Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi?

100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi

Hér er einnig svarað spurningunum:
Hvernig þróaðist kosningaréttur almennings á Íslandi til Alþingis á fyrri öldum? Hvenær fengu karlar almennt kosningarétt? Hver voru skilyrði fyrir kosningarétti fyrir 1915? Hve stór hluti karla fékk kosningarétt 1915? Hvernig voru skilyrði kosningaréttar þá? Hvað voru margir karlmenn sem ekki höfðu kosningarétt 1915?

Íslendingar fengu fyrst kosningarétt með tilskipun sem Kristján VIII. Danakonungur gaf út árið 1843. Kosningarétturinn 1843 náði aðeins til karlmanna sem áttu jörð að minnsta kosti 10 hundraða dýrleika, eins og það var orðað, ellegar áttu múr- eða timburhús í verslunarplássi, sem metið var til 1000 ríkisdalavirðis hið minnsta. Kjósendur skyldu hafa náð 25 ára aldri. Ekki er vitað hversu margir þeir voru, en talið er að einungis um 2 prósent íbúa landsins hafi haft kosningarétt í fyrstu kosningunum og af þeim neyttu fáir réttar síns, eða einungis um 20 prósent.

Árið 1857 var kosningarréttur rýmkaður mikið og fengu þá flestir fullorðnir karlmenn kosningarrétt sem bjuggu á eigin heimili, borguðu skatta, áttu eignir eða höfðu lokið háskólaprófi. Þá náði kosningarétturinn til um 10 prósenta landsmanna, og um 42 prósenta karlmanna, 25 ára og eldri.

1903 var kosningaréttur rýmkaður mjög og náði þá til um 65 prósenta karlmanna 25 ára og eldri. Þeir karlmenn, 25 ára og eldri, sem ekki höfðu kosningarétt voru vinnumenn, menn sem gátu ekki greitt 4 kr. í útsvar, menn sem stóðu í skuld vegna sveitarstyrks og ólögráða menn.

Þingfundur í alþingishúsinu, 26. ágúst 1903. Engin kona kom að því að kjósa þessa menn og heldur ekki vinnumenn, menn sem gátu ekki greitt 4 kr. í útsvar, menn sem stóðu í skuld vegna sveitarstyrks og ólögráða menn.

Árið 1915 fengu vinnumenn, 40 ára og eldri kosningarétt og afnumin var krafa um útsvarsgreiðslu. Í kosningunum í október 1916 höfðu um 84% karlmanna 25 ára og eldri fengið kosningarétt.

Krafan um kosningarétt kvenna til Alþingis var sennilega fyrst orðuð opinberlega árið 1885 á þingmálafundi Suður-Þingeyinga. Hið íslenska kvenfélag sem stofnað var 1894 tók kosningarétt á stefnuskrána og safnaði 2.348 undirskriftum kvenna um allt land árið 1895 undir áskorun til Alþingis um að samþykkja kosningarétt kvenna. Þegar Kvenréttindafélag Íslands var stofnað 1907 varð krafan um kosningarétt kvenna mjög áberandi og hávær.

Á Alþingi voru kosningaréttur kvenna og kjörgengi oft til umræðu og þar heyrðust raddir sem mæltu gegn þessum rétti. Marga þingmenn óaði við því að auka kosningaréttinn mikið í einu til fólks sem hefði ekki náð jafn miklum þroska og þeir sem kosningarétt höfðu. Einn þingmanna, Jón Jónsson á Hvanná, varaði beinlínis við því að konur fengju kosningarétt allar í einu: „En að sleppa þessum réttindum við þær strax og allt í einu yrði bylting í svip.“

Alþingi samþykkti haustið 1913 og staðfesti 1914 stjórnarskrárbreytingu sem fól í sér að konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt til Alþingis. Aldurstakmarkið átti að minnka um eitt ár á ári þar til 25 ára takmarkinu yrði náð. Þannig fóru lögin til Kristjáns konungs X. sem staðfesti þau með undirskrift sinni þann 19. júní 1915. Aldursákvæðið var séríslenskt ákvæði; engin önnur þjóð í heiminum hefur haft viðlíka í kosningalögum.

Reykvískar konur fögnuðu engu að síður með miklum hátíðahöldum á Austurvelli. Kosið var eftir nýju lögunum árið 1916. Þá bættust í kjósendahópinn 12.050 konur. Höfðu þá um 52 prósent kvenna 25 ára og eldri kosningarétt.

Fólk safnast saman á Austurvelli 7. júlí 1915 til þess að fagna kosningarétti kvenna.

Árið 1918 gerðu Íslendingar og Danir með sér svokallaðan Sambandslagasamning. Í honum voru ákvæði um gagnkvæman ríkisborgararétt. Því setti Alþingi lög árið 1920 sem færðu öllum 25 ára og eldri kosningarétt, óháð kyni og atvinnu. Þá voru konur og vinnumenn orðin jafnrétthá „karlmönnum“.

Ákvæðið um að svipta fólk kosningarétti vegna þegins sveitarstyrks var afnumið árið 1934 og aldursákvæðið einnig lækkað í 21 ár. Þá munu um 60 prósent þjóðarinnar hafa haft kosningarétt, og kosningaþátttakan var komin upp í um 80 prósent.

Kosningaaldurinn var lækkaður í 20 ár 1968. Árið 1984 var kosningaaldur færður í 18 ár. Jafnframt voru felld niður ákvæði um missi kosningaréttar vegna lögræðissviptingar eða flekkaðs mannorðs.

Fullu jafnrétti allra skilgreindra fullorðinna þegna hvað varðar kosningarétt var ekki náð fyrr en 1984, eins og sést á því sem hér hefur verið rakið.

Myndir:


Þetta svar er fengið af vefnum 100 afmæli kosningaréttar kvenna og birt með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

4.3.2015

Spyrjandi

Eyjólfur Finnsson, Gunnlaugur Júlíusson, Kristinn Gunnarsson

Tilvísun

100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi. „Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69149.

100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi. (2015, 4. mars). Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69149

100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi. „Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69149>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi?
Hér er einnig svarað spurningunum:

Hvernig þróaðist kosningaréttur almennings á Íslandi til Alþingis á fyrri öldum? Hvenær fengu karlar almennt kosningarétt? Hver voru skilyrði fyrir kosningarétti fyrir 1915? Hve stór hluti karla fékk kosningarétt 1915? Hvernig voru skilyrði kosningaréttar þá? Hvað voru margir karlmenn sem ekki höfðu kosningarétt 1915?

Íslendingar fengu fyrst kosningarétt með tilskipun sem Kristján VIII. Danakonungur gaf út árið 1843. Kosningarétturinn 1843 náði aðeins til karlmanna sem áttu jörð að minnsta kosti 10 hundraða dýrleika, eins og það var orðað, ellegar áttu múr- eða timburhús í verslunarplássi, sem metið var til 1000 ríkisdalavirðis hið minnsta. Kjósendur skyldu hafa náð 25 ára aldri. Ekki er vitað hversu margir þeir voru, en talið er að einungis um 2 prósent íbúa landsins hafi haft kosningarétt í fyrstu kosningunum og af þeim neyttu fáir réttar síns, eða einungis um 20 prósent.

Árið 1857 var kosningarréttur rýmkaður mikið og fengu þá flestir fullorðnir karlmenn kosningarrétt sem bjuggu á eigin heimili, borguðu skatta, áttu eignir eða höfðu lokið háskólaprófi. Þá náði kosningarétturinn til um 10 prósenta landsmanna, og um 42 prósenta karlmanna, 25 ára og eldri.

1903 var kosningaréttur rýmkaður mjög og náði þá til um 65 prósenta karlmanna 25 ára og eldri. Þeir karlmenn, 25 ára og eldri, sem ekki höfðu kosningarétt voru vinnumenn, menn sem gátu ekki greitt 4 kr. í útsvar, menn sem stóðu í skuld vegna sveitarstyrks og ólögráða menn.

Þingfundur í alþingishúsinu, 26. ágúst 1903. Engin kona kom að því að kjósa þessa menn og heldur ekki vinnumenn, menn sem gátu ekki greitt 4 kr. í útsvar, menn sem stóðu í skuld vegna sveitarstyrks og ólögráða menn.

Árið 1915 fengu vinnumenn, 40 ára og eldri kosningarétt og afnumin var krafa um útsvarsgreiðslu. Í kosningunum í október 1916 höfðu um 84% karlmanna 25 ára og eldri fengið kosningarétt.

Krafan um kosningarétt kvenna til Alþingis var sennilega fyrst orðuð opinberlega árið 1885 á þingmálafundi Suður-Þingeyinga. Hið íslenska kvenfélag sem stofnað var 1894 tók kosningarétt á stefnuskrána og safnaði 2.348 undirskriftum kvenna um allt land árið 1895 undir áskorun til Alþingis um að samþykkja kosningarétt kvenna. Þegar Kvenréttindafélag Íslands var stofnað 1907 varð krafan um kosningarétt kvenna mjög áberandi og hávær.

Á Alþingi voru kosningaréttur kvenna og kjörgengi oft til umræðu og þar heyrðust raddir sem mæltu gegn þessum rétti. Marga þingmenn óaði við því að auka kosningaréttinn mikið í einu til fólks sem hefði ekki náð jafn miklum þroska og þeir sem kosningarétt höfðu. Einn þingmanna, Jón Jónsson á Hvanná, varaði beinlínis við því að konur fengju kosningarétt allar í einu: „En að sleppa þessum réttindum við þær strax og allt í einu yrði bylting í svip.“

Alþingi samþykkti haustið 1913 og staðfesti 1914 stjórnarskrárbreytingu sem fól í sér að konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt til Alþingis. Aldurstakmarkið átti að minnka um eitt ár á ári þar til 25 ára takmarkinu yrði náð. Þannig fóru lögin til Kristjáns konungs X. sem staðfesti þau með undirskrift sinni þann 19. júní 1915. Aldursákvæðið var séríslenskt ákvæði; engin önnur þjóð í heiminum hefur haft viðlíka í kosningalögum.

Reykvískar konur fögnuðu engu að síður með miklum hátíðahöldum á Austurvelli. Kosið var eftir nýju lögunum árið 1916. Þá bættust í kjósendahópinn 12.050 konur. Höfðu þá um 52 prósent kvenna 25 ára og eldri kosningarétt.

Fólk safnast saman á Austurvelli 7. júlí 1915 til þess að fagna kosningarétti kvenna.

Árið 1918 gerðu Íslendingar og Danir með sér svokallaðan Sambandslagasamning. Í honum voru ákvæði um gagnkvæman ríkisborgararétt. Því setti Alþingi lög árið 1920 sem færðu öllum 25 ára og eldri kosningarétt, óháð kyni og atvinnu. Þá voru konur og vinnumenn orðin jafnrétthá „karlmönnum“.

Ákvæðið um að svipta fólk kosningarétti vegna þegins sveitarstyrks var afnumið árið 1934 og aldursákvæðið einnig lækkað í 21 ár. Þá munu um 60 prósent þjóðarinnar hafa haft kosningarétt, og kosningaþátttakan var komin upp í um 80 prósent.

Kosningaaldurinn var lækkaður í 20 ár 1968. Árið 1984 var kosningaaldur færður í 18 ár. Jafnframt voru felld niður ákvæði um missi kosningaréttar vegna lögræðissviptingar eða flekkaðs mannorðs.

Fullu jafnrétti allra skilgreindra fullorðinna þegna hvað varðar kosningarétt var ekki náð fyrr en 1984, eins og sést á því sem hér hefur verið rakið.

Myndir:


Þetta svar er fengið af vefnum 100 afmæli kosningaréttar kvenna og birt með góðfúslegu leyfi.

...