Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig geta jöklar grafið landið og hvernig landslag búa jöklar til?

Helgi Björnsson

Sjálfur er jökulísinn of mjúkur til þess að grafa botn jökuls. Hins vegar rífa jöklarnir grjót upp úr jörðinni og ýta því áfram með miklum krafti. Steinar við jökulbotninn skafa og rista rákir í bergið svipað og hefill, sporjárn og sandpappír sem beitt er á tré. Þungir jöklarnir mylja grjótið undir sér eins og valtarar svo að úr verður möl, sandur, svarf og fíngerður leir. Þetta samsafn af efni undir jöklinum köllum við jökulruðning og hann flytja jöklarnir fram eins og risastórar jarðýtur. Framan við jökuljaðar hlaða þeir upp jökulgarði. Ýtan fer þá ekki lengra.

Jökulgarðar hlaðast upp framan við jökuljaðarinn.

Í landslagi má sjá margvísleg merki um rof jökla og hvernig þeir hafa ýtt upp jökulruðningi. Jöklarnir hafa tálgað til fjöll sem þeir fóru yfir svo að hryggir og skálar komu undan þeim þegar þeir hurfu. Þeir hafa skilið eftir sig hrikalegt landslag hátt í fjöllum en einnig öldóttar, flatar og víðlendar heiðar. Þar sem jöklar voru þykkir og fengu langan tíma til þess að móta land hafa þeir grafið djúpa og breiða dali með brattar hlíðar en flatan botn. Margir dalirnir hafa síðar orðið að fjörðum og í dældum eftir jökla hafa myndast stöðuvötn. Klappir með rákum eftir hnullunga sýna í hvaða stefnu jökullinn skreið og jökulgarðar afmarka hvar jökuljaðarinn lá.

Í landslagi má sjá margvísleg merki um rof jökla.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni: Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Myndirnar eru einnig fengnar úr bókina og höfundur þeirra er Þórarinn Már Baldursson.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

1.12.2015

Spyrjandi

Ritstjórn, Elís Rafn Björnsson

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvernig geta jöklar grafið landið og hvernig landslag búa jöklar til?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2015. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71143.

Helgi Björnsson. (2015, 1. desember). Hvernig geta jöklar grafið landið og hvernig landslag búa jöklar til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71143

Helgi Björnsson. „Hvernig geta jöklar grafið landið og hvernig landslag búa jöklar til?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2015. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71143>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta jöklar grafið landið og hvernig landslag búa jöklar til?
Sjálfur er jökulísinn of mjúkur til þess að grafa botn jökuls. Hins vegar rífa jöklarnir grjót upp úr jörðinni og ýta því áfram með miklum krafti. Steinar við jökulbotninn skafa og rista rákir í bergið svipað og hefill, sporjárn og sandpappír sem beitt er á tré. Þungir jöklarnir mylja grjótið undir sér eins og valtarar svo að úr verður möl, sandur, svarf og fíngerður leir. Þetta samsafn af efni undir jöklinum köllum við jökulruðning og hann flytja jöklarnir fram eins og risastórar jarðýtur. Framan við jökuljaðar hlaða þeir upp jökulgarði. Ýtan fer þá ekki lengra.

Jökulgarðar hlaðast upp framan við jökuljaðarinn.

Í landslagi má sjá margvísleg merki um rof jökla og hvernig þeir hafa ýtt upp jökulruðningi. Jöklarnir hafa tálgað til fjöll sem þeir fóru yfir svo að hryggir og skálar komu undan þeim þegar þeir hurfu. Þeir hafa skilið eftir sig hrikalegt landslag hátt í fjöllum en einnig öldóttar, flatar og víðlendar heiðar. Þar sem jöklar voru þykkir og fengu langan tíma til þess að móta land hafa þeir grafið djúpa og breiða dali með brattar hlíðar en flatan botn. Margir dalirnir hafa síðar orðið að fjörðum og í dældum eftir jökla hafa myndast stöðuvötn. Klappir með rákum eftir hnullunga sýna í hvaða stefnu jökullinn skreið og jökulgarðar afmarka hvar jökuljaðarinn lá.

Í landslagi má sjá margvísleg merki um rof jökla.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni: Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Það er birt með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda. Myndirnar eru einnig fengnar úr bókina og höfundur þeirra er Þórarinn Már Baldursson....