunum til að losna við þær. Þá er venjulega kallaður til sérfræðingur á þessu sviði, meindýraeyðir, þar sem sérstök leyfi þarf til að nota eiturefnin sem beitt er gegn silfurskottunum.

Silfurskottur eru nánast blindar og nota langa fálmara til að skynja umhverfi sitt.

Meindýraeyðirinn eitrar á þeim svæðum í húsinu þar sem líklegast er að silfurskotturnar haldi til. Það er fyrst og fremst á svæðum þar sem raki er mikill, en egg silfurskottunnar þroskast til dæmis ekki nema rakastig fari yfir 40%. Einnig er eitrað meðfram veggjum en silfurskottur fylgja oft veggjum þegar þær ferðast um enda eru þær nánast blindar og skynja umhverfið með löngum fálmurum.

Algengasta eiturefnið sem notað er við útrýmingu silfurskotta nefnist deltametrín og er það framleiðsluheiti á efnasambandinu síanó-(3-fenoxífeníl)-metíl. Þetta efni ræðst á taugakerfi hryggleysingja og dugar því einnig vel á önnur meindýr í híbýlum svo sem flær, kakkalakka og bjöllur.

Hér sést þrívíddarbygging deltametríns eða síanó-(3-fenóxífeníl)-metíl.

Efnið brotnar hægt niður og heldur því virkni sinni í margar vikur eftir úðun. Það er því mikilvægt að húsráðendur fari eftir þeim leiðbeiningum sem meindýraeyðirinn setur þeim svo að áhrifin nýtist sem best.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.10.2007

Spyrjandi

Elinborg Friðgeirsdóttir, Hulda Stefánsdóttir, Hilmar Bjarnason

Tilvísun

JMH. „Hvernig losnar maður við silfurskottur?“ Vísindavefurinn, 9. október 2007. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6839.

JMH. (2007, 9. október). Hvernig losnar maður við silfurskottur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6839

JMH. „Hvernig losnar maður við silfurskottur?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2007. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6839>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig losnar maður við silfurskottur?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) eru meðal algengustu meindýra í híbýlum manna hér á landi. Algengast er að menn eitri fyrir silfurskottunum til að losna við þær. Þá er venjulega kallaður til sérfræðingur á þessu sviði, meindýraeyðir, þar sem sérstök leyfi þarf til að nota eiturefnin sem beitt er gegn silfurskottunum.

Silfurskottur eru nánast blindar og nota langa fálmara til að skynja umhverfi sitt.

Meindýraeyðirinn eitrar á þeim svæðum í húsinu þar sem líklegast er að silfurskotturnar haldi til. Það er fyrst og fremst á svæðum þar sem raki er mikill, en egg silfurskottunnar þroskast til dæmis ekki nema rakastig fari yfir 40%. Einnig er eitrað meðfram veggjum en silfurskottur fylgja oft veggjum þegar þær ferðast um enda eru þær nánast blindar og skynja umhverfið með löngum fálmurum.

Algengasta eiturefnið sem notað er við útrýmingu silfurskotta nefnist deltametrín og er það framleiðsluheiti á efnasambandinu síanó-(3-fenoxífeníl)-metíl. Þetta efni ræðst á taugakerfi hryggleysingja og dugar því einnig vel á önnur meindýr í híbýlum svo sem flær, kakkalakka og bjöllur.

Hér sést þrívíddarbygging deltametríns eða síanó-(3-fenóxífeníl)-metíl.

Efnið brotnar hægt niður og heldur því virkni sinni í margar vikur eftir úðun. Það er því mikilvægt að húsráðendur fari eftir þeim leiðbeiningum sem meindýraeyðirinn setur þeim svo að áhrifin nýtist sem best.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir: Wikimedia Commons...