Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er átt við með möru og tröð þegar menn fá martröð?

Guðrún Kvaran

Orðið martröð ‘áköf vanlíðan og vanmáttur í svefni’ er sett saman af orðunum mara og tröð. Orðið mara um óvættina þekktist þegar í fornu máli. Í Ynglinga sögu (13. kafla) sem er í fyrsta hluta Heimskringlu segir frá því að höfðingja nokkurn, Vanlanda að nafni, syfjaði mjög af göldrum sem Huld seiðkona bruggaði honum.
En er hann hafði lítt sofnað kallaði hann og sagði að mara trað hann. Menn hans fóru til og vildu hjálpa honum. En er þeir tóku upp til höfuðsins þá trað hún fótleggina svo að nær brotnuðu. Þá tóku þeir til fótanna, þá kafði hún höfuðuð svo að þar dó hann (stafsetningu breytt).
Mara er óvættur sem menn trúðu að træði á fólki í svefni eða sæti á bringu manna þannig að þeim lægi við köfnun.



Mara er samgermanskt orð, það er til í flestum germönskum málum. Í færeysku heitir ókindin marra, í sænsku mara, í nýnorsku og dönsku mare, fornensku mare (í nútímaensku í nightmare þar sem maran kemur yfirleitt á nóttinni), í fornháþýsku mara (í háþýsku Mahr). Tröð er leitt af sögninni að troða ‘ganga traðka, trampa’. Orðabók Háskólans á elst dæmi um samsetta orðið martröð frá síðari hluta 18. aldar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upprunalega hljóðaði spurning Bergs Ebba svona:
Hvaðan kemur orðið "martröð" og hvað þýðir sérhver orðhluti? Hvenær var orðið fyrst notað og hvaða orð eru skyld því? Er "mar" í "martröð" það sama og "mare" í "nightmare"? Vinsamlegast gefið ítarlegt svar.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.2.2008

Spyrjandi

Bergur Ebbi Benediktsson
Bergur Bragason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við með möru og tröð þegar menn fá martröð?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7072.

Guðrún Kvaran. (2008, 18. febrúar). Hvað er átt við með möru og tröð þegar menn fá martröð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7072

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við með möru og tröð þegar menn fá martröð?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7072>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með möru og tröð þegar menn fá martröð?
Orðið martröð ‘áköf vanlíðan og vanmáttur í svefni’ er sett saman af orðunum mara og tröð. Orðið mara um óvættina þekktist þegar í fornu máli. Í Ynglinga sögu (13. kafla) sem er í fyrsta hluta Heimskringlu segir frá því að höfðingja nokkurn, Vanlanda að nafni, syfjaði mjög af göldrum sem Huld seiðkona bruggaði honum.

En er hann hafði lítt sofnað kallaði hann og sagði að mara trað hann. Menn hans fóru til og vildu hjálpa honum. En er þeir tóku upp til höfuðsins þá trað hún fótleggina svo að nær brotnuðu. Þá tóku þeir til fótanna, þá kafði hún höfuðuð svo að þar dó hann (stafsetningu breytt).
Mara er óvættur sem menn trúðu að træði á fólki í svefni eða sæti á bringu manna þannig að þeim lægi við köfnun.



Mara er samgermanskt orð, það er til í flestum germönskum málum. Í færeysku heitir ókindin marra, í sænsku mara, í nýnorsku og dönsku mare, fornensku mare (í nútímaensku í nightmare þar sem maran kemur yfirleitt á nóttinni), í fornháþýsku mara (í háþýsku Mahr). Tröð er leitt af sögninni að troða ‘ganga traðka, trampa’. Orðabók Háskólans á elst dæmi um samsetta orðið martröð frá síðari hluta 18. aldar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Upprunalega hljóðaði spurning Bergs Ebba svona:
Hvaðan kemur orðið "martröð" og hvað þýðir sérhver orðhluti? Hvenær var orðið fyrst notað og hvaða orð eru skyld því? Er "mar" í "martröð" það sama og "mare" í "nightmare"? Vinsamlegast gefið ítarlegt svar.
...