Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis fjallagrös virki?

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir

Fjallagrös eru náttúruvara, það er að segja þau flokkast sem fæðubótarefni og hafa ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til gæðaeftirlits, vissulega eru framleiðendur ábyrgir en neytandinn tekur ábyrgð á notkuninni.

Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, það er samlífi sveppa og þörunga. Þau hafa lengi verið nýtt til matargerðar, lækninga og heilsubótar í Evrópu. Til lækninga hafa fjallagrös einkum verið notuð við kvefeinkennum eins og þurrum hósta, ertingu og bólgu í munni og hálsi, ertingu í efri öndunarfærum og við lystarleysi og óþægindum í maga.



Á vefnum Flóra Íslands segir um fjallagrös að þau séu "algeng um allt land, bæði á hálendi og á láglendi. Vaxtarlag þeirra er mjög mismunandi. Þau geta verið dökkbrún eða nær svört, mjó og rennulaga, eða þau geta verið blaðkennd, allbreið, og ljósbrún eða grænleit á lit. Blaðjaðrarnir eru alsettir mjóum randhárum. Fjallagrös hafa ýmsa góða eiginleika, sem nýtast vel til lækninga."

Gerðar hafa verið þónokkrar rannsóknir á fjallagrösum, fjallagrasaseyði og hreinum innihaldsefnum sem einangruð hafa verið úr fjallagrösum. Rannsóknir hafa verið gerðar bæði í tilraunaglösum og á dýrum með tilliti til ónæmisstýrandi, bakteríuhemjandi og hemjandi áhrifum þeirra á krabbameinsfrumur. Hins vegar er ekki hægt að yfirfæra niðurstöður sem fengnar eru úr tilraunaglösum þar sem notaðar eru til dæmis frumur eða bakteríur, eða úr tilraunadýrum, yfir á menn. Niðurstöðurnar gefa hins vegar vísbendingar um ákveðna verkun og geta því gefið tilefni til áframhaldandi rannsókna. Í fjallagrösum er bæði að finna fjölsykrur sem taldar eru geta minnkað ertingu og myndað filmu á sárar slímhúðir og bitur efni sem meðal annars eru talin vera lystaukandi.

Aðeins tvær rannsóknir hafa verið birtar um áhrif fjallagrasa á menn. Báðar rannsóknirnar gáfu jákvæðar niðurstöður við bólgu og ertingu í munnholi og hálsi. Þess ber þó að geta að þörf er á betri klínískum rannsóknum til þess að hægt sé að draga ályktanir um verkun fjallagrasa. En vegna langrar hefðar er yfirleitt talið óhætt að nota fjallagrös og vatnsextrökt af fjallagrösum í stuttan tíma í senn og ekki hefur verið greint frá neinum auka-, eitur- eða milliverkunum.

Á Vísindavefnum eru nokkur svör sem fjalla um jurtir sem notaðar hafa verið í lækningaskyni, til dæmis:

Þessu til viðbótar má benda á að í Læknablaðinu (4. tbl. 86. árg. 2000) er að finna grein eftir Hallgerði Gísladóttur sem nefnist Gömul læknisráð: Á næstu grösum þar sem fjallað eru um notkun fjallagrasa fyrr á tímum. Á vef Lyfju er að finna umfjöllun um fjallagrös og einnig er þar pistill eftir Ólöfu Þórhallsdóttur lyfjafræðing um aukaverkanir og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna.

Mynd: Iceland moss á Wikipedia. Sótt 18. 02. 2008.

Höfundar

lektor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við HÍ

doktorsnemi í lyfjafræði

Útgáfudagur

19.2.2008

Spyrjandi

Andri Elvar Guðmundsson

Tilvísun

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis fjallagrös virki?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7075.

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. (2008, 19. febrúar). Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis fjallagrös virki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7075

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis fjallagrös virki?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7075>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis fjallagrös virki?
Fjallagrös eru náttúruvara, það er að segja þau flokkast sem fæðubótarefni og hafa ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til gæðaeftirlits, vissulega eru framleiðendur ábyrgir en neytandinn tekur ábyrgð á notkuninni.

Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, það er samlífi sveppa og þörunga. Þau hafa lengi verið nýtt til matargerðar, lækninga og heilsubótar í Evrópu. Til lækninga hafa fjallagrös einkum verið notuð við kvefeinkennum eins og þurrum hósta, ertingu og bólgu í munni og hálsi, ertingu í efri öndunarfærum og við lystarleysi og óþægindum í maga.



Á vefnum Flóra Íslands segir um fjallagrös að þau séu "algeng um allt land, bæði á hálendi og á láglendi. Vaxtarlag þeirra er mjög mismunandi. Þau geta verið dökkbrún eða nær svört, mjó og rennulaga, eða þau geta verið blaðkennd, allbreið, og ljósbrún eða grænleit á lit. Blaðjaðrarnir eru alsettir mjóum randhárum. Fjallagrös hafa ýmsa góða eiginleika, sem nýtast vel til lækninga."

Gerðar hafa verið þónokkrar rannsóknir á fjallagrösum, fjallagrasaseyði og hreinum innihaldsefnum sem einangruð hafa verið úr fjallagrösum. Rannsóknir hafa verið gerðar bæði í tilraunaglösum og á dýrum með tilliti til ónæmisstýrandi, bakteríuhemjandi og hemjandi áhrifum þeirra á krabbameinsfrumur. Hins vegar er ekki hægt að yfirfæra niðurstöður sem fengnar eru úr tilraunaglösum þar sem notaðar eru til dæmis frumur eða bakteríur, eða úr tilraunadýrum, yfir á menn. Niðurstöðurnar gefa hins vegar vísbendingar um ákveðna verkun og geta því gefið tilefni til áframhaldandi rannsókna. Í fjallagrösum er bæði að finna fjölsykrur sem taldar eru geta minnkað ertingu og myndað filmu á sárar slímhúðir og bitur efni sem meðal annars eru talin vera lystaukandi.

Aðeins tvær rannsóknir hafa verið birtar um áhrif fjallagrasa á menn. Báðar rannsóknirnar gáfu jákvæðar niðurstöður við bólgu og ertingu í munnholi og hálsi. Þess ber þó að geta að þörf er á betri klínískum rannsóknum til þess að hægt sé að draga ályktanir um verkun fjallagrasa. En vegna langrar hefðar er yfirleitt talið óhætt að nota fjallagrös og vatnsextrökt af fjallagrösum í stuttan tíma í senn og ekki hefur verið greint frá neinum auka-, eitur- eða milliverkunum.

Á Vísindavefnum eru nokkur svör sem fjalla um jurtir sem notaðar hafa verið í lækningaskyni, til dæmis:

Þessu til viðbótar má benda á að í Læknablaðinu (4. tbl. 86. árg. 2000) er að finna grein eftir Hallgerði Gísladóttur sem nefnist Gömul læknisráð: Á næstu grösum þar sem fjallað eru um notkun fjallagrasa fyrr á tímum. Á vef Lyfju er að finna umfjöllun um fjallagrös og einnig er þar pistill eftir Ólöfu Þórhallsdóttur lyfjafræðing um aukaverkanir og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótarefna.

Mynd: Iceland moss á Wikipedia. Sótt 18. 02. 2008....