Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Til hvers er leysiljós notað?

Þorsteinn J. Halldórsson

Leysirinn hefur valdið þáttaskilum í ljósfræði og á öllum sviðum eðlisfræði og efnafræði sem nota ljósgjafa sem rannsóknartæki. Leysiljósið hefur sömuleiðis komið af stað tæknibyltingu á fjölda hagnýtra sviða, svo sem mælitækni, fjarskiptum, fjölmiðlun, vélsmíði, hertækni og læknisfræði.

Leysigeislaskannar eru notaðir af fornleifafræðingum til að leita að fornleifum. Á myndinni sést landslag í Yorkshire í norðausturhluta Englands þar sem leitað er að fornleifum frá nýsteinöld og bronsöld.

Á grundvelli leysis hefur þróast margs konar fjarmælitækni og myndatökutækni. Dæmi um það er mæling á fjarlægðinni til tunglsins með millimetranákvæmni og myndataka með leysigeislaskönnum úr mikilli hæð frá flugvélum eða gervitunglum, til dæmis á hæðarþverskurði jökla eða á yfirborði plánetunnar Mars.

Hægt er að nota leysigeislaskanna úr flugvélum til að leita að fornleifum í gegnum truflandi trjábreiðu. Sömuleiðis gagnast slíkir skannar til að mæla dreifingu mengunar í andrúmsloftinu vegna gasa, ryks eða eldfjallaösku.

Leysirinn er orðinn það algengur í daglegu lífi að við tökum nánast ekki eftir honum. Við strikamerkjaskönnun í verslunum eru notaðir hálfleiðaraleysar.

Leysirinn er orðinn það algengur í daglegu lífi að við tökum nánast ekki eftir honum. Leysiljós er notað í geislaspilurum, strikamerkjaskönnum, ljósleiðarafjarskiptum og þrívíddarprenturum. Hér eru notaðir hálfleiðaraleysar sem eru á stærð við títuprjónshaus. Þessi not byggjast á samheldni (e. coherence) leysiljóss sem gerir auðvelt að beina geisla þess með linsum á örlítinn depil. Þetta gerir einnig kleift að leiða geislann eftir örfínum glerþráðum eða ljósleiðurum á milli fjarlægra staða og nota hann þannig til fjarskipta. Smæð leysidepils gerir hann einnig ómissandi við prentun örsmárra rafrása. Hann er því orðinn nauðsynlegur grundvöllur framfara í tölvutækni og á útbreiðslu Netsins.

Myndir:

Höfundur

Þorsteinn J. Halldórsson

eðlisfræðingur, starfaði m.a. við rannsóknir og þróun á leysum hjá EADS og Daimler

Útgáfudagur

6.2.2015

Spyrjandi

Friðrik G. Friðriksson

Tilvísun

Þorsteinn J. Halldórsson. „Til hvers er leysiljós notað?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2015. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69023.

Þorsteinn J. Halldórsson. (2015, 6. febrúar). Til hvers er leysiljós notað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69023

Þorsteinn J. Halldórsson. „Til hvers er leysiljós notað?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2015. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69023>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Til hvers er leysiljós notað?
Leysirinn hefur valdið þáttaskilum í ljósfræði og á öllum sviðum eðlisfræði og efnafræði sem nota ljósgjafa sem rannsóknartæki. Leysiljósið hefur sömuleiðis komið af stað tæknibyltingu á fjölda hagnýtra sviða, svo sem mælitækni, fjarskiptum, fjölmiðlun, vélsmíði, hertækni og læknisfræði.

Leysigeislaskannar eru notaðir af fornleifafræðingum til að leita að fornleifum. Á myndinni sést landslag í Yorkshire í norðausturhluta Englands þar sem leitað er að fornleifum frá nýsteinöld og bronsöld.

Á grundvelli leysis hefur þróast margs konar fjarmælitækni og myndatökutækni. Dæmi um það er mæling á fjarlægðinni til tunglsins með millimetranákvæmni og myndataka með leysigeislaskönnum úr mikilli hæð frá flugvélum eða gervitunglum, til dæmis á hæðarþverskurði jökla eða á yfirborði plánetunnar Mars.

Hægt er að nota leysigeislaskanna úr flugvélum til að leita að fornleifum í gegnum truflandi trjábreiðu. Sömuleiðis gagnast slíkir skannar til að mæla dreifingu mengunar í andrúmsloftinu vegna gasa, ryks eða eldfjallaösku.

Leysirinn er orðinn það algengur í daglegu lífi að við tökum nánast ekki eftir honum. Við strikamerkjaskönnun í verslunum eru notaðir hálfleiðaraleysar.

Leysirinn er orðinn það algengur í daglegu lífi að við tökum nánast ekki eftir honum. Leysiljós er notað í geislaspilurum, strikamerkjaskönnum, ljósleiðarafjarskiptum og þrívíddarprenturum. Hér eru notaðir hálfleiðaraleysar sem eru á stærð við títuprjónshaus. Þessi not byggjast á samheldni (e. coherence) leysiljóss sem gerir auðvelt að beina geisla þess með linsum á örlítinn depil. Þetta gerir einnig kleift að leiða geislann eftir örfínum glerþráðum eða ljósleiðurum á milli fjarlægra staða og nota hann þannig til fjarskipta. Smæð leysidepils gerir hann einnig ómissandi við prentun örsmárra rafrása. Hann er því orðinn nauðsynlegur grundvöllur framfara í tölvutækni og á útbreiðslu Netsins.

Myndir:

...