Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Nemendur í Sandgerði svara spurningum um rafmagn, öreindir og atóm.

Ritstjórn Vísindavefsins

Háskólalestin heimsótti Sandgerði nýverið og grunnskólanemar þar fengu að spreyta sig á að svara nokkrum spurningum um vísindi og leita heimilda á Vísindavefnum. Hér fyrir neðan eru spurningarnar sem þau svöruðu auk búta úr svörum þeirra:

Hvað er rafmagn?

Raforka er eitt form orku. Unnt er að búa til raforku úr annarri orku, til dæmis vatnsorku eða vindorku.

Meira má lesa um rafmagn í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er rafmagn?

Hver fann upp fyrstu rafhlöðuna og úr hverju var hún?

Alessandro Volta fann upp fyrstu rafhlöðuna en í henni var sink- og koparplötum raðað saman á víxl.

Nánar má lesa um Volta og uppgötvanir hans í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna?

Hvað eru öreindir?

Allt í heiminum er búið til úr agnarlitlum einingum sem heita öreindir. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum smærri ögnum.

Meira má lesa um öreindir í svari JGÞ við spurningunni Hvað eru öreindir? Og í svari Lárusar Thorlacius við spurningunni Hver er minnsta öreindin?

Hvað eru atóm?

Atóm eða frumeindir eru grunneiningar frumefna og samanstendur af kjarna úr róteindum og nifteindum umkringdur skýi af neikvætt hlöðnum rafeindum.

Frekari fróðleik um frumeindir má finna í svari Sigríðar Jónsdóttur við spurningunni Hvað eru jónir og hvað gera þær? Og í svari Árdísar Elíasdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?

Nemendurnir heita Petra Wíum, Thelma Dögg, Rakel Rós, Rebekka Rún, Svanfríður Árný, Anna Karen, Alexandra, Árný Alexandra, Þorgils Haukur, Júlía Rut, Hanna Margrét, Guðrún Lísa, Guðríður Elísabet, Elvar, Gunnþór, Guðvarður, Daníel, Gestur, Grímur, Patrekur, Snæfríður Una og Sigríður Ásta.

Útgáfudagur

1.9.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Nemendur í Sandgerði svara spurningum um rafmagn, öreindir og atóm..“ Vísindavefurinn, 1. september 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70903.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 1. september). Nemendur í Sandgerði svara spurningum um rafmagn, öreindir og atóm.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70903

Ritstjórn Vísindavefsins. „Nemendur í Sandgerði svara spurningum um rafmagn, öreindir og atóm..“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70903>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Nemendur í Sandgerði svara spurningum um rafmagn, öreindir og atóm.
Háskólalestin heimsótti Sandgerði nýverið og grunnskólanemar þar fengu að spreyta sig á að svara nokkrum spurningum um vísindi og leita heimilda á Vísindavefnum. Hér fyrir neðan eru spurningarnar sem þau svöruðu auk búta úr svörum þeirra:

Hvað er rafmagn?

Raforka er eitt form orku. Unnt er að búa til raforku úr annarri orku, til dæmis vatnsorku eða vindorku.

Meira má lesa um rafmagn í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er rafmagn?

Hver fann upp fyrstu rafhlöðuna og úr hverju var hún?

Alessandro Volta fann upp fyrstu rafhlöðuna en í henni var sink- og koparplötum raðað saman á víxl.

Nánar má lesa um Volta og uppgötvanir hans í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna?

Hvað eru öreindir?

Allt í heiminum er búið til úr agnarlitlum einingum sem heita öreindir. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum smærri ögnum.

Meira má lesa um öreindir í svari JGÞ við spurningunni Hvað eru öreindir? Og í svari Lárusar Thorlacius við spurningunni Hver er minnsta öreindin?

Hvað eru atóm?

Atóm eða frumeindir eru grunneiningar frumefna og samanstendur af kjarna úr róteindum og nifteindum umkringdur skýi af neikvætt hlöðnum rafeindum.

Frekari fróðleik um frumeindir má finna í svari Sigríðar Jónsdóttur við spurningunni Hvað eru jónir og hvað gera þær? Og í svari Árdísar Elíasdóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?

Nemendurnir heita Petra Wíum, Thelma Dögg, Rakel Rós, Rebekka Rún, Svanfríður Árný, Anna Karen, Alexandra, Árný Alexandra, Þorgils Haukur, Júlía Rut, Hanna Margrét, Guðrún Lísa, Guðríður Elísabet, Elvar, Gunnþór, Guðvarður, Daníel, Gestur, Grímur, Patrekur, Snæfríður Una og Sigríður Ásta.

...