Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru öll dýr með hjarta?

Jón Már Halldórsson

Lífverur sem tilheyra dýraríkinu (Animalia) eru mjög ólíkar, allt frá einfruma frumdýrum (Protozoa) til stærstu hvala. Mörg dýr hafa eitt hjarta sem dælir blóði um æðakerfi. Þannig flytja þau súrefnis um líkamann. Þetta er þó ekki einhlítt. Í dýraríkinu tíðkast ýmsar leiðir til þess að koma súrefni til frumna. Stundum koma fleiri en eitt hjarta við sögu í sömu lífverunni og í öðrum tilfellum, hjá einföldustu frumdýrunum, er ekkert hjarta. Hjá hjartalausum lífverum í dýraríkinu flæða efni einfaldlega inn og út úr frumunum. Langflest dýr hafa þó hjarta og hér á eftir koma nokkur dæmi.

Hjá hryggdýrum er hjartað kviðlægt. Það dælir blóði í meginæð sem síðan greinist í sífellt fleiri og þrengri slagæðar, síðan um háræðar, og svo um sífellt færri og víðari bláæðar aftur til hjartans. Í grundvallaratriðum er meginuppbygging hjarta hryggdýra lík en ólíkir hópar hafa mismörg hjartahólf:
  • Hryggdýr, sem anda með tálknum (fiskar og seiði froskdýra) hafa tvö hjartahólf.
  • Froskdýr og flest skriðdýr eru með þriggja hólfa hjarta.
  • Fuglar og spendýr hafa fjögurra hólfa hjarta.

Ýmiss konar hjörtu finnast í dýraríkinu. Spendýr og fuglar hafa fjögurra hólfa hjörtu, froskdýr og flest skriðdýr hafa þrjú hjartahólf en fiskar aðeins tvö. Hjarta köngulóa er hins vegar eins og pípa.

Nokkrir hópar höfuðfætlinga (Cephalopoda) hafa tvö svokölluð tálknhjörtu. Þetta eru einföld hjörtu sem liggja í tálknbláæð við tálknin og hafa það hlutverk að viðhalda þrýstingi blóðs sem fer um tálknkerfi dýranna. Auk þess hafa höfuðfætlingar eitt baklægt hjarta sem dælir súrefnisríku blóði til annarra líkamshluta.

Hjá skordýrum er hjartað einhvers konar baklæg slagæð sem dælir blóði út í blóðholið í dýrinu. Blóðvökvinn er þannig í beinni snertingu við líkamsvefi dýrsins og þar af leiðandi frumur þess. Hann miðlar næringu og súrefni og flytur úrgangsefni, sem falla til við efnaskipti, í burt.

Hjá fjölmörgum tegundum lindýra, svo sem ánamöðkum, er einhvers konar aðalhjarta í baklægri meginslagæð. Í framhluta ormsins greinist þessi æð í fimm pör af slagæðum, þar sem hvert par hefur yfir að ráða tveimur hjörtum. Ánamaðkar hafa því samanlagt tíu „hjálparhjörtu“, auk aðalhjartans. Þessi hjálparhjörtu eru lík að uppbyggingu og hjartað í meginslagæðinni og veita því aðstoð við að flytja súrefnisríkt blóð til vefja maðksins. Svipað kerfi er einnig að finna í öðrum hópum lindýra eins og í burstaormum (Polychaeta) og ögðum (Hirudinea). Þessi svokölluðu hjálparhjörtu geta þó verið mismörg.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.10.2015

Spyrjandi

Grettir Þór Gunnarsson, f. 2010

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru öll dýr með hjarta?“ Vísindavefurinn, 7. október 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69592.

Jón Már Halldórsson. (2015, 7. október). Eru öll dýr með hjarta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69592

Jón Már Halldórsson. „Eru öll dýr með hjarta?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69592>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru öll dýr með hjarta?
Lífverur sem tilheyra dýraríkinu (Animalia) eru mjög ólíkar, allt frá einfruma frumdýrum (Protozoa) til stærstu hvala. Mörg dýr hafa eitt hjarta sem dælir blóði um æðakerfi. Þannig flytja þau súrefnis um líkamann. Þetta er þó ekki einhlítt. Í dýraríkinu tíðkast ýmsar leiðir til þess að koma súrefni til frumna. Stundum koma fleiri en eitt hjarta við sögu í sömu lífverunni og í öðrum tilfellum, hjá einföldustu frumdýrunum, er ekkert hjarta. Hjá hjartalausum lífverum í dýraríkinu flæða efni einfaldlega inn og út úr frumunum. Langflest dýr hafa þó hjarta og hér á eftir koma nokkur dæmi.

Hjá hryggdýrum er hjartað kviðlægt. Það dælir blóði í meginæð sem síðan greinist í sífellt fleiri og þrengri slagæðar, síðan um háræðar, og svo um sífellt færri og víðari bláæðar aftur til hjartans. Í grundvallaratriðum er meginuppbygging hjarta hryggdýra lík en ólíkir hópar hafa mismörg hjartahólf:
  • Hryggdýr, sem anda með tálknum (fiskar og seiði froskdýra) hafa tvö hjartahólf.
  • Froskdýr og flest skriðdýr eru með þriggja hólfa hjarta.
  • Fuglar og spendýr hafa fjögurra hólfa hjarta.

Ýmiss konar hjörtu finnast í dýraríkinu. Spendýr og fuglar hafa fjögurra hólfa hjörtu, froskdýr og flest skriðdýr hafa þrjú hjartahólf en fiskar aðeins tvö. Hjarta köngulóa er hins vegar eins og pípa.

Nokkrir hópar höfuðfætlinga (Cephalopoda) hafa tvö svokölluð tálknhjörtu. Þetta eru einföld hjörtu sem liggja í tálknbláæð við tálknin og hafa það hlutverk að viðhalda þrýstingi blóðs sem fer um tálknkerfi dýranna. Auk þess hafa höfuðfætlingar eitt baklægt hjarta sem dælir súrefnisríku blóði til annarra líkamshluta.

Hjá skordýrum er hjartað einhvers konar baklæg slagæð sem dælir blóði út í blóðholið í dýrinu. Blóðvökvinn er þannig í beinni snertingu við líkamsvefi dýrsins og þar af leiðandi frumur þess. Hann miðlar næringu og súrefni og flytur úrgangsefni, sem falla til við efnaskipti, í burt.

Hjá fjölmörgum tegundum lindýra, svo sem ánamöðkum, er einhvers konar aðalhjarta í baklægri meginslagæð. Í framhluta ormsins greinist þessi æð í fimm pör af slagæðum, þar sem hvert par hefur yfir að ráða tveimur hjörtum. Ánamaðkar hafa því samanlagt tíu „hjálparhjörtu“, auk aðalhjartans. Þessi hjálparhjörtu eru lík að uppbyggingu og hjartað í meginslagæðinni og veita því aðstoð við að flytja súrefnisríkt blóð til vefja maðksins. Svipað kerfi er einnig að finna í öðrum hópum lindýra eins og í burstaormum (Polychaeta) og ögðum (Hirudinea). Þessi svokölluðu hjálparhjörtu geta þó verið mismörg.

Mynd:

...