Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver er algengasti blóðflokkur í heimi?

Dagur Snær Sævarsson

Þegar fjallað er um blóðflokka er oftast átt við ABO-blóðflokkakerfið og Rhesus-kerfið, enda þótt mun fleiri blóðflokkakerfi séu til. Þegar talað er um blóðflokka í ABO-kerfinu er átt við fjóra flokka, O, A, B og AB. Um blóðflokkakerfið má lesa nánar í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvernig verkar blóðflokkakerfið?

Tíðni blóðflokka í ABO-kerfinu er mjög mismunandi eftir löndum og kynþáttum. Ef litið er á heiminn í heild þá er blóðflokkur O algengastur en um 63% jarðarbúa eru í þeim flokki. Tíðni O flokksins er einna hæst í Suður- og Mið-Ameríku þar sem á milli 90-100% innfæddra tilheyra þeim blóðflokki. Lægst er tíðni O flokksins í Austur-Evrópu og Mið-Asíu þar sem um helmingur innfæddra er í O-flokknum.

Með því að smella hér má sjá hversu algengir A- og B-blóðflokkarnir eru meðal innfæddra (e. native populations) á hinum ýmsu svæðum heimsins.

Arfgerð B er hins vegar ein sú sjaldgæfasta og hafa einungis um 16% jarðarbúa hana. Þessir einstaklingar geta verið í blóðflokki B og AB. Arfgerð B finnst helst í Mið-Asíu og Afríku en er mjög sjaldgæf í Ameríku og Ástralíu.

Arfgerð A er aðeins algengari en B en um 21% jarðarbúa hafa hana. Þessir einstaklingar eru þá annað hvort í blóðflokki A eða AB. Arfgerð A hefur hæsta tíðni í litlum samfélögum eins og til dæmis meðal frumbyggja Ástralíu, meðal indíána í Montanafylki í Bandaríkjunum og hjá Sömum í norðanverði Skandinavíu. Hins vegar er þessi arfgerð mjög sjaldgæf í Suður-Ameríku þar sem O-flokkurinn er alls ráðandi.

Á vefnum Bloodbook.com er að finna lista yfir tíðni blóðflokkanna meðal hinna ýmsu þjóða eða hópa (kynþátta). Þar má til dæmis sjá að það er alls ekki algilt að O-flokkurinn sé algengastur og AB-flokkurinn sjaldgæfastur eins og spurt er um. Reyndar virðist sem það sé aðeins meðal Ainu-fólks í Japan sem AB er ekki sjaldgæfasti blóðflokkurinn, þar eru 18% í þeim flokki en 17% í O-flokkunum sem er sjaldgæfastur. Hins vegar eru þó nokkur tilfelli þar sem A- eða B-flokkarnir eru algengari en O.

Þess má að lokum geta að á Íslandi eru um 56% í blóðflokki O, 32% í blóðflokki A, 10% í B og einungis 3% í blóðflokki AB. Til samanburðar þá er A flokkurinn algengastur hjá frændum okkar Norðmönnum þar sem 49% tilheyra þeim flokki, 39% eru í O flokki, 8% í B og 4% Norðmanna eru í AB blóðflokknum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um blóðflokka, til dæmis:

Heimildir og kort:

Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvernig skiptast blóðflokkarnir eftir heimsálfum? Er A-blóðflokkurinn algengari í Asíu en i Evrópu?
  • Skipting ABO-blóðflokkanna er sögð mismunandi eftir löndum, en samt virðist O oftast algengast, og AB sjaldgæfast. Er þetta alltaf svona?

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Útgáfudagur

9.11.2007

Spyrjandi

Lára Heimisdóttir
Kristín Kristjánsdóttir
Sigrún Ísleifsdóttir

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Hver er algengasti blóðflokkur í heimi?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2007. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6896.

Dagur Snær Sævarsson. (2007, 9. nóvember). Hver er algengasti blóðflokkur í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6896

Dagur Snær Sævarsson. „Hver er algengasti blóðflokkur í heimi?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2007. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6896>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er algengasti blóðflokkur í heimi?
Þegar fjallað er um blóðflokka er oftast átt við ABO-blóðflokkakerfið og Rhesus-kerfið, enda þótt mun fleiri blóðflokkakerfi séu til. Þegar talað er um blóðflokka í ABO-kerfinu er átt við fjóra flokka, O, A, B og AB. Um blóðflokkakerfið má lesa nánar í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvernig verkar blóðflokkakerfið?

Tíðni blóðflokka í ABO-kerfinu er mjög mismunandi eftir löndum og kynþáttum. Ef litið er á heiminn í heild þá er blóðflokkur O algengastur en um 63% jarðarbúa eru í þeim flokki. Tíðni O flokksins er einna hæst í Suður- og Mið-Ameríku þar sem á milli 90-100% innfæddra tilheyra þeim blóðflokki. Lægst er tíðni O flokksins í Austur-Evrópu og Mið-Asíu þar sem um helmingur innfæddra er í O-flokknum.

Með því að smella hér má sjá hversu algengir A- og B-blóðflokkarnir eru meðal innfæddra (e. native populations) á hinum ýmsu svæðum heimsins.

Arfgerð B er hins vegar ein sú sjaldgæfasta og hafa einungis um 16% jarðarbúa hana. Þessir einstaklingar geta verið í blóðflokki B og AB. Arfgerð B finnst helst í Mið-Asíu og Afríku en er mjög sjaldgæf í Ameríku og Ástralíu.

Arfgerð A er aðeins algengari en B en um 21% jarðarbúa hafa hana. Þessir einstaklingar eru þá annað hvort í blóðflokki A eða AB. Arfgerð A hefur hæsta tíðni í litlum samfélögum eins og til dæmis meðal frumbyggja Ástralíu, meðal indíána í Montanafylki í Bandaríkjunum og hjá Sömum í norðanverði Skandinavíu. Hins vegar er þessi arfgerð mjög sjaldgæf í Suður-Ameríku þar sem O-flokkurinn er alls ráðandi.

Á vefnum Bloodbook.com er að finna lista yfir tíðni blóðflokkanna meðal hinna ýmsu þjóða eða hópa (kynþátta). Þar má til dæmis sjá að það er alls ekki algilt að O-flokkurinn sé algengastur og AB-flokkurinn sjaldgæfastur eins og spurt er um. Reyndar virðist sem það sé aðeins meðal Ainu-fólks í Japan sem AB er ekki sjaldgæfasti blóðflokkurinn, þar eru 18% í þeim flokki en 17% í O-flokkunum sem er sjaldgæfastur. Hins vegar eru þó nokkur tilfelli þar sem A- eða B-flokkarnir eru algengari en O.

Þess má að lokum geta að á Íslandi eru um 56% í blóðflokki O, 32% í blóðflokki A, 10% í B og einungis 3% í blóðflokki AB. Til samanburðar þá er A flokkurinn algengastur hjá frændum okkar Norðmönnum þar sem 49% tilheyra þeim flokki, 39% eru í O flokki, 8% í B og 4% Norðmanna eru í AB blóðflokknum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um blóðflokka, til dæmis:

Heimildir og kort:

Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvernig skiptast blóðflokkarnir eftir heimsálfum? Er A-blóðflokkurinn algengari í Asíu en i Evrópu?
  • Skipting ABO-blóðflokkanna er sögð mismunandi eftir löndum, en samt virðist O oftast algengast, og AB sjaldgæfast. Er þetta alltaf svona?
...