Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvaða orkugjafar eru á Íslandi?

ÍDÞ

Spurningunni má svara á tvenna vegu. Annars vegar út frá því hvaða orkugjafar eru nýttir til raforkuframleiðslu og hins vegar út frá orkunotkun. Munurinn liggur til dæmis í því að á Íslandi er jarðvarmi víða notaður til húshitunar og auk þess er olía notuð á ýmsar vélar og farartæki. Hins vegar er það vatnsaflið sem skilar mestri raforkuframleiðslu. Við byrjum á því að skoða raforkuframleiðsluna eftir orkugjöfum og skoðum síðan orkunotkunina.

Sú raforka sem framleidd er á Íslandi kemur nær eingöngu úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Endurnýjanlegu orkugjafarnir sem hér um ræðir eru vatnsorka, jarðvarmi og vindorka en saman mynduðu þessir þrír orkugjafar 99,99% af raforkuframleiðslu landsins árið 2014. Jarðefnaeldsneyti gaf svo 0,01%. Tafla 1 sýnir skiptinguna eftir orkugjöfum.

Árið 2013 bættist vindorka við sem orkugjafi á Íslandi.

Heildarraforkuframleiðsla á Íslandi árið 2014 var 18.120 GWh og stóð hún næstum því í stað frá því árinu á undan. Hins vegar var aukning upp á rúm 3% ef miðað er við árið 2012. Eins og áður kemur stærsti hluti raforkunnar frá vatnsafli eða um 70% en meira má lesa um þróun raforkuvinnslu síðustu áratugi í svari við spurningunni: Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?

Tafla 1: Raforkuframleiðsla eftir orkugjöfum miðað við árið 2014.

Orkugjafi
GWh
Hlutfall
Vatnsafl
12.872
71,04%
Jarðvarmi
5.238
28,91%
Vindorka
8
0,04%
Jarðefnaeldsneyti
2
0,01%
Samtals:
18.120
100,00%

Þess ber að geta að raforkuframleiðsla úr vindorku kom fyrst inn á flutningskerfið í janúar árið 2013 þegar tvær 900 kW vindmyllur Landsvirkjunar voru tengdar kerfinu. Árið 2013 var heildarframleiðsla úr vindorku 5,5 GWh en árið 2014 jókst hún í 8,1 GWh. Samkvæmt Orkustofnun gæti vindorkan því séð um 1.600 heimilum fyrir rafmagni.

Tæplega 30% af þeirri raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2014 kom frá jarðvarma en nær 70% af orkunotkuninni það árið má rekja til jarðvarma. Þennan mikla mun má skýra út frá því að jarðvarmi er víða notaður til húshitunar.

Þegar horft er til orkunotkunar á Íslandi lítur dæmið öðruvísi út eins og sjá má á töflu 2.

Tafla 2: Orkunotkun eftir orkugjöfum miðað við árið 2014.

Orkugjafi
Hlutfall
Jarðvarmi
69,1%
Vatnsafl
17,8%
Olía
11,9%
Kol
1,3%
Samtals:
100,0%

Jarðvarmi og vatnsafl teljast til innlendrar orku en olía og kol teljast til innfluttrar orku. Hlutur innlendrar orku er því 86,8% en innflutt orka nemur 13,2%. Hér sést glögglega sú staðreynd að jarðvarmi er víða notaður til húshitunar og skýrir það hátt hlutfall jarðvarma í orkunotkun á Íslandi. Auk þess er olía notuð á vélar og ýmis farartæki, svo sem bíla og flugvélar.

Heimild:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

7.10.2016

Spyrjandi

Ágúst Atli Björgvinsson, f. 2001

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvaða orkugjafar eru á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 7. október 2016. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70716.

ÍDÞ. (2016, 7. október). Hvaða orkugjafar eru á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70716

ÍDÞ. „Hvaða orkugjafar eru á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2016. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70716>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða orkugjafar eru á Íslandi?
Spurningunni má svara á tvenna vegu. Annars vegar út frá því hvaða orkugjafar eru nýttir til raforkuframleiðslu og hins vegar út frá orkunotkun. Munurinn liggur til dæmis í því að á Íslandi er jarðvarmi víða notaður til húshitunar og auk þess er olía notuð á ýmsar vélar og farartæki. Hins vegar er það vatnsaflið sem skilar mestri raforkuframleiðslu. Við byrjum á því að skoða raforkuframleiðsluna eftir orkugjöfum og skoðum síðan orkunotkunina.

Sú raforka sem framleidd er á Íslandi kemur nær eingöngu úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Endurnýjanlegu orkugjafarnir sem hér um ræðir eru vatnsorka, jarðvarmi og vindorka en saman mynduðu þessir þrír orkugjafar 99,99% af raforkuframleiðslu landsins árið 2014. Jarðefnaeldsneyti gaf svo 0,01%. Tafla 1 sýnir skiptinguna eftir orkugjöfum.

Árið 2013 bættist vindorka við sem orkugjafi á Íslandi.

Heildarraforkuframleiðsla á Íslandi árið 2014 var 18.120 GWh og stóð hún næstum því í stað frá því árinu á undan. Hins vegar var aukning upp á rúm 3% ef miðað er við árið 2012. Eins og áður kemur stærsti hluti raforkunnar frá vatnsafli eða um 70% en meira má lesa um þróun raforkuvinnslu síðustu áratugi í svari við spurningunni: Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?

Tafla 1: Raforkuframleiðsla eftir orkugjöfum miðað við árið 2014.

Orkugjafi
GWh
Hlutfall
Vatnsafl
12.872
71,04%
Jarðvarmi
5.238
28,91%
Vindorka
8
0,04%
Jarðefnaeldsneyti
2
0,01%
Samtals:
18.120
100,00%

Þess ber að geta að raforkuframleiðsla úr vindorku kom fyrst inn á flutningskerfið í janúar árið 2013 þegar tvær 900 kW vindmyllur Landsvirkjunar voru tengdar kerfinu. Árið 2013 var heildarframleiðsla úr vindorku 5,5 GWh en árið 2014 jókst hún í 8,1 GWh. Samkvæmt Orkustofnun gæti vindorkan því séð um 1.600 heimilum fyrir rafmagni.

Tæplega 30% af þeirri raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2014 kom frá jarðvarma en nær 70% af orkunotkuninni það árið má rekja til jarðvarma. Þennan mikla mun má skýra út frá því að jarðvarmi er víða notaður til húshitunar.

Þegar horft er til orkunotkunar á Íslandi lítur dæmið öðruvísi út eins og sjá má á töflu 2.

Tafla 2: Orkunotkun eftir orkugjöfum miðað við árið 2014.

Orkugjafi
Hlutfall
Jarðvarmi
69,1%
Vatnsafl
17,8%
Olía
11,9%
Kol
1,3%
Samtals:
100,0%

Jarðvarmi og vatnsafl teljast til innlendrar orku en olía og kol teljast til innfluttrar orku. Hlutur innlendrar orku er því 86,8% en innflutt orka nemur 13,2%. Hér sést glögglega sú staðreynd að jarðvarmi er víða notaður til húshitunar og skýrir það hátt hlutfall jarðvarma í orkunotkun á Íslandi. Auk þess er olía notuð á vélar og ýmis farartæki, svo sem bíla og flugvélar.

Heimild:

Myndir:...