Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er jökull?

Helgi Björnsson

Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum. Jöklar þekja tíunda hluta af þurrlendi jarðar og sumir þeirra eru mörg þúsund ára. Á þeim búa engir menn en jöklar hafa mikil áhrif á líf á landi, í hafinu og loftinu sem umlykur jörðina.

Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum.

Í jöklum er mesti forði heims af hreinu vatni. Jöklar vaxa á veturna, þegar kalt er og snjór fellur, en minnka á sumrin, þegar heitt er og mikill ís bráðnar. Frá jöklunum rennur vatn um jökulár til sjávar. Jöklarnir hreyfast stöðugt og móta landið sem þeir hvíla á. Þeir mjakast áfram eins og risastórar jarðýtur sem skafa landið undir þeim, grafa sig niður í það og ýta upp jökulgörðum. Það fer eftir loftslagi hve stórir jöklar eru. Á kuldaskeiðum eru jöklar miklir og þau kallast því einnig jökulskeið en á hlýskeiðum hverfa jöklar.

Oft hafa jöklar jarðar verið miklu stærri en þeir eru núna og margir litlir jöklar hafa horfið á síðustu áratugum vegna hlýnandi loftslags.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Myndina gerði Þórarinn Már Baldursson og hún er fengin úr sömu bók.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

18.9.2015

Spyrjandi

Elísabet Bjarnadóttir

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvað er jökull?“ Vísindavefurinn, 18. september 2015. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70578.

Helgi Björnsson. (2015, 18. september). Hvað er jökull? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70578

Helgi Björnsson. „Hvað er jökull?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2015. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70578>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er jökull?
Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum. Jöklar þekja tíunda hluta af þurrlendi jarðar og sumir þeirra eru mörg þúsund ára. Á þeim búa engir menn en jöklar hafa mikil áhrif á líf á landi, í hafinu og loftinu sem umlykur jörðina.

Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum.

Í jöklum er mesti forði heims af hreinu vatni. Jöklar vaxa á veturna, þegar kalt er og snjór fellur, en minnka á sumrin, þegar heitt er og mikill ís bráðnar. Frá jöklunum rennur vatn um jökulár til sjávar. Jöklarnir hreyfast stöðugt og móta landið sem þeir hvíla á. Þeir mjakast áfram eins og risastórar jarðýtur sem skafa landið undir þeim, grafa sig niður í það og ýta upp jökulgörðum. Það fer eftir loftslagi hve stórir jöklar eru. Á kuldaskeiðum eru jöklar miklir og þau kallast því einnig jökulskeið en á hlýskeiðum hverfa jöklar.

Oft hafa jöklar jarðar verið miklu stærri en þeir eru núna og margir litlir jöklar hafa horfið á síðustu áratugum vegna hlýnandi loftslags.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Myndina gerði Þórarinn Már Baldursson og hún er fengin úr sömu bók.

...