Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Eins og fram kemur í spurningunni eru pit bull hundar bannaðir hér á landi. Pit bull er ekki eitt ræktunarafbrigði heldur samheiti yfir nokkur afbrigði vöðvastæltra hunda svo sem American pit bull terrier, Staffordshire terrier og Staffordshire bull terrier.

Pit bull-hundar teljast til svokallaðra vígahunda og eru ræktaðir frá gömlum breskum hundakynjum svo sem nauthundum (e. bull dogs) og terríerum, ævafornum hundaafbrigðum sem voru einkum ræktuð til veiða og hundaats.

Saga vígahunda er ekki vel skráð en talið er að skömmu eftir að okkar tímatal hefst, þegar Rómverjar réðu yfir hluta Bretlandseyja, hafi menn farið að blanda saman rómverskum vígahundum og ræktunarafbrigðum sem voru uppi á þeim tíma á Bretlandseyjum. Sennilega má finna forfeður vígahunda meðal annars í svokölluðum Molossium-hundum sem kenndir eru við Molossi-ættbálkinn sem bjó í norðanverðu Grikklandi fyrir Krist. Þessi þjóð var meðal annars kunn fyrir mjög sterklega hunda sem þeir notuðu í hernaðarbrölti sínu. Þessir hundar eru einnig taldir hafa verið forverar svokallaðra meistara- eða mastiff-hunda sem eru taldir vera einir öflugustu hundar sem hafa verið ræktaðir.



Vígahundur af kyni Staffordshire bull terrier.

Molossi-hundarnir bárust til Ítalíu þegar Rómverjar festu rætur í Grikklandi. Síðan bárust hundarnir víða með Rómverjum, meðal annars til Bretlands. Hundaat var vinsæl dægrastytting meðal Rómverja og hafa þeir því leitast við að rækta heppilega bardagahunda. Allt aftur til 11. aldar má finna heimildir fyrir því að pit bull hundum hafi verið sigað á naut, birni, hross og jafnvel apa, alþýðunni til skemmtunar. Nafnið pit bull er sjálfsagt dregið af þessum skemmtunum Rómverja, en enska orðið pit má þýða sem niðurgrafin gryfja. Slíkar sýningar voru bannaðar með lögum í Bretlandi árið 1835 og fóru flest Evrópuríki að fordæmi Breta fljótlega á eftir. Vígahundar eru jafnframt bannaðir víða um heim. Þeir hafa verið bannaðir í Noregi síðan 1991, í Frakklandi síðan 1999, á Bretlandseyjum síðan 1999. Þeir eru einnig bannaðir í Kanada og nokkrum ríkjum Bandaríkjanna.

En af hverju er bannað eiga vígahunda? Fjölmargar goðsagnir hafa skapast í kringum vígahunda og virðist markmið þeirra einkum hafa verið að gera þá sem ógnvænlegasta. Algeng goðsögn er að þeir séu ólíkir öðrum hundum lífeðlisfræðilega. Meðal annars er sagt að kjálki þeirra læsist við bit þannig að ef þeir nái að bíta þá sleppi þeir ekki takinu. Þetta er hins vegar alrangt enda eru vígahundar lífeðlisfræðilega eins og aðrir hundar. Önnur algeng og mun undarlegri goðsögn er að þessir hundar finni ekki fyrir sársauka. Slíkt er þó mjög fjarri lagi enda hafa þeir taugakerfi líkt og aðrir hundar.

Sumar goðsagnir um vígahunda virðast þó eiga sér einhverja stoð í raunveruleikanum. Piparúði virðist til dæmis hafa lítil sem engin áhrif á vígahunda sem og rottweiler, þýska fjárhunda og meistara. Piparúði virkar hins vegar vel sem vörn gegn stærri rándýrum svo sem bjarndýrum og stórköttum. Aðrar frásagnir af vígahundum lýsa því hvernig þeir halda áfram að ráðast að fórnarlambi sínu jafnvel þó þeir séu særðir til ólífis.



Hér sést American pit bull terrier

Það má því ætla að markviss ræktun og uppeldi vígahunda sem bardaga- og varðhunda hafi leitt til þess að þeir séu árásargjarnari en aðrir hundar. Þess ber þó að geta að þetta á ekki eingöngu við vígahunda þar sem slæmt uppeldi getur haft slæmar afleiðingar óháð hundakyni. Vígahundar geta þó ekki talist heppilegir sem gæludýr þar sem þeir geta skapað hættu, bæði fyrir eiganda sinn og aðra. Þessir eiginleikar hafa hins vegar gert vígahunda sérstaklega vinsæla meðal glæpagengja og annarra undirheimasamtaka, sem ala þá upp sem árásar- og bardagahunda. Flestar hættulegar hundaárásir í Bandaríkjunum eru af völdum vígahunda og rottweiler-hunda. Þetta hefur gert það að verkum að tryggingafélög eru afar treg til að tryggja þessi ræktunarafbrigði.

Þótt hundaat sé bannað í Norður-Ameríku og víðast hvar í Evrópu er það þó enn stundað „neðanjarðar“. Vígahundar eru þar ákaflega vinsælir sökum styrks, hugrekkis og árásargirni. Þjálfun hunda sem taka þátt í slíku ati eru mjög ómannúðlegar. Hundarnir eru kerfisbundið þjálfaðir til að sýna grimmd og árásargirni. Þeir eru barðir, sveltir og píndir til að ná þessu fram. Eins og gefur að skilja verða slíkir hundar afar hættulegir.

Þó vígahundar hafi á sér slæmt orðspor er ljós að þeir eru ekki alvondir. Verndartilhneiging og húsbondahollusta er afar rík meðal þessara hunda og eru fjölmörg dæmi þekkt þar sem þeir hafa fórnað sér fyrir húsbændur sína. Frægt er dæmið um hjón sem ógnað var af ljóni. Vígahundur hjónanna réðst þegar og óhikað á ljónið og þá gátu hjónin forðað sér.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.11.2007

Spyrjandi

Rúnar Már

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2007. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6932.

Jón Már Halldórsson. (2007, 28. nóvember). Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6932

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2007. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6932>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?
Eins og fram kemur í spurningunni eru pit bull hundar bannaðir hér á landi. Pit bull er ekki eitt ræktunarafbrigði heldur samheiti yfir nokkur afbrigði vöðvastæltra hunda svo sem American pit bull terrier, Staffordshire terrier og Staffordshire bull terrier.

Pit bull-hundar teljast til svokallaðra vígahunda og eru ræktaðir frá gömlum breskum hundakynjum svo sem nauthundum (e. bull dogs) og terríerum, ævafornum hundaafbrigðum sem voru einkum ræktuð til veiða og hundaats.

Saga vígahunda er ekki vel skráð en talið er að skömmu eftir að okkar tímatal hefst, þegar Rómverjar réðu yfir hluta Bretlandseyja, hafi menn farið að blanda saman rómverskum vígahundum og ræktunarafbrigðum sem voru uppi á þeim tíma á Bretlandseyjum. Sennilega má finna forfeður vígahunda meðal annars í svokölluðum Molossium-hundum sem kenndir eru við Molossi-ættbálkinn sem bjó í norðanverðu Grikklandi fyrir Krist. Þessi þjóð var meðal annars kunn fyrir mjög sterklega hunda sem þeir notuðu í hernaðarbrölti sínu. Þessir hundar eru einnig taldir hafa verið forverar svokallaðra meistara- eða mastiff-hunda sem eru taldir vera einir öflugustu hundar sem hafa verið ræktaðir.



Vígahundur af kyni Staffordshire bull terrier.

Molossi-hundarnir bárust til Ítalíu þegar Rómverjar festu rætur í Grikklandi. Síðan bárust hundarnir víða með Rómverjum, meðal annars til Bretlands. Hundaat var vinsæl dægrastytting meðal Rómverja og hafa þeir því leitast við að rækta heppilega bardagahunda. Allt aftur til 11. aldar má finna heimildir fyrir því að pit bull hundum hafi verið sigað á naut, birni, hross og jafnvel apa, alþýðunni til skemmtunar. Nafnið pit bull er sjálfsagt dregið af þessum skemmtunum Rómverja, en enska orðið pit má þýða sem niðurgrafin gryfja. Slíkar sýningar voru bannaðar með lögum í Bretlandi árið 1835 og fóru flest Evrópuríki að fordæmi Breta fljótlega á eftir. Vígahundar eru jafnframt bannaðir víða um heim. Þeir hafa verið bannaðir í Noregi síðan 1991, í Frakklandi síðan 1999, á Bretlandseyjum síðan 1999. Þeir eru einnig bannaðir í Kanada og nokkrum ríkjum Bandaríkjanna.

En af hverju er bannað eiga vígahunda? Fjölmargar goðsagnir hafa skapast í kringum vígahunda og virðist markmið þeirra einkum hafa verið að gera þá sem ógnvænlegasta. Algeng goðsögn er að þeir séu ólíkir öðrum hundum lífeðlisfræðilega. Meðal annars er sagt að kjálki þeirra læsist við bit þannig að ef þeir nái að bíta þá sleppi þeir ekki takinu. Þetta er hins vegar alrangt enda eru vígahundar lífeðlisfræðilega eins og aðrir hundar. Önnur algeng og mun undarlegri goðsögn er að þessir hundar finni ekki fyrir sársauka. Slíkt er þó mjög fjarri lagi enda hafa þeir taugakerfi líkt og aðrir hundar.

Sumar goðsagnir um vígahunda virðast þó eiga sér einhverja stoð í raunveruleikanum. Piparúði virðist til dæmis hafa lítil sem engin áhrif á vígahunda sem og rottweiler, þýska fjárhunda og meistara. Piparúði virkar hins vegar vel sem vörn gegn stærri rándýrum svo sem bjarndýrum og stórköttum. Aðrar frásagnir af vígahundum lýsa því hvernig þeir halda áfram að ráðast að fórnarlambi sínu jafnvel þó þeir séu særðir til ólífis.



Hér sést American pit bull terrier

Það má því ætla að markviss ræktun og uppeldi vígahunda sem bardaga- og varðhunda hafi leitt til þess að þeir séu árásargjarnari en aðrir hundar. Þess ber þó að geta að þetta á ekki eingöngu við vígahunda þar sem slæmt uppeldi getur haft slæmar afleiðingar óháð hundakyni. Vígahundar geta þó ekki talist heppilegir sem gæludýr þar sem þeir geta skapað hættu, bæði fyrir eiganda sinn og aðra. Þessir eiginleikar hafa hins vegar gert vígahunda sérstaklega vinsæla meðal glæpagengja og annarra undirheimasamtaka, sem ala þá upp sem árásar- og bardagahunda. Flestar hættulegar hundaárásir í Bandaríkjunum eru af völdum vígahunda og rottweiler-hunda. Þetta hefur gert það að verkum að tryggingafélög eru afar treg til að tryggja þessi ræktunarafbrigði.

Þótt hundaat sé bannað í Norður-Ameríku og víðast hvar í Evrópu er það þó enn stundað „neðanjarðar“. Vígahundar eru þar ákaflega vinsælir sökum styrks, hugrekkis og árásargirni. Þjálfun hunda sem taka þátt í slíku ati eru mjög ómannúðlegar. Hundarnir eru kerfisbundið þjálfaðir til að sýna grimmd og árásargirni. Þeir eru barðir, sveltir og píndir til að ná þessu fram. Eins og gefur að skilja verða slíkir hundar afar hættulegir.

Þó vígahundar hafi á sér slæmt orðspor er ljós að þeir eru ekki alvondir. Verndartilhneiging og húsbondahollusta er afar rík meðal þessara hunda og eru fjölmörg dæmi þekkt þar sem þeir hafa fórnað sér fyrir húsbændur sína. Frægt er dæmið um hjón sem ógnað var af ljóni. Vígahundur hjónanna réðst þegar og óhikað á ljónið og þá gátu hjónin forðað sér.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Wikimedia Commons...