Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Háskólalestin komin frá Húsavík – leggur aftur af stað í ágúst!

Ritstjórn Vísindavefsins

Síðastliðna helgi var Háskólalestin á Húsavík. Föstudaginn 27. maí sóttu nemendur í 6.-9. bekk í Borgarhólsskóla námskeið á vegum Háskóla unga fólksins. Þar gátu nemendur fræðst um stjörnufræði, japönsku, latínu og fornaldarsögu, sjúkraþjálfun, eðlisfræði og jarðvísindi og vistfræði. Kennt var í þremur lotum svo hver nemandi gat valið þrjú námskeið. Þeir nemendur sem starfsmaður Vísindavefsins náði tali af höfðu gaman af deginum og fannst spennandi að kynna sér hinar ýmsu greinar.

Hvað ætli þetta sé? Snæbjörn Guðmundsson sýnir nemendum malakít.

Á laugardeginum var ýmislegt um að vera. Í Borgarhólsskóla var stjörnutjaldið sívinsæla, auk þess sem Sprengjugengið var með sýningar. Enn fremur var dagskrá í Hvalasafninu en þar dönsuðu logar eldorgelsins, hægt var að gera ýmsar eðlisfræðiathuganir, fá nafn sitt ritað á japönsku, skoða sniðug tæki sjúkraþjálfara og fræðast um ýmsar bergtegundir.

Fullt var út úr dyrum á sýningu Sprengjugengisins!

Í fyrirlestrarsal Hvalasafnsins var boðið upp á stutt fræðsluerindi. Þar fjallaði Bryndis Brandsdóttir um jarðskjálfta í Kelduhverfi og tengsl þeirra við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, Rögnvaldur Ólafsson fræddi gesti um tengsl ferðamennsku og náttúru, Sigursteinn Másson fjallaði um viðhorfsbreytingar til hvalveiða, Marianne H. Rasmussen flutti erindi um hvalahljóð og Sævar Helgi Bragason fór í ferðalag um himingeiminn.

Þessi stelpa notaði nýstárlegar aðferðir við að slökkva á kerti!

Vísindavefurinn var auk þess með aðstöðu á Hvalasafninu en þar mátti meðal annars skoða veggspjöld úr spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum sem kemur út í haust og ber nafnið: Af hverju gjósa fjöll?, skoða vísindadagatalið og taka þátt í spurningakeppni og leysa gátur. Metþátttaka var í spurningakeppninni og fengu þónokkrir vísindadagatalið í verðlaun fyrir þátttökuna. Auk þess tókst Aðalsteini Júlíussyni að finna eiganda fisksins í gátu Einsteins og hlaut hann að sjálfsögðu vísindadagatalið að launum.

Háskólalestin fer nú í sumarfrí en í ágúst mun hún leggja aftur af stað og halda áfram ferð sinni um landið! Hér má fylgjast með dagskrá Háskólalestarinnar.

Myndir:

Útgáfudagur

30.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin komin frá Húsavík – leggur aftur af stað í ágúst!.“ Vísindavefurinn, 30. maí 2011. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70879.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 30. maí). Háskólalestin komin frá Húsavík – leggur aftur af stað í ágúst!. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70879

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin komin frá Húsavík – leggur aftur af stað í ágúst!.“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2011. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70879>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Háskólalestin komin frá Húsavík – leggur aftur af stað í ágúst!
Síðastliðna helgi var Háskólalestin á Húsavík. Föstudaginn 27. maí sóttu nemendur í 6.-9. bekk í Borgarhólsskóla námskeið á vegum Háskóla unga fólksins. Þar gátu nemendur fræðst um stjörnufræði, japönsku, latínu og fornaldarsögu, sjúkraþjálfun, eðlisfræði og jarðvísindi og vistfræði. Kennt var í þremur lotum svo hver nemandi gat valið þrjú námskeið. Þeir nemendur sem starfsmaður Vísindavefsins náði tali af höfðu gaman af deginum og fannst spennandi að kynna sér hinar ýmsu greinar.

Hvað ætli þetta sé? Snæbjörn Guðmundsson sýnir nemendum malakít.

Á laugardeginum var ýmislegt um að vera. Í Borgarhólsskóla var stjörnutjaldið sívinsæla, auk þess sem Sprengjugengið var með sýningar. Enn fremur var dagskrá í Hvalasafninu en þar dönsuðu logar eldorgelsins, hægt var að gera ýmsar eðlisfræðiathuganir, fá nafn sitt ritað á japönsku, skoða sniðug tæki sjúkraþjálfara og fræðast um ýmsar bergtegundir.

Fullt var út úr dyrum á sýningu Sprengjugengisins!

Í fyrirlestrarsal Hvalasafnsins var boðið upp á stutt fræðsluerindi. Þar fjallaði Bryndis Brandsdóttir um jarðskjálfta í Kelduhverfi og tengsl þeirra við eldstöðvar Þeistareykja og Kröflu, Rögnvaldur Ólafsson fræddi gesti um tengsl ferðamennsku og náttúru, Sigursteinn Másson fjallaði um viðhorfsbreytingar til hvalveiða, Marianne H. Rasmussen flutti erindi um hvalahljóð og Sævar Helgi Bragason fór í ferðalag um himingeiminn.

Þessi stelpa notaði nýstárlegar aðferðir við að slökkva á kerti!

Vísindavefurinn var auk þess með aðstöðu á Hvalasafninu en þar mátti meðal annars skoða veggspjöld úr spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum sem kemur út í haust og ber nafnið: Af hverju gjósa fjöll?, skoða vísindadagatalið og taka þátt í spurningakeppni og leysa gátur. Metþátttaka var í spurningakeppninni og fengu þónokkrir vísindadagatalið í verðlaun fyrir þátttökuna. Auk þess tókst Aðalsteini Júlíussyni að finna eiganda fisksins í gátu Einsteins og hlaut hann að sjálfsögðu vísindadagatalið að launum.

Háskólalestin fer nú í sumarfrí en í ágúst mun hún leggja aftur af stað og halda áfram ferð sinni um landið! Hér má fylgjast með dagskrá Háskólalestarinnar.

Myndir:

...