Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Háskólalestin kemur við á Höfn í Hornafirði 13.-14. maí

Ritstjórn Vísindavefsins

Næsti áfangastaður Háskólalestarinnar er Höfn í Hornafirði. Þangað heldur lestin 13. og 14. maí. Fyrri daginn, föstudaginn 13. maí, munu nemendur í 7.-10. bekk í Heppuskóla, Grunnskóla Djúpavogs og Hofgarðsskóla sækja námskeið í boði Háskóla unga fólksins. Ýmis námskeið verða í boði en þar geta nemendur fræðst um stjörnufræði, japönsku, latínu og fornaldarsögu, kynjafræði, táknmálsfræði, sjúkraþjálfun og nýsköpun. Allir ættu þannig að finna eitthvað við sitt hæfi!

Nemendur við Hvolsskóla á Hvolsvelli tóku þátt í Háskóla unga fólksins á vegum Háskólalestarinnar.

Seinni daginn, laugardaginn 14. maí, verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Dagskráin verður í Nýheimum en þar geta gestir horft á skemmtilega sýningu Sprengjugengisins, kíkt við í stjörnutjaldinu og skoðað ýmis undur eðlisfræðinnar en þar má nefna eldorgel og syngjandi skál. Kynning á japönsku hefur notið mikilla vinsælda hjá Háskólalestinni en þar geta gestir meðal annars fengið nafnið sitt ritað á japönsku. Enn fremur verður kynning á táknmálsfræði, latínu og kynjafræði, ásamt ýmsu öðru.

Á laugardeginum verður einnig boðið upp á nokkur erindi, meðal annars um ferðalög út í geiminn sem Sævar Helgi Bragason, jarðfræðinemi, flytur og hvort að við getum hjálpað regnskógunum og hvernig pálmaolía tengist því en það er Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur, sem heldur þann fyrirlestur. Auk þess verður opið í Pakkhúsinu, á Jöklasýningunni og víðar í bænum.

Sprengjugengið verður með sýningu á laugardeginum, 14. maí.

Vísindavefurinn verður að sjálfsögðu á svæðinu en þar verður ýmislegt í boði fyrir börn sem fullorðna. Hægt verður að skoða veggspjöld úr spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum sem kemur út í haust og ber nafnið: Af hverju gjósa fjöll? Vísindadagatalið verður til sýnis, auk þess sem ýmsar þrautir bíða þess að verða leystar. Þá munu gestir geta tekið þátt í spurningakeppni Vísindavefsins þar sem hið skemmtilega vísindadagatal verður í verðlaun.

Vísindavefurinn hvetur sem flesta til að mæta og kynna sér það sem í boði er.

Myndir:

Útgáfudagur

10.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin kemur við á Höfn í Hornafirði 13.-14. maí.“ Vísindavefurinn, 10. maí 2011. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70870.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 10. maí). Háskólalestin kemur við á Höfn í Hornafirði 13.-14. maí. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70870

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin kemur við á Höfn í Hornafirði 13.-14. maí.“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2011. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70870>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Háskólalestin kemur við á Höfn í Hornafirði 13.-14. maí
Næsti áfangastaður Háskólalestarinnar er Höfn í Hornafirði. Þangað heldur lestin 13. og 14. maí. Fyrri daginn, föstudaginn 13. maí, munu nemendur í 7.-10. bekk í Heppuskóla, Grunnskóla Djúpavogs og Hofgarðsskóla sækja námskeið í boði Háskóla unga fólksins. Ýmis námskeið verða í boði en þar geta nemendur fræðst um stjörnufræði, japönsku, latínu og fornaldarsögu, kynjafræði, táknmálsfræði, sjúkraþjálfun og nýsköpun. Allir ættu þannig að finna eitthvað við sitt hæfi!

Nemendur við Hvolsskóla á Hvolsvelli tóku þátt í Háskóla unga fólksins á vegum Háskólalestarinnar.

Seinni daginn, laugardaginn 14. maí, verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Dagskráin verður í Nýheimum en þar geta gestir horft á skemmtilega sýningu Sprengjugengisins, kíkt við í stjörnutjaldinu og skoðað ýmis undur eðlisfræðinnar en þar má nefna eldorgel og syngjandi skál. Kynning á japönsku hefur notið mikilla vinsælda hjá Háskólalestinni en þar geta gestir meðal annars fengið nafnið sitt ritað á japönsku. Enn fremur verður kynning á táknmálsfræði, latínu og kynjafræði, ásamt ýmsu öðru.

Á laugardeginum verður einnig boðið upp á nokkur erindi, meðal annars um ferðalög út í geiminn sem Sævar Helgi Bragason, jarðfræðinemi, flytur og hvort að við getum hjálpað regnskógunum og hvernig pálmaolía tengist því en það er Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur, sem heldur þann fyrirlestur. Auk þess verður opið í Pakkhúsinu, á Jöklasýningunni og víðar í bænum.

Sprengjugengið verður með sýningu á laugardeginum, 14. maí.

Vísindavefurinn verður að sjálfsögðu á svæðinu en þar verður ýmislegt í boði fyrir börn sem fullorðna. Hægt verður að skoða veggspjöld úr spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum sem kemur út í haust og ber nafnið: Af hverju gjósa fjöll? Vísindadagatalið verður til sýnis, auk þess sem ýmsar þrautir bíða þess að verða leystar. Þá munu gestir geta tekið þátt í spurningakeppni Vísindavefsins þar sem hið skemmtilega vísindadagatal verður í verðlaun.

Vísindavefurinn hvetur sem flesta til að mæta og kynna sér það sem í boði er.

Myndir:

...