Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?

Guðvarður Már Gunnlaugsson

Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans. Enn fremur hljóta persónulegir eiginleikar eins og vandvirkni og/eða göslaragangur hafa haft sitt að segja og einnig skipti máli hvort skrifarinn gat sinnt skriftum í ró og næði eða ekki.

Gera má ráð fyrir að aðstæður skrifara hafi haft umtalsverð áhrif á afköst þeirra. Hér er mynd af skrifaranum Vincent af Beauvais úr handriti frá 1478-1480.

Til er krot á spássíum þar sem skrifarar kvarta undan verkjum í augum og víðar, kulda, myrkri, vondu bókfelli, illa skornum pennum og jafnvel ónæði af hundum. Gat skrifarinn helgað sig skriftum óskiptur eða varð hann að sinna öðrum verkum meðfram? Skiptir þá ekki máli hvort verkin voru að syngja messu, skrifa bréf fyrir yfirboðara sinn eða sinna einhverju veraldlegu stússi? Veikindi, helgidagafrí og margt fleira gat orðið til að tefja mann við skriftir.

Íslenskir miðaldaskrifarar gátu þess aldrei hve lengi þeir voru að skrifa handrit og ekki heldur hvenær þeir byrjuðu eða luku við handrit; meira að segja afar fáir höfðu fyrir því að geta þess hvaða ár þeir sátu við skriftir. Annars staðar í Evrópu eru hins vegar nokkuð mörg dæmi um að skrifarar hafi sett inn upplýsingar að þessu tagi. Oftast geta skrifarar þessara atriða við lok handrits eða texta — slík lokaorð eru kölluð colophons á ensku.

Sumir skrifarar tilgreina hve lengi þeir voru að skrifa, aðrir segja hvenær þeir hófu verkið og hvenær þeir luku því, aðrir nefna dagsetningar á þann hátt að hægt er að reikna út með hæfilegri vissu hve lengi þeir voru að og enn fremur hafa varðveist nokkrir samningar milli skrifara og verkbeiðenda þar sem fram kemur hve langan frest skrifarinn hafði til að ljúka verkinu. Rétt er að taka fram að þetta eru undantekningar; flestir skrifarar nefna ekki neinar dagsetningar svo að það er ekki hægt að reikna út hve langan tíma það tók þá að skrifa handrit.

Samkvæmt hollenskri rannsókn, sem tók til 800 miðaldahandrita frá Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og fleiri löndum, ritaði skrifari að meðaltali tvö blöð á dag (uppruni og aldur handrita virtist ekki skipta máli). Í þessari rannsókn voru alls konar handrit, stór og lítil og frá ýmsum tímum með mismunandi skriftargerðum. Fram kom að skrifari skrifaði að meðaltali 3,2 blöð á dag ef handritið var lítið en aðeins 1,1 blað á dag ef handritið var mjög stórt. Og skrifari náði að skrifa 1 blað á dag að meðaltali ef handritið var með vandaðri skrift en 2,8 blöð að meðaltali ef hann notaði óvandaða skrift. Niðurstaðan var því sú að skrifari gat skrifað að meðaltali 2–3 blöð á dag með venjulegri skrift ef blöðin voru af meðalstærð.

Samkvæmt enskri rannsókn, sem tók til mun færri handrita sem sennilega voru flest ensk og mörg frá 12. öld, kemur fram að skrifari hafi náð að skrifa 150–200 línur á dag að meðaltali. Handritin í þessari rannsókn hafa líklega verið stærri að meðaltali en í hinni rannsókninni. Í hvorugri rannsókninni kemur fram á hvaða tungumáli handritin eru skrifuð en gera má ráð fyrir það þau hafi öll eða að minnsta kosti langflest verið skrifuð á latínu.

Flateyjarbók er eitt stærsta miðaldahandritið og gera má ráð fyrir að minnsta kosti átta og hálfur mánuður hafi farið í ritun hennar.

Flateyjarbók (GKS 1005 fol.) er með þykkustu bókum sem gerðar voru á miðöldum á Íslandi eða 225 blöð. Reyndar voru ekki nema 202 blöð í bókinni upphaflega því að 23 blöðum var bætt við hana á síðari hluta 15. aldar. Ekki er talið líklegt að fleiri en 182 blöð hafi verið skrifuð í einni lotu á árinu 1387 (og 20 blöð hafi verið skrifuð næstu átta árin).

Flateyjarbók (GKS 1005 fol.) er með þykkustu bókum sem skrifaðar voru á miðöldum á Íslandi eða 225 blöð. Reyndar voru ekki nema 202 blöð í bókinni upphaflega því að 23 blöðum var bætt við hana á síðari hluta 15. aldar. Ekki er talið líklegt að fleiri en 182 blöð hafi verið skrifuð í einni lotu á árinu 1387 en 20 blöð hafi verið skrifuð á næstu sjö árum. Flateyjarbók er einnig eitt stærsta íslenska miðaldahandritið og myndi hafa talist til stórra handrita í hollensku rannsókinni. Það ætti því að hafa verið hægt að skrifa 1,1 blað af henni á dag, skv. hollensku rannsókninni, sem merkir að þau 182 blöð, sem geta hafa verið skrifuð á árinu 1387, hafa verið skrifuð á rúmlega 200 vinnudögum. Að meðaltali er 60–61 lína í dálki í Flateyjarbók og ef skrifaðar hafa verið 175 línur á dag að meðaltali hefur það tekið skrifarana 252 vinnudaga að skrifa 182 blöð, skv. ensku rannsókninni.

Hér munar nokkru og með tilliti til rannsóknanna tveggja er eðlilega að fara bil beggja — þar til annað kemur í ljós — og slá fram þeirri tillögu að skrifararnir hafi verið 220 vinnudaga að skrifa 182 blöð, þ.e. skrifað 200 línur á dag eða 0,82 blöð. Ekki er rétt að gera ráð fyrir að skrifararnir hafi unnið á sunnudögum og þess vegna er líklegt að þessir 220 vinnudagar hafi dreifst yfir 258 daga tímabil eða átta mánuði og hálfum betur; við þetta má svo bæta öðrum helgidögum. Ef miðað er við þennan hraða hefur það ekki tekið skrifara Konungsbókar eddukvæða (GKS 2365 4to), sem er mun minna handrit en Flateyjarbók, nema 15 daga að skrifa hana.

Myndir:

Höfundur

Guðvarður Már Gunnlaugsson

rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar

Útgáfudagur

14.5.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2015. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70119.

Guðvarður Már Gunnlaugsson. (2015, 14. maí). Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70119

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2015. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70119>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans. Enn fremur hljóta persónulegir eiginleikar eins og vandvirkni og/eða göslaragangur hafa haft sitt að segja og einnig skipti máli hvort skrifarinn gat sinnt skriftum í ró og næði eða ekki.

Gera má ráð fyrir að aðstæður skrifara hafi haft umtalsverð áhrif á afköst þeirra. Hér er mynd af skrifaranum Vincent af Beauvais úr handriti frá 1478-1480.

Til er krot á spássíum þar sem skrifarar kvarta undan verkjum í augum og víðar, kulda, myrkri, vondu bókfelli, illa skornum pennum og jafnvel ónæði af hundum. Gat skrifarinn helgað sig skriftum óskiptur eða varð hann að sinna öðrum verkum meðfram? Skiptir þá ekki máli hvort verkin voru að syngja messu, skrifa bréf fyrir yfirboðara sinn eða sinna einhverju veraldlegu stússi? Veikindi, helgidagafrí og margt fleira gat orðið til að tefja mann við skriftir.

Íslenskir miðaldaskrifarar gátu þess aldrei hve lengi þeir voru að skrifa handrit og ekki heldur hvenær þeir byrjuðu eða luku við handrit; meira að segja afar fáir höfðu fyrir því að geta þess hvaða ár þeir sátu við skriftir. Annars staðar í Evrópu eru hins vegar nokkuð mörg dæmi um að skrifarar hafi sett inn upplýsingar að þessu tagi. Oftast geta skrifarar þessara atriða við lok handrits eða texta — slík lokaorð eru kölluð colophons á ensku.

Sumir skrifarar tilgreina hve lengi þeir voru að skrifa, aðrir segja hvenær þeir hófu verkið og hvenær þeir luku því, aðrir nefna dagsetningar á þann hátt að hægt er að reikna út með hæfilegri vissu hve lengi þeir voru að og enn fremur hafa varðveist nokkrir samningar milli skrifara og verkbeiðenda þar sem fram kemur hve langan frest skrifarinn hafði til að ljúka verkinu. Rétt er að taka fram að þetta eru undantekningar; flestir skrifarar nefna ekki neinar dagsetningar svo að það er ekki hægt að reikna út hve langan tíma það tók þá að skrifa handrit.

Samkvæmt hollenskri rannsókn, sem tók til 800 miðaldahandrita frá Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og fleiri löndum, ritaði skrifari að meðaltali tvö blöð á dag (uppruni og aldur handrita virtist ekki skipta máli). Í þessari rannsókn voru alls konar handrit, stór og lítil og frá ýmsum tímum með mismunandi skriftargerðum. Fram kom að skrifari skrifaði að meðaltali 3,2 blöð á dag ef handritið var lítið en aðeins 1,1 blað á dag ef handritið var mjög stórt. Og skrifari náði að skrifa 1 blað á dag að meðaltali ef handritið var með vandaðri skrift en 2,8 blöð að meðaltali ef hann notaði óvandaða skrift. Niðurstaðan var því sú að skrifari gat skrifað að meðaltali 2–3 blöð á dag með venjulegri skrift ef blöðin voru af meðalstærð.

Samkvæmt enskri rannsókn, sem tók til mun færri handrita sem sennilega voru flest ensk og mörg frá 12. öld, kemur fram að skrifari hafi náð að skrifa 150–200 línur á dag að meðaltali. Handritin í þessari rannsókn hafa líklega verið stærri að meðaltali en í hinni rannsókninni. Í hvorugri rannsókninni kemur fram á hvaða tungumáli handritin eru skrifuð en gera má ráð fyrir það þau hafi öll eða að minnsta kosti langflest verið skrifuð á latínu.

Flateyjarbók er eitt stærsta miðaldahandritið og gera má ráð fyrir að minnsta kosti átta og hálfur mánuður hafi farið í ritun hennar.

Flateyjarbók (GKS 1005 fol.) er með þykkustu bókum sem gerðar voru á miðöldum á Íslandi eða 225 blöð. Reyndar voru ekki nema 202 blöð í bókinni upphaflega því að 23 blöðum var bætt við hana á síðari hluta 15. aldar. Ekki er talið líklegt að fleiri en 182 blöð hafi verið skrifuð í einni lotu á árinu 1387 (og 20 blöð hafi verið skrifuð næstu átta árin).

Flateyjarbók (GKS 1005 fol.) er með þykkustu bókum sem skrifaðar voru á miðöldum á Íslandi eða 225 blöð. Reyndar voru ekki nema 202 blöð í bókinni upphaflega því að 23 blöðum var bætt við hana á síðari hluta 15. aldar. Ekki er talið líklegt að fleiri en 182 blöð hafi verið skrifuð í einni lotu á árinu 1387 en 20 blöð hafi verið skrifuð á næstu sjö árum. Flateyjarbók er einnig eitt stærsta íslenska miðaldahandritið og myndi hafa talist til stórra handrita í hollensku rannsókinni. Það ætti því að hafa verið hægt að skrifa 1,1 blað af henni á dag, skv. hollensku rannsókninni, sem merkir að þau 182 blöð, sem geta hafa verið skrifuð á árinu 1387, hafa verið skrifuð á rúmlega 200 vinnudögum. Að meðaltali er 60–61 lína í dálki í Flateyjarbók og ef skrifaðar hafa verið 175 línur á dag að meðaltali hefur það tekið skrifarana 252 vinnudaga að skrifa 182 blöð, skv. ensku rannsókninni.

Hér munar nokkru og með tilliti til rannsóknanna tveggja er eðlilega að fara bil beggja — þar til annað kemur í ljós — og slá fram þeirri tillögu að skrifararnir hafi verið 220 vinnudaga að skrifa 182 blöð, þ.e. skrifað 200 línur á dag eða 0,82 blöð. Ekki er rétt að gera ráð fyrir að skrifararnir hafi unnið á sunnudögum og þess vegna er líklegt að þessir 220 vinnudagar hafi dreifst yfir 258 daga tímabil eða átta mánuði og hálfum betur; við þetta má svo bæta öðrum helgidögum. Ef miðað er við þennan hraða hefur það ekki tekið skrifara Konungsbókar eddukvæða (GKS 2365 4to), sem er mun minna handrit en Flateyjarbók, nema 15 daga að skrifa hana.

Myndir:

...