Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju kallast gluggi á skipi kýrauga?

Guðrún Kvaran

Nafnið er líklega dregið af lögun skipsgluggans. Það hefur þótt minna á hin stóru kringlóttu augu kýrinnar og er notað í dönsku um hið sama, koøje.

Kýrauga á skipi minnir á hin stóru augu kýrinnar. Elsta merking orðsins er, lítið ílát, örlítill kaffibolli eða staup.

Merkingin er ekki mjög gömul. Elst dæmi, sem ég hef fundið, eru frá því í byrjun 20. aldar. En kýrauga merkir fleira. Það var, og er eitthvað notað enn, um lítið ílát, örlítinn kaffibolla eða staup og er sú merking reyndar elst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans úr bréfabók Þorláks Skúlasonar biskups frá 1657:

hätt staup ogillt, 2 kyraugu, lytel staupbora, 3 skeyder.

Þá merkingu eina er að finna í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar (1814 I: 484) það er 'et kugelrundt Kar, et lidet Kar'. Kýrauga er líka gluggi á kamar kallaður og sömuleiðis gluggi á skólastofuhurð:

altaf þegar minst vonum varði var konan lögst á kýraugað á skólastofuhurðinni.

Í íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:429) eru gefnar tvær merkingar: (lítið ílát) 'lille kar; spec. meget lille Kaffekop' og '(naut. [það er sjómannamál] Koöje'.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.6.2015

Spyrjandi

Steinar Þorláksson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast gluggi á skipi kýrauga?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69894.

Guðrún Kvaran. (2015, 24. júní). Af hverju kallast gluggi á skipi kýrauga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69894

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast gluggi á skipi kýrauga?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69894>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast gluggi á skipi kýrauga?
Nafnið er líklega dregið af lögun skipsgluggans. Það hefur þótt minna á hin stóru kringlóttu augu kýrinnar og er notað í dönsku um hið sama, koøje.

Kýrauga á skipi minnir á hin stóru augu kýrinnar. Elsta merking orðsins er, lítið ílát, örlítill kaffibolli eða staup.

Merkingin er ekki mjög gömul. Elst dæmi, sem ég hef fundið, eru frá því í byrjun 20. aldar. En kýrauga merkir fleira. Það var, og er eitthvað notað enn, um lítið ílát, örlítinn kaffibolla eða staup og er sú merking reyndar elst í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans úr bréfabók Þorláks Skúlasonar biskups frá 1657:

hätt staup ogillt, 2 kyraugu, lytel staupbora, 3 skeyder.

Þá merkingu eina er að finna í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar (1814 I: 484) það er 'et kugelrundt Kar, et lidet Kar'. Kýrauga er líka gluggi á kamar kallaður og sömuleiðis gluggi á skólastofuhurð:

altaf þegar minst vonum varði var konan lögst á kýraugað á skólastofuhurðinni.

Í íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:429) eru gefnar tvær merkingar: (lítið ílát) 'lille kar; spec. meget lille Kaffekop' og '(naut. [það er sjómannamál] Koöje'.

Heimildir og mynd:

...